Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.05.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.05.1997, Blaðsíða 2
2 - Miðvikudagur 21. maí 1997 áDagur-ÍEtnthm Ípottinum hefur verkfall Vestfirðinganna borið á góma. Vestfirðingurinn í pott- inum talaði um að þetta væri að verða eins og eftir byltingu, því verkfallsverðir væru til húsa í gamla sýslumannshús- inu við Pólgötu. Þar eru kveðnir upp úrskurðir um verkfallsundanþágur í gamla dómsalnum og Pétur Sigurðs- son situr í gömlu skrifstofu sýsiumanns og gefur út tilskip- anir fram og aftur... En á ísafirði hafa menn ver- ið að velta fyrir sér hvers vegna umhverfið á götum úti er svo fjölþjóðlegt. Annar hver maður er hreinlega útlending- ur! Skýringin er sú að erlenda vinnuaflið sem alla jafna er að vinna er nú í verkfalli og því orðið sýnilegra þar sem það spígsporar um stræti og torg... Það vakti mikla athygli í pottinum fyrir norðan þeg- ar Svæðisútvarpið á Akureyri las upp nöfn allra umsækj- anda um flokksstjórastarf hjá vinnuskólanum í Ólafsfirði, ails ein 14 nöfn. Þótti mönnum sem staða flokksstjóra ung- lingavinnunnar hefði vaxið í metorðastiga þjóðfélagsins, en yfirleitt eru það helstu topp- stöður sem fá svona meðferð. Ekki minnkaði álit manna á þessari stöðu við það að þar til þær nefnd mælti með 11 af þessum fjórtán til starfans... Menn ræddu um bílnúmer í Laugardalslauginni og þá frásögn þlaðsins af bílnúmeri Eggerts Magnússonar, for- manns KSÍ, sem er með FRÓN á bíl sínum. En í Ijós kom að Eggert á líka jeppa, - og númerið á honum er (að sjálfsögðu) KEX. Eggert er hugmyndaríkur maður og djarfur, sögðu menn í pottinum og bentu yfir á Laugardalsvöll sem KSÍ er að breyta í alvöru fótboltavöll... FRÉTTIR, Möðruvellir Akureyri Sóknarprestur- inn sat heima Fermingarbörnin, ásamt sr. Huldu Hrönn Helgadóttur og aðstoðarkonu, koma til kirkju, en þau klæddust fermingarkyrtlunum í húsi bústjórans á staðnum í stað prestbústaðarins. Myrd:GG Sóknarprest- ur Möðru- vallasóknar, sr. Torfi Stefáns- son Hjaltalín, kom ekki til fermingarguðs- þjónustu Möðruvallakirkju á annan dag hvítasunnu, en hann hafði aug- lýst messuna þar sem sagt var að sr. Hulda Hrönn Helgadóttir, sóknarprestur í Hrísey, mundi ferma börnin og taka til altaris, en hún hafði undir- búið þau í náms- leyfi sóknar- prestsins. Venju- lega er fermt á hvítasunnudag en þá messaði sr. Torfi í Möðru- vallakirkju. For- eldrar ferming- arbarnanna höfðu leyst sókn- arbönd við sr. Torfa í samráði við prófastinn, sr. Birgi Snæbjörns- son, samkvæmt lögum frá 1882 og höfðu því rétt á að láta annan prest ferma börnin. Ekki var vitað hvort sr. Torfi mundi mæta til fermingar- guðsþjónustunnar á annan dag hvítasunnu eins og hann hafði boðað, en bæði foreldrar ferm- ingarbarnanna og ijöldi annarra sóknarbarna vildu ekki nærveru prestsins og voru tilbúin að yfir- gefa kirkjuna kæmi til þess. Var m.a. rætt um að færa athöfnina í Akureyrarkirkju, kæmi til þess að sr. Torfi mætti. Sr. Torfi valdi hins vegar þann kostinn að vera heima í stofu (aðeins steinsnar frá kirkjunni) og því fór ferm- ingarguðsþjónustan fram og stóð í liðlega tvo tíma. Ræða sóknarprestsins Ijallaði um kær- leika manna í millum en rétt er að geta þess að íjölmiölum var meinuð aðganga að athöfninni. Biskup íslands, hr. Ólafur Skúla- son, hafði beint þeim tilmælum til sr. Torfa að kjörprestur leys- ingjanna fengi að ferma í kirkj- unni án hans nærveru, en að öðrum kosti yrði hann áminntur fyrir óhlýðni. hessi deila í Möðruvallasókn er orðin lang- vinn, og telur sr. Torfi Hjaltalín að á rétti hans hafi verið brotið, biskup hafi sýnt sér visst ofríki en sóknarbörnunum linkind. GG Atli Guðlaugs- son ráðinn skólastjóri Tón- listarskólans Bæjarstjórn Akureyrar réði í gær Atla Guðlaugsson, skólastjóra Tónlistarskóla Eyja- íjarðar, sem skólastjóra Tónlist- arskólans á Akureyri. Leynileg, skrifleg, atkvæðagreiðsla fór fram í bæjarstjórn um umsækj- endur og fékk Atli 8 atkvæði, Michael Jón Clarke, settur skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri, 2 atkvæði og einn seð- ill var auður. Skólanefnd Tón- listarskólans varð ekki sammála um umsækjendur þegar ráðning skólastjóra kom til ákvörðunar nefndarinnar 13. maí sl. Þar lét einn nefndarmanna, Lilja Stein- þórsdóttir, m.a. bóka: „Michael Jón Clarke er sá umsækjandi sem mesta menntun hefur af þeim umsækjendum sem um skólastjórastöðuna sækja og hann hefur einnig mikla reynslu, bæði við kennslu og skólastjórn. Hann er því hæfasti umsækj andinn. “ Sigríður Stefánsdóttir lét bóka að hún teldi þá Atla og Michael báða hæfa til starfsins. Atli Guðlaugsson tekur við skólastjórastöðunni af Guð- mundi Óla Gunnarssyni. GG Heiðmörk Salemi á borg- arstjóraplani Borgarráð og stjórn veitu- stofhana hafa samþykkt að verja allt að 2 milljónum króna til að koma upp salerni á svo- nefndu borgarstjóraplani í Heiðmörk. Þessi ákvörðun var tekin í framhaldi af beiðni Skógræktarfélags Reykjavíkur. Þar sem væntanfegt salerni yrði staðsett á verndarsvæði vatnsbóla er ekki um annað að ræða en að við það verði safn- tankur úr steinsteyptri öryggis- þró. -grh FRÉTTAVIÐTALIÐ Brýnt að endurskoða fram- kvæmd samræmdu prófanna Björn Bjarnason menntamálaráðherra 8. fulltrúaþing Kennarasam- bands íslands vegur að Rann- sóknastopiun uppeldis- og menntamála vegna mistaka við samrœmd próf. Ráðherra telur ástœðu til endurskoðun- ar á starfsháttum. - Kennarar segja það neikvœtt vega- nesti nemenda eftir 10 ára skóla- göngu að fá niðurstöður úr prófum sem vegna mistaka í framkvœmd sýni ekki raunverulega getu þeirra í ákveðnum námsgreinum. Þarf að endurskoða starfshœtti? „Það verður að standa þannig að málum að þessi mistök eigi sér ekki stað. Við erum að endurskoða ýmislegt varðandi Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála og það eru ýmsar breytingar á döfinni sem þó er ekki tímabært að geta nú. Það verður að búa þannig um hnútana að svona hlut- ir endurtaki sig ekki.“ - Kennarasambandið beinir því til framhaldsskóla að líta ekki á niður- stöður samrœmdra prófa sem ein- hliða mœlistiku við inntöku nemenda í framhaldsnám. „Það stendur í lögum að samræmdu prófin séu ekki einhlít mælistika." - En fara ekki skólameistarar að langmestu leyti eftir niðurstöðum þeirra við inntöku nemenda? „Ja, nú verður þú að tala um það við þá.“ - KÍ segir einnig að miðstýring menntamálaráðuneytisins í gegnum samrœmd próf móti um of allt skóla- starf, sérstaklega á unglingastigi og gangi í raun þvert á markmið aðal- námskrár um námsefni og kennslu við hœfi hvers og eins. Prófin setji skólastarji þröngar skorður og dragi úr Jjölbreytni í kennsluháttum. Er menntakerjið of miðstýrt? „Það sem gerst hefur í menntakerf- inu er einhver mesta valddreifing sem orðið hefur í íslandssögunni með flutn- ingi grunnskólanna frá ríkinu yfir til sveitarfélaganna. Það er því ekki rétt að kenna miðstýringu um hvernig staðið er að skólastarfinu. Valdinu hef- ur verið dreift með róttækari hætti en á nokkru öðru sviði á undanförnum ár- um. Varðandi það að samræmdu próf- in séu miðstýringartæki, þá eru þau aðallega mælistika á frammistöðu. Margir hafa verið á móti þeim og efast um réttmæti þeirra, en ég er ekki í þeim hópi. Ég tel að þau hafi rétt á sér og hafi sitt gildi en auðvitað verður að standa sem best að framkvæmdinni." - KÍ átelur þau vinnubrögð að birta niðurstöður samrœmdra prófa í Jjölmiðlum áður en skólar og nem- endur fá þœr. „Við höfum ekki gert það og ég átta mig ekki á þessum orðum. Ég veit ekki um hvað þau snúast." - Ertu ánœgður heilt yjir með stefnuna á grunnskólastiginu? „Það er mikil uppstokkun í gangi og hugað að innra starfi skólanna. Ég tel engan vafa á að við séum á réttri braut.“ BÞ

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.