Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.05.1997, Side 9
ÍDriöýuAEtriním
Miðtikiidagúr't4: rtiaí 1997 - 9
FRÉTTASICÝRING
Jón Birgir
Pétursson
skrifar
Vérðsprengjan í ferðamál-
um, 9.900 krónur fyrir að
upplifa London, ásamt
ótrúlegum möguleikum á að
ferðast ódýrt frá heimsborginni
til allra átta, hefur valdið heila-
brotum og svita í ferðamála-
heiminum síðustu daga. Keppi-
nautar Samvinnuferða-
Landsýnar eru gáttaðir á útspil-
inu. Þarna kann að vera stigið
skref í þá átt að lækka til muna
ílugfargjöld.
Flugleiðamenn ókátir
5000 farþegasæti í næturflugi
með Atlanta, sem munu bjóðast
ferðafólki til London í sumar
eru almennt talin megabomban
á ferðamarkaðnum þetta sum-
arið. Ferðamálamenn tala um
að Samvinnuferðir-Landsýn sé
komið í keppni við sjálfa sig
með hinum undurlágu fargjöld-
um, 9.900 krónur fyrir fullorð-
inn farþega fram og til baka.
Eins og fram kom í blaðinu í
gær eru Flugleiðamenn hreint
ekki kátir yfir þessu útspili Jóns
Ólafssonar á Stöð 2, Arngríms
Jóhannssonar hjá Atlanta og
ekki síst Helga Jóhannssonar
hjá Samvinnuferðum.
„Þetta skemmir mikið fyrir
Flugleiðum á háannatímanum
og skaðar markaðinn allan. Það
er vandséð að SL hagnist á
þessum viðskiptum. Það er Stöð
2 sem græðir á öllu saman. Þeir
halda áskrifendum við efnið í
sumar, og fá áreiðanlega fjöl-
marga nýja með þessu tilboði,"
Atlanta bókstaflega yfirflýgur Flugleiðir í fargjaldastefnu sinni. Hentug nýting á 360 sæta þotu veitir möguleika á lægstu fargjöldum sem þekkst hafa á
ISI a n d Í. Myndvinnsla: JHF.
sagði ónefndur ferðamálamað-
ur í gær.
Jaðrar við undirboð
Hann taldi að vera mætti að
þarna væri um undirboð að
ræða, eða allavega á mörkum
slíks. Ljóst væri að arður af
hverju sæti væri sáralítill ef
nokkur.
Ferðaskrifstofumaður sagði í
gær að hann kviði fyrir haust-
inu, þegar hann ætlar að bjóða
ferðir til Dyflinnar fyrir 25 til
30 þúsund krónur. Þá muni far-
þegar undrast hátt verð og
minna á 9.900 króna fargjaldið
í sumarflugi til London.
Innan verkalýðshreyfingar-
innar ríkir líka nokkur undrun
eftir verðsprengju helgarinnar.
Svo háttar til að verkalýðsfélög
njóta afsláttarfargjalda hjá SL.
Fólk var hvatt til að ganga frá
sínum málum fyrir sumarið. Og
svo dettur verðsprengjan með
mun lægri fargjöldum á eftir-
sóttan ferðamannastað, Lond-
on, aðeins tveim dögum eftir
þessa áminningu.
50 milljón króna
samningur
„Það er athyglisvert að Sam-
vinnuferðir standa fyrir spreng-
ingu eins og þessari á sama
tíma og þeir fara fyrir Sam-
keppnisstofnun og kæra Flug-
leiðir fyrir að veita þeim ekki
nógu rífleg umboðslaun," sagði
viðmælandi blaðsins. „Maður
nær þessu einfaldlega ekki.“
Aðilarnir sem standa að til-
boði tilboðanna eru með samn-
ing upp á um 50 milljónir króna
fyrir flutningana. Hagnaðarvon-
in er nánast öll hjá Stöð 2 en
minni hjá SL og Atlanta.
Hvað kostar flugið í
raun?
En hvað kostar í raun farþega-
sæti með nútíma þotu frá ís-
landi til nágrannalands? Ljóst
er að það verðlag sem verið
hefur við lýði hjá flugfélögum
er á miklu háflugi fyrir ofan
raunveruleikann. Ferðaskrif-
stofur kaupa heilu búntin af
farmiðum hjá flugfélögum á
lágum verðum, sem þær síðan
framselja í alls konar pökkum
fyrir stórfé.
Við vitum ekki hver kostnað-
ur af flugi 360 sæta þotu í 2,30
klst. kostar, ekki nákvæmlega.
En gefum okkur að vélin sé
hlaðin með 6000 gallonum af
eldsneyti, sem kostar um það
bil 20.000 dollara fram og til
baka. Lendingargjöld og þjón-
usta á flugvöllum og fleira gæti
kostað annað eins. Aðeins þess-
ir tveir stóru póstar kosta þá
2,8 milljónir króna, - eða nærri
7.800 krónur á hvern farþega.
Hér er ekki allur kostnaður inni
í myndinni og útreikningurinn
er losaralegur, en talsvert í átt-
ina.
Það er hins vegar ljóst að
álagning á farmiða Stöðvar 2
farþega er lítil. Eða er hún eng-
in?
Hvað um það. Almenningur
fagnar tækifærinu til að komast
til útlanda fyrir spottprís. Með-
an ferðast er verður Stöð 2 á
skjánum og býður ferðalangana
velkomna þegar þeir koma
heim, sólbrúnir og hressir eftir
ferðalagið. -JBP
Ferðakóngar svitna yfir
Stöðvar 2 - fargjaldinu
Möðruvellir
Fæðingarorlof - rýmkaður réttur
Ingibjörg
Pálmadóttir
heilbrigðisráð-
herra skrifar
gestaleiðara
Réttur foreldra til fæðing-
arorlofs er mikilvægur
fyrir fjölskyldur yngstu
þjóðfélagsþegnanna. Fyrir
þroska nýfædds barns er dýr-
mætt að það fái næði til að
mynda tengsl við sína nánustu
fyrstu mánuðina því lengi býr
að fyrstu gerð. Stálpuð börn
sem eru tekin í fóstur eða ætt-
leidd þurfa ekki síður sinn að-
lögunartíma. Fyrir nokkru lagði
ég fram á Alþingi frumvarp um
breytingar á ákvæðum laga um
fæðingarorlof og almannatrygg-
ingar, sem var samþykkt sam-
hljóða. Með breytingunum, sem
þegar hafa tekið gildi, er Iagður
grunnur að auknum rétti
mæðra til fæðingarorlofs.
Helstu nýmœli frumvarpsins
erw
• Fæðingarorlof vegna barns,
yngra en 5 ára, sem tekið er í
varanlegt fóstur, lengist úr 5
mánuðum í 6. Það er í sam-
ræmi við breytingu á lögum
frá árinu 1995 þegar fæðing-
arorlof vegna frumættleiðing-
ar barns var lengt um einn
mánuð.
• Fæðingarorlof við ijölbura-
fæðingar lengist um 3 mán-
uði fyrir hvert barn umfram
eitt, í stað eins mánaðar áð-
ur. Þannig er gert ráð fyrir að
fæðingarorlof tvjburamóður
verði 9 mánuðir og þríbura-
móður 12 mánuðir. Fæðing-
arorlof foreldra sem ættleiða
eða taka í fóstur fleiri en eitt
barn, lengist samsvarandi.
• Dvelji barn á sjúkrahúsi eftir
fæðingu lengist fæðingarorlof
um allt að 4 mánuði. Börn
sem þurfa að dvelja á sjúkra-
húsi eftir fæðingu vegna al-
varlega veikinda eru tæplega
200 á ári.
• Heimilt verður að framlengja
fæðingarorlof vegna alvar-
legra veikinda barns um allt
að 3 mánuði, í stað eins mán-
aðar nú.
• Heimilt verður að lengja fæð-
ingarorlof um allt að 2 mán-
uði vegna alvarlegra veikinda
móður eftir fæðingu.
Foreldrar Ijölbura hafa lengi
bent á nauðsyn þess að lengja
fæðingarorlofið um meira en
einn mánuð fyrir hvert barn
umfram eitt. Fæðingum íjöl-
bura hefur fjölgað nokkuð á
síðari árum, ekki síst vegna
starfsemi glasafrjóvgunardeild-
ar Landspítalans, og eru nú um
80 á ári að meðaltali. í frum-
varpinu er komið verulega til
móts við óskir íjölburaforeldra
með því að lengja fæðingaror-
lofið um 3 mánuði fyrir hvert
barn umfram eitt.
Heimildarákvæði um lengra
fæðingarorlof, vegna barna sem
dvelja á sjúkrahúsum eftir fæð-
ingu, er fyrst og fremst hugsað
sem réttarbót fyrir mæður fyr-
irbura. Gera má ráð fyrir að
Qögur börn af hverjum hundrað
fæðist fyrir lok 34 vikna
meðgöngu, samkvæmt upplýs-
ingum fæðingardeildar Land-
spftalans.
Sérstaklega vil ég vekja at-
hygli á bráðabirgðaákvæði
frumvarpsins, þar sem tekið er
fram að framlengt fæðingaror-
lof eftir samþykkt frumvarpsins
skuli gilda fyrir foreldra sem
voru í fæðingarorlofi 1. janúar
1997. Þetta þýðir að kona sem
eignaðist tvíbura á árinu 1996,
og hafði ekki lokið fæðingaror-
lofi samkvæmt núgildandi lög-
um á nýársdag, getur fengið
fæðingarstyrk á 3 mánuði í við-
bót. Á sama hátt gæti hún feng-
ið fæðingardagpeninga í þrjá
mánuði í viðbót, enda hafi hún
lagt niður launuð störf og
launagreiðslur fallið niður þann
tíma.
Með þessum breytingum hef-
ur margt varðandi rétt til fæð-
ingarorlofs verið fært í betra
horf. En betur má ef duga skal
og enn má gera betur. Öll rétt-
indi til töku fæðingarorlofs mið-
ast við að annað foreldranna
sinni barninu í einu. Algengast
er að það hlutverk falli móður-
inni í skaut þrátt fyrir ákvæði
um að foreldrar megi skipta
fæðingarorlofinu. Ég álít að það
sé heillavænlegt fyrir fjölskyld-
una alla, líka eldri systkini, að
foreldrar fái saman næði til að
njóta þess að annast og kynnast
nýju barni. Því er næsta verk-
efni að tryggja feðrum rétt til
fæðingarorlofs.