Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.06.1997, Qupperneq 4
16- Laugardagur 14. júní 1997
íDagur-tEtnmtit
Vandaöur
fatnaöur
frá
Frakklandi
Laugavegi 101
Sími 562 1510
r
£> Auglysmg
lll um innritun
1 nýnema
Heilbrígðisdeild: Hjúkrunarfræöi
Iðjuþjálfun
Kennaradeild: Grunnskólakennaranám
Leikskólakennaranám
Rekstrardeild: Rekstrarfræði
Iðnrekstrarfræði
Framhaldsnám í gæðastjórnun
Sjávarútvegsdeild: Sjávarútvegsfræði
Matvælaframleiðsla
Umsóknarfrestur nýnema fram-
lengdur til 25. júní nk.
Ákveðið hefur verið að kennsla í iðjuþjálfun
hefjist við heilbrigðisdeild Háskólans á Akur-
eyri á þessu hausti. Umsóknarfrestur'er til 25.
júní nk. og er einnig heimilt að sækja um ann-
að nám til þess tíma.
Með umsókn á að fylgja staðfest afrit af prófskír-
teinum. Með umsókn skal fylgja 25% skrásetningar-
gjalds, kr. 6.000,- sem er óafturkræft fyrir þá nem-
endur sem veitt er skólavist.
Skilyrði fyrir innritun í háskólann er stúdentspróf
eða annað nám sem stjórn háskólans metur jafngilt.
í framhaldsnám í gæðastjórnun gilda þó sérstök
inntökuskilyrði um B.Sc. gráðu í rekstrarfræði eða
annað nám sem stjórn háskólans metur jafngilt. Á
fyrsta ári í heilbrigðisdeild er gert ráð fyrir að fjölda-
takmörkunum verði beitt. Þannig verið fjöldi þeirra
1. árs nema sem fá að halda áfram námi á vormiss-
eri 1998 takmarkaður við töluna 30 í hjúkrunar-
fræði og 15 í iðjuþjálfun. Á fyrsta ári leikskólabraut-
ar í kennaradeild verður fjöldi innritaðra nemenda
takmarkaður við 40. Með umsóknum um leik-
skólakennaranám þurfa auk afrits af prófskír-
teinum að fylgja upplýsingar um starfsferil og
meðmæli tveggja aðila.
Umsóknarfrestur um húsnæði á vegum Félagsstofn-
unar stúdenta á Akureyri er til 20. júní 1997.
Umsóknareyðublöð og upplýsingar eru veittar á
skrifstofu háskólans, Sólborg, 600 Akureyri, sími
463 0900, frá kl. 8-16.
Upplýsingar um húsnæði á vegum Félagsstofnunar
stúdenta á Akureyri veitir Jónas Steingrímsson í
síma 894 0787 og 463 0968.
Háskólinn á Akureyri.
MENNING OG LISTIR
Cj(M UUi
- éje(tlh í '0HH
Gaui
Litli
skrifar
Ágœtu lesendur, ég
hef nú tekið að mér
að skrifa nokkra
pistla íDag-Tímann
þar sem bryddað
verður upp á ýmsu
sem getur komið
fólki í betra form.
egar ég tala um form á ég
við líkamlegan vöxt og
andlega líðan. Ég hef á
undanförnum mánuðum reynt
allskonar óhefðbundnar aðferð-
ir til að ná af mér aukakílóun-
um og það hefur gefist vel, en
það er ekki þar með sagt að all-
ar aðferðirnar hafi skilað ár-
angri. Sumt af því sem boðið er
upp á í líkamsræktar og fitu-
brennsluskyni er tómt bull.
Sú hreyfing sem blaðales-
endur fá er yfirleitt hefðbundin
og einhliða, þ.e. að renna aug-
unum í sífellu frá vinstri til
hægri. Þessi hreyfmg krefst að
sjálfsögðu ekki mikillar orku og
er ekki til þess fallin að brenna
fitu, þó að róleg áreynsla eins
og ganga brenni fítu fremur en
hröð áreynsla eins og sprett-
hlaup til dæmis.
Ekki eru heldur orkufrekar
þær hreyfmgar sem lesandinn
ástundar þegar hann teygir út
hendina og flettir síðu. Þetta
eru þó hvorutveggja ágætar
hreyfingar og góðra gjalda
verðar svo langt sem þær ná -
sem er örstutt. Meiri árangri ná
blaðalesendur líklega við að
innbyrða innihald blaðanna
sjálfra, það er iðulega fitu-
snautt en þó of oft þeim ann-
mörkum háð að vera nánast al-
veg án allrar næringar. Á því
eru þó ætíð undantekningar.
Þeir sem lesið hafa pistla
Guðbergs Bergssonar í DV hafa
t.d. vafalaust komist í hoilustu.
Innihaldsríkur orðaflaumurinn
og hugmyndaauðgin er slík að
hún hlýtur að örva menn til
dáða og ef ekki þá kitlar hann
að minnsta kosti hláturtaugarn-
ar. Ég man t.d. eftir pistli frá
Guðbergi í vetur sem fékk mig
til að skellihlæja, hreinlega
veltast rnn af
hlátri. Og þegar
menn eru farn-
ir að velta sér
um kvið (og þá
er ég ekkert
sérstaklega að
tafa um kvið
eins og ég hafði
í vetur) þá eru
menn hreinlega
komnir í lík-
amsrækt.
Guðbergur
er annars með
grennri mönn-
um, þá á ég við
að hann er einn
af þeim
grennri. Ég veit
ekkert hvaða
fólk hann um-
gengst dags
daglega. Hann
er ötull við
skriftir, iðinn
við kolann, eins
og sagt er. Ólík-
legt þykir mér
þó að skriftirnar grenni hann,
öllu nær er að álíta að höfund-
arlaunin geri það. Menn þurfa
að selja bækur í bílförmum á ís-
landi ef þeir ætla að fitna á því
lífsviðurværi. Það sem ég held
að ráði úrslitum í tilfelh Guð-
bergs er gangan. Hann gengur
og gengur og gengur. Ég hef
aldrei séð hann í bíl og er viss
um að hann gengur þangað til
hann kemst ekki lengra. Spurn-
ing er hinsvegar hvort hann
borði. Grundvallaratriði allrar
líkamsþjálfunar eru nefnilega
þrjú: hugsun, hreyfing og hollt
mataræði.
Ég lofaði í upphafi að brydda
upp á ýmsu sem komið gæti les-
endum í betra form. Hér kemur
ráð númer eitt: Stattu upp, ekki
leggja blaðið frá þér, ekki strax.
Opnaðu blaðið fyrir miðju og
taktu miðsíðuna úr því og legðu
hana fyrir framan tærnar á þér.
Stígðu yfir síðuna og taktu eitt
stórt skref,
legðu þá næstu
á gólfið. Gerðu
þetta þangað
til blaðið er á
þrotum. Ég
legg áherslu á
að þú notir
Dag-Tímann,
Mogginn er allt
of stór og það
er mjög mikil-
vægt að ofgera
sér ekki í byrj-
un. Þegar þú
hefur stigið yfir
síðustu síðuna
skaltu snúa þér
við, blasir þá
við röð af dag-
blaðssíðum
með um það bil
meters milli-
bili. Nú skaltu
hoppa jafnfætis
yfir eina og
eina síðu í
senn. Þessa æf-
ingu má endur-
taka svo oft sem þrek og orka
leyfir en mikilvægt er að í lokin
séu blaðsíðurnar teknar upp í
réttri röð og menn beygi sig í
hnjánum við þá upptínslu.
Svo er nú það,
Gaui litli.
Höfundur er hreyfanlegur.
Opnaðu blaðiðfyr-
ir miðju og taktu
miðsíðuna úr því
og legðu hana fyrir
framan tœrnar á
þér. Stígðu yfir síð-
una og taktu eitt
stórt skref legðu þá
nœstu á gólfið.
Gerðu þetta
þangað til blaðið
er á þrotum.
Eg legg áherslu á
aðþú notir
Dag-Ttmann.
Sumarleikhilsið á Akureyri
Nýr leikhópur hefur tekið
til starfa á Akureyri og
eru æfingar þegar hafn-
ar. Þessi leikhópur kallar sig
Sumarleikhúsið og verður tii-
raun til að efla menningarlíf á
Akureyri yfir sumartímann, fyr-
ir heimamenn og gesti bæjar-
ins. Að Sumarleikhúsinu koma
vanir áhugaleikarar víða að af
landinu, úr nágrannabyggðum
og einnig frá Akureyri.
Sýndir verða tveir einþátt-
ungar (sýndir saman). Fyrra
verkið nefnist „Sumarið sem
aldrei kom“, höfundur er Val-
garður Stefánsson. Leikritið
ijallar um Skúla Skúlason, sem
fékk styrk frá Alþingi árið 1893
til þess að nema myndlist og
var styrkurinn hið fyrsta tillag
sem íslenskri myndlist var veitt
af opinberri hálfu. í verkinu er
rakin örlagasaga Skúla í svip-
myndum og þekktar persónur
koma við sögu, svo sem Tryggvi
Gunnarsson bankastjóri og
Matthías Jochumson. Hinn leik-
þátturinn nefnist „Sumarferð
með Sólon“, höfundur er Örn
Ingi Gíslason, í leikritinu er
slegist í för með Sölva Helga-
syni, landshornaflakkara og
listamanni, og dregin upp mynd
af honum sem listamanni með
skemmtilega persónutöfra sem
lét skoðanir sínar í ljós á gam-
ansaman hátt og aflaði sér
þannig vinsælda meðal alþýð-
unnar.
Leikstjórn annast Örn Ingi
Gíslason og sýningarnar fara
fram á Renniverkstæðinu við
Strandgötu og heíjast 20. júní
næst komandi.