Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.06.1997, Qupperneq 16

Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.06.1997, Qupperneq 16
>28 -'baugardagur, 14. -júnbí&97 Pagur^SIutTOttt Gunnar Sverrisson Jóhannes Sigurjónsson skrifar S lesendabréfl á dögunum var því haldið fram að Dagur- Tíminn væri óþolandi mál- gagn karlrembusvína, þar sem blaðið sá ástæðu til að birta for- síðuviðtal og framhaldsumfjalla um einhvern bilaðan Banda- ríkjamann sem kom til Akureyr- ar á eiginkonuveiðar. Aðrir hafa haldið því fram að kvenrembu- rottur ráði ríkjum á blaðinu og vitna til skeleggra pistlaskrifa Hlínar Agnarsdóttur og Rann- veigar Vigfúsdóttur því til stað- festingar. Pessi tvö sjónarmið staðfesta auðvitað að Dagur-Tíminn er á réttri leið, er sem sé málgagn karla og kvenna. Þannig að ef einhverjir gangrýnendur blaðs- ins fara að rórilla yfir því að það sé hreinræktað barnablað eða málpípa unglinga, þá er stutt í að Dagur-Tíminn sé orðið blað allra landsmanna. Skortur á samskipta- genum karla Og fyrst við erum að skrifa um konur og karla. í fréttatíma breskrar sjónvarpsstöðvar í vik- unni var töluvert ijallað um nýja uppgötvun vísindamanna sem skýrir eðlislægan mun karla og kvenna. Það hefur sem sé komið í ljós (ég lýsi þessu gróflega því ég hef ekki rannsóknarniður- stöður í höndum), að konur hafa eitt tiltekið og ákaflega merkilegt gen fram yflr karla, svokallað „social gene“ upp á engilsaxnesku, sem við getum líklega kallað samskipta-genið á íslensku. Þessir genetísku yfir- burðir kvenna hafa það í för með sér að þær eiga auðveldara með að tala um hlutina og koma orðum að hugsun sinni, eru slyngari í samskiptum og tjá- skiptum og hafa meiri þörf til að kryfla persónuleg vandamál til mergjar og leysa þau. Og sam- skiptagenið skýrir einnig hið svokallaða kvenlega innsæi, sem körlum mun ekki áskapað. Skortur karla á þessu sam- skiptageni gerir það að verkum að þeir eiga erflðara með að tjá sig, hafa minni þörf fyrir að kafa djúpt í málin og verða fyrir bragðið meiri durtar og þumb- arar í samskiptum en konur. Þeim hættir til að skjóta fyrst og spyrja síðan. Karlmenn eru sem sé kábojar og Clint Eastwood prótótýpa karlmannsins. Að skúra gólf eða drepa Þessa niðurstöður eru svo sem engin ný tíðindi og þarf aungva gena-vísindamenn til að átta sig á að tilfinningalífið, eða a.m.k. birtingarmynd þess, er með öðrum hætti hjá konum en körl- um. Vísindamenn hafa hinsveg- ar velt fyrir sér skýringu á þess- ari misskiptingu samskiptagen- anna sem náttúrlega er nauð- synleg frá náttúrunnar hendi, því annars væri hún ekki til staðar. Og þeir telja að hún stafi af því að skortur á samskipta- geninu hafi auðveldað körlum í árdaga að þjóta til veiða eða fara í stríð, án þess að velta verulega vöngum yfir ástæðun- um. Ef þeir hefðu búið að um- ræddu geni hefðu þeir e.t.v. þurft að ræða málin lengi og djúpt, leysa tilfinningaleg vandamál heimafyrir, skúra gólfið, stoppa í sokka osfrv. áður en þeir fóru til veiða eða víga- ferla, og þá hefðu vísast allir í ættbálknum verið dauðir úr hungri eða drepnir af ijendum. Skortur á samskiptageninu ger- ir karlmönnum sem sé kleift að framkvæma án þess að hugsa, og var ugglaust oft helvíti nauð- synlegt á steinöld. Eðlislægur þumbara- gangur En burtséð frá þeim vangavelt- um, þá er nú ljóst að þumbara- gangurinn er okkur karlmönn- um eðlislægur. Hann er inn- prentaður í forritið. Höfuðforrit- arinn á himnum hefur sem sé skapað okkur í sinni þumbara- mynd. Þarna liggja því ýmsir hundar grafnir. Óskir og kröfur kvenna síð- ustu áratugi um mjúka mann- inn, nýja manninn, hafa því ver- ið kröfur um að við karlmenn gengjum gegn okkar eigin gene- tísku uppbyggingu, afneituðum sjálfum okkur, höguðum okkur eins og við værum sauðdrukknir af samskiptageninu, að við vær- um til orðs og æðis líkari kon- um. Og hefur auðvitað staðið í mörgum manninnum að standa undir þessum óbilgjörnu vænt- ingum, enda flest auðveldara en að ganga gegn genum sínum. En þrátt fyrir það hafa ýmsir talið sig vera mjúka menn eða nýja menn og haga sér þannig. En slíkir hafa ljóslega siglt und- ir fölsku flaggi og reynst hrein- ræktaðir hentifánamenn. Hinn nýi, mjúki karlmaður er sem sé ekki til - nema sem tilbúningur kvenna. Það gengur sem sé enginn gegn genum sínum - án þess að tapa sjálfum sér.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.