Dagur - Tíminn Reykjavík - 17.05.1997, Qupperneq 5
4Dagur-®ímmn
Laugardagur 17. maí 1997 - 5
Fiskiðjusamlag Húsavíkur
Ferðamanna-
frystihús
Ákveðið hefur verið
að opna frystihús FH
fyrir ferðamönnum en
hugmyndin er vel
þekkt erlendis í verk-
smiðjurekstri.
tlunin er að tengja er-
lenda ferðamenn við
framleiðsluvörur FH í
heimalandinu og kynna í leið-
inni íslenskan sjávarútveg. Á
næstu vikum verður fyrirtækið
skráð á Verðbréfaþingi íslands
en það hefur verið á Opna til-
boðsmarkaðnum. Sigurjón
Benediktsson, stjórnarformaður
FH, segir að Húsavíkurbær
muni minnka hlutdeild sína á
næstu misserum, og skráningin
sé því eðlilegt framhald til þess
að opna leið fyrir nýja ijárfesta
inn í félagið sem eykur ijöl-
breytileika hluthafaflórunnar
og styrkir félagið til framtíðar.
Húsavíkurbær er stærsti hlut-
hafinn með 42,6%, síðan kemur
Kaupfélag Fingeyinga með
15,5%.
Verulegur viðsnúningur hef-
ur orðið í rekstri Fiskiðjusam-
lags Húsavíkur á fyrstu sex
Rekstrartap
fyrstu sex
mánuði rekstrar-
ársins nemur
36 milljónum
króna.
mánuðum rekstrarársins, sem
hófst 1. september. Hagnaður
fyrir afskriftir og ijármagns-
kostnað nemur 138 milljónum
króna, sem er um 182 milljón-
um króna betri afkoma en allt
árið í fyrra. Fjármagnskostnað-
ur nam 95 milljónum króna og
vegur þar þyngst 34 milljóna
króna gengishækkun en um
23% af skuldum félagsins er í
sterlingspundum en pundið
hækkaði um 11% á tímabilinu.
Tap tímabilsins nemur 36 millj-
ónum króna þegar tekið hefur
verið tillit til hlutdeildar í 8
milljóna króna tapi dótturfé-
lags. Gert er ráð fyrir
áframhaldandi bata í rekstrin-
um á þessu ári og að reksturinn
verði réttu megin við strikið í
lok rekstrarárs.
GG
Síðbúið vor
Vorið hefur látið bíða eftir sér að undanförnu, sérstaklega norðanlands og austan. Þær Árný Ósk Árnadóttir og
íris Hlín Vignisdóttir í Ólafsfirði hafa ekki aflagt vetrarklæðnaðinn enda snjór á gangstéttum og götum. Knatt-
spyrnuvöllur þeirra Ólafsfirðinga var einnig klæddur snjóteppi, enda þegar búið að fresta fyrsta heimaleik þeirra
á sumrinu, gegn sjálfum íslandsmeisturum Skagamanna 22. maí, og verður hann á Akranesi en Skaginn kemur í
staðinn til Ólafsfjarðar 16. júlí. GG/Myrd: jhf
Ólafsfjörður
Verkfall boðað á Hvannabergi
Sjómannafélag Ólafsfjarðar
hefur boðað verkfall á tog-
aranum Hvannabergi ÓF
þann 6. júní nk., eign Sæbergs
hf. í Ólafsfirði, þar sem útgerð-
in hefur ekki fallist á að fulln-
usta dóm Félagsdóms og greiða
samkvæmt kjarasamningum.
Gunnar R. Kristinsson, varafor-
maður Sjómannafélagsins, seg-
ir að sjómenn hafi verið látnir
taka þátt í kvótakaupum og
engin merki um það að því
linni. Engar viðræður eru hafn-
ar milli deiluaðila. Hvannaberg
ÓF er á rækjuveiðum á Flæm-
ingjagrunni í fyrstu veiðiferð-
inni og þarf samkvæmt kjara-
samningum að fara í land komi
til verkfalls. Skipið kann hvort
heldur sem er að sigla t.d. til
Harbour Grace á Nýfundna-
landi eða sigla í 5 sólarhringa
til íslands. Veiði hefur verið
treg en hefur heldur verið að
glæðast.
Sævar Gunnarsson, formað-
ur Sjómannasambands íslands,
segir að það komi honum ekk-
ert á óvart að útvegsmenn vé-
fengi rétt sjómanna til þess að
ná fram rétti sínum, og allt eins
megi búast við að útgerðar-
menn Hvannabergsins, Sæ-
bergsmenn, vísi málinu til Fé-
lagsdóms. Hann segir ekki ótt-
ast þá niðurstöðu komi til kasta
Félagsdóms.
GG
Stutt & laggott
R-listinn heldur hátíð
Borgarstjóri og borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans bjóða
stuðningsmönnum sínum til hvítasunnuhátíðar á Hótel Borg
annan í Hvítasunnu. Tilefnið er að nú eru 3 ár síðan listinn
sigraði í borgarstjórnarkosningum. Rétt ár er til næstu
kosninga og er undirbrúningur þeirra þegar hafinn. Veislu-
stjóri verður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgastjóri, ræðu-
maður kvöldsins verður Einar Már Guðmundsson, rithöf-
undur og Jóhannes Kristjánsson, eftirherma, bregður á
leik, svo nokkuð sé nefnt.
Vorhátíð æfingaskólans
Fjölmennt var á vorhátíð sem foreldafélag Æfingaskólans
hélt í síðustu viku. Hátíðin hófst með skrúðgöngu, lúðra-
sveit og ölllu tilheyrandi. Farið var í ýmsa leiki, m.a. hjól-
reiðakeppni og á myndinni má sjá nokkra keppendur. Þá
sáu börn og foreldrar um veitingasölu og settu upp lítið
notalegt kafiishús. Einnig var stutt menningardagskrá, þar
sem nemendur léku á hljóðfæri og lásu frumsamin Ijóð.
Njörður stórmeistari
Njörður P. Njarðvík, prófessor, var kjörinn stórmeistari al-
þjóðlegu Sam-Frímúrarareglunnar á ráðstefnu reglunnar í
París á dögunum. Njörður gegnir þessu virðulega embætti
næstu fimm árin og er þetta í fyrsta skipti í 104 ára sögu
reglunnar, sem kosinn er stórmeistari, sem ekki hefur
frönsku að móðurmáli. Sam-Frímúrarareglan, „Mannlegt
réttlæti“ eða „Le Droit Humain“, starfar í 58 löndum, en
aðalstöðvar hennar eru í Frakklandi. Reglan hefur starfað
hér á landi frá 1921. Njörður hefur verið yfirmaður ís-
landssambandsins frá 1985.
Hrukkurnar burt
Nú er hægt að nota leisertækni til að sjóða burt hrukkurnar
úr andliti fólks. Læknastöðin í Álfheimum hefur keypt tæki
sem hægt er að nota við húðlýtaaðgerðir og á myndinni má
sjá læknana Einar Thoroddsen og Páll M. Stefánsson og Þor-
stein Hjaltason, ráðgjafa hjá Glitni, sem fjármagnar kaupin.
Andlitshúðin lætur á sjá með aldrinum og reykingar,
streita, sólböð og mengun geta einnig sett mark sitt á hana.
Með þessari nýju leisertækni á að vera hægt að minnka
hrukkur eða jafnvel eyða þeim alveg. Einnig á að vera hægt
að lagfæra ör eftir bólur og íleira. Einnig kann að vera
mögulegt að eyða húðflúri af vissum húðsvæðum. Leiser-
geislum er beint að húðini og ysta lag hennar þannig soðið
burt. Við það strekkist á bandvef húðarinnar og nýtt jafnara
yfirborð vex aftur. Tækið ræður við allar venjulegar hrukk-
ur, segir í fréttatilkynningu en ekki ef þörf er á gagngerri
andlitslyftingu.
Merki kristnihátíðar
AIls bárust rúmlega 180 tillögur í samkeppni um merki
kristnihátíðarinnar, sem efnt var til nýlega. Sýning á tillög-
unum sem bárust verður opnuð almenningi í Tjarnarsal
Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn 17. maí. Úrslit verða
tilkynnt og verðlaun afhent í Ráðhúsi Reykjavíkur næstkom-
andi föstudag. -ab