Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.06.1997, Page 9

Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.06.1997, Page 9
^JD^árirffiántttet •iiaugantagur-JA>júnH997 -<21 LÍFIÐ I LANDINU AKUREYRARBÆR Grunnskólar Akureyrar Sameinaöur skóli á Suður-Brekkunni Eftirtaldar kennarastööur eru lausar til um- sóknar: Almenn kennsla í 4., 5., 6. og 7. bekk. Sérkennsla. Smíðakennsla. Upplýsingar veita starfandi skólastjórar í síma 462 4241 og 462 4449, skólafulltrúi í síma 460 1461 og starfsmannastjóri Akureyrarbæjar í síma 462 1000. Glerárskóli Eftirtalin kennarastaða er laus til umsóknar: Almenn kennsla í 1. bekk. Auk þess vantar deildarþroskaþjálfa til að annast unglingavistun fyrir fatlaða nemendur og þroska- þjálfa/leikskólakennara í almenna skólavistun. Upplýsingar veita skólastjóri og forstöðumaður vistunar í síma 461 2666, skólafulltrúi í síma 460 1461 og starfsmannastjóri Akureyrarbæjar í síma 462 1000. Mannvænleg kynslóð að vaxa úr grasi „Við hittumstfyrst í Sjallanum 1969 en það var aðalstaður- inn og algengt að fólk hitti tilvonandi maka sinn þar, “ segir Helga Jóns- dóttir þegar hún er spurð um það hvar hún hitti eiginmann sinn Kolbein Sigur- björnsson. Kolbeinn er frá Reykjavík en Helga frá Akureyri og þau höfðu aldrei hitt hvort annað fyrr en þarna. „Kolli var á leið í brúðkaup bróður síns og var bara þetta eina kvöld á Akureyri en við ákváðum að hittast aftur og höfum verið saman síðan.“ Sambönd opinberari í dag Urðu þau vör við aukið frjáls- yndi á þessum árum í gegnum hippamenninguna? „Það hefur svo mikið verið talað um þetta en einhvern veg- inn þá fór þetta mikið til fram hjá manni. Auðvitað voru hipp- ar sem bjuggu í kommúnum en þeir voru svo fáir og þessi menning náði lítið til okkar kynslóðar,“ segir Kolbeinn. „Þetta var tíminn þó hann hafi kannski ekki náð allaleið hing- að. Að vísu var þetta allt annað en hjá foreldrum okkar að því leyti að frelsið og umburðar- lyndið var meira og krakkar voru yngri þegar þeir fóru að slá sér upp,“ bætir Helga við. Halda krakkar í dag í frjáls- lyndi ykkar kynslóðar? „Sambönd hjá yngri krökk- um eru opinberari í dag gagn- vart foreldrunum en var hjá okkur. Krakkar eru líka mun sjálfstæðari,“ segir Helga og Kolbeinn bætir við að með þeirra kynslóð hafi krakkar verið farnir að eignast sitt eigið herbergi, húsakynni hafi öll orðið miklu rýmri, „og þess vegna var miklu minna mál að koma heim með kærastann eða kærustuna.“ Ungt fólk skynsamara Hvað Jinnst þeim frábrugðið í dag miðað við þau ár þegar þau voru að byrja saman? „Aðallega samband foreldra og barna. Það er miklu opnara og sjálfsagðara að ræða saman og vera saman. Líka það að allt gekk svo hratt fyrir sig. Maður fór að vera í föstu sambandi og strax var farið að plana að eignast húsnæði og allt inn í það. Fólk fór alltof fljótt í það að verða ráðsett. Forgangsröð- in var önnur og sjálfstraustið sem þurfti til að ganga á móti straumnum kannski frekar til staðar í dag en var þá“ segir Helga. Kolbeinn segir miklu minni kröfur gerðar. „Krakkar í dag eru miklu skynsamlegri en við vorum. Þeir fara í Ikea, geta eignast það sem þau þurfa á ódýran hátt. Þeir njóta lífsins, ferðast og eru ekkert að hugsa um það að eignast húsnæði og bíl. Þarna kemur að vísu inn í að í dag er miklu auðveldara fyrir ungt fólk að fara erlendis í nám og ungt fólk er hvatt til þess. Það er líka allt annar hugsanagangur og áhersla á aðra hluti,“ og hann bætir við, „ég er sannfærður um það að íslendingar hafa aldrei átt mannvænlegri kynslóð og jafn vel úr garði gerða en þá sem er að vaxa úr grasi núna.“ hbg Jass á Aksjón Café 16. júní Mánudagskvöldið 16. júm' verður jasskvöld á Ak- sjón Café. Af því tilefni hefur verið settur saman kvart- ett valinkunnra jasstónlistar- manna víðsvegar að, en kvart- ettinn skipa þeir Ómar Einars- son á gítar, Jóel Pálsson á ten- órsaxafón, Birgir Bragason á bassa og Karl Petersen á trommur. Ómar Einarsson spilaði gít- ardúett með Hilmari Jenssyni á Aksjón Café fyrir skömmu við góðar undirtektir, en Ómar hef- ur komið víða við og var m.a. nemandi hins fræga John Ab- ercrombie. Jóel Pálsson er einn af efnilegustu jassleikurum af yngri kynslóðinni. Þeir Jóel og Karl Petersen hafa báðir stund- að nám við Berkley-tónlistarhá- skólann en Karl kennir við Tón- listarskólann á Akureyri og hef- ur verið mikilvirkur í tónlistar- líiinu í bænum. Birgir Bragason hefur leikið víða og er jafnvígur á jass og dægurtónlist. Þeir Jóel og Birgir leika með hljómsveit- inni Milljónamæringunum. Umsóknarfrestur er til 27. júní nk. Umsóknum skal skilað til starfsmannadeildar í Geislagötu 9 og þar fást einnig umsóknareyðublöð. Starfsmannastjóri. J Leikskólar Seltjarnarness Lausar stöður við leik- skólann Mánabrekku v/Suðurströnd Leikskólakennarar eða starfsmenn með sambæri- lega menntun óskast til starfa við leikskólann Mána- brekku frá 1. ágúst nk. Uppeldisstefna leikskólans er umhverfis- og náttúru- vernd. Hafið samband og kynnið ykkur starfsemina. Upplýsingar gefur Dagrún Ársælsdóttir, leikskólastjóri í síma 561 1375. Einnig veitir leikskólafulltrúi upplýsingar um störfin í síma 561 2100. Leikskólar Seltjarnarness eru reyklausir vinnustaðir. Leikskólafulltrúi. 9runnskólunum W*** í Ólafsfirði Kennarar - Kennarar Staða mynd- og handmenntakennara er laus til umsóknar. Einnig vantar kennara til stærð- fræðikennslu í 8.-10. bekk og kennslu yngri barna. Umsóknarfrestur er til 25. júní nk. Nánari upplýsingar gefa Soffía Eggertsdóttir í Barnaskóla Ólafsfjarðar; skólasími 466 2245; heimasími 466 2357, og Óskar Þór Sigurbjörnsson skólastjóri Gagnfræðaskólans í Ól- afsfirði; skólasími 466 2134; heimasími 466 2357. Ólafsfjarðarbær - Skólanefnd.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.