Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.07.1997, Síða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.07.1997, Síða 3
,30agur-‘3BSrám ./ V. i Miðvikudagur ló. júlí 1997 - 15 LÍFIÐ í LANDINU SUNNAN HEIÐA Bílstjórar fagna í haust verður sérstakt punktakerfi sett til höfuðs ólöghlýðnum ökumönnum. Lífið í landinu tók nokkra ökumenn tali, norðan og sunnan heiða, og voru þeir allir hlynntir tilvonandi punktakerfi. Fólk keyrir bara ólöglega og allavega. Ég keyri t.d. á 60 km hraða hérna eftir Miklubrautinni og næ alltaf ljósum en svo rjúka strákarnir og stelpurnar fram úr manni,“ segir Halldór Sigurðsson, al- menniu- ökumaður, og er lítt hrifinn af samborgurum sínum í umferðinni. „Mér finnst alveg sjálfsagt að setja upp svona punktakerfi," sagði hann með áherslu og var sannfærður um að kerfið ætti eftir að bæta um- ferðarmenningu landsmanna. •„Mér finnst þetta hið besta mál. Það má kannski segja að þetta sé dálítið harkalegt, punktasöfnunin mætti vera vægari,“ sagði Ásgeir Guð- mundsson, leigubflstjóri, en hann var ánægður með að yfir- völd væru að búa til kerfi sem leiddi til þess að fólk yrði tekið á beinið, virti það ekki umferð- arlögin. „Þetta er nauðsynlegt aðhald í umferðinni.“ •„Mér finnst þetta að vissu leyti mjög sniðugt. Menn eiga eftir að halda aftur af sér,“ sagði Guðmundur Björgvinsson, kókbflstjóri, með sannfæringu. •»Ég sem atvinnubflstjóri hef séð marga fara yfir á rauðu ljósi, virða ekki stöðvunar- skyldu eða hægri réttinn. Það verður að gera eitthvað í þess- um frumskógi hérna. Manni finnst maður eins og eitt lítið dýr í frumskóginum og passar að það sé ekki ráðist á sig - þó maður sé á stórum bfl,“ sagði Guðmundur og hallaði sér upp að traustbyggðum kókbflnum. Guðmundi líður eins og litlu dýri í umferðarfrumskóginum Halldór er mjög ánægður með upptöku punktakerfisins. Nauðsynlegt aðhald, segir Ásgeir leigubílstjóri. Mynciin þök Punktakerfið Ekki er ætlimin að fara í sér- stakt eftirlitsátak í kjölfar punktakerfisins, eða eins og starfsmaður Umferðarráðs orð- aði það þá er ekki ætlunin að fara að hundelta menn. En sértu tekin(n) fyrir eftirtalin brot og hefur safnað þér 12 punktum (sem getur auðveld- lega gerst á einu kvöldi sértu annars hugar) þá missir þú prófið í 3 mánuði og engin miskunn! Við þetta verður að bæta að punktarnir fyrnast á 3 árum, hafir þú ekki komist í 12 punkta markið. Vegna of hraðs aksturs: • Ekið á allt að 20 km hraða yfir leyfðum hámarkshraða= 1 p. • Ekið á 21-30 km hraða yfir leyfðum hámarkshraða = 2 p. • Ekið á 31-40 km hraða yfir leyfðum hámarkshraða = 3 p. • Ekið á 41 km eða meira yfir leyfðum hámarkshraða = 4 p. 4 PUNKTAR FYRIR: • Akstur á móti rauðu ljósi. 3 PUNKTAR FYRIR: • Ekið fram úr þar sem það er bannað. • Stöðvunarskylda ekki virt. 2 PUNKTAR FYRIR: • Óhlýðni ökumanns við leið- beiningum lögreglu. • Brot á skyldum við umferðar- óhapp. • Akstur gegn einstefnu. • Ekið ógætilega fram úr hóp- bifreið við biðstöð. • Framúrakstur hindraður vís- vitandi. • Ólöglegur framúrakstur á vegamótum. • Framúrakstur við gangbraut. • Biðskylda ekki virt. • Akstur bifreiðar eða bifhjóls án réttinda í fyrsta og annað sinn. • Skráningarmerki vísvitandi gerð ógreinileg. NORÐAN HEIÐA Veitir aðhald „Kemur ekkert við fólk að borga kannski þúsund kall í sekt vegna umferð- arlagabrots," segir Erlendur Haraldsson, strætisvagnastjóri. Er til bóta „Akureyringar latir við að nota stefnuljós," segir Ásta Eggertsdóttir. Myndir: JHF Jú, ég sé mikið af brotum í umferðinni á hverjum degi og því held ég að punkta- kerfið muni koma að gagni. En þetta verður erfitt til að byrja með svona á meðan ökumenn eru að læra á tilvist kerfisins. Þetta veitir þeim aðhald. Nei, sjálfur er ég ekkert hræddur við þetta kerfi - ég hef passað mig hingað til,“ segir Erlendur Har- aldsson, strætisvagnastjóri á Akureyri. „Ég held að þetta sé það eina sem dugar. Það kemur ekkert við fólk að borga kannski þús- und kall í sekt vegna umferðar- lagabrots. Sektir þurfa að vera hærri ef þær eiga að skila einhverjum árangri. Verst þykir fólki náttúrlega að missa prófið, einsog mun gerast þegar tólf punktum er náð,“ segir Erlend- ur. -sbs. I Mér finnst þetta kerfi sniðugt að mörgu leyti - og ég nefni þar sérstak- lega að nú gefur punkta að aka yfir á rauðu ljósi og sömuleiðis ef þú ekur yfir lögbundnum há- markshraða. Þetta er til bóta,“ sagði Ásta Eggertsdóttir, Akur- eyringur sem við hittum í Strandgötunni. Ásta segist sjálf fara um göt- urnar með löglegum hætti - að sínu mati að minnsta kosti. Hinsvegar segist hún verða afar oft vör við ýmis konar glappa- skot annarra ökumanna í inn- anbæjarumferðinni á Akureyri. „Ég tek til dæmis eftir því að Akureyringar eru afskaplega latir við að nota stefnuljós - og þeir eru reyndar alveg afleitir í þeim efnum,“ sagði hún. -sbs. í 1 PUNKT FYRIR: • Ef bifreið er ekið á gangstíg eða gangstétt. • Ekið á röngum vegarhelm- ingi. • Of stutt bil á milli ökutækja. • Forgangur hópbifreiðar við biðstöð ekki virtur. • Ekki vikið eða dregið nægi- lega mikið úr hraða þegar mætt er ökutæki. • Brotinn almennur forgangur umferðar (hægri reglan). • Brot á skyldum gagnvart gangandi vegfarendum. • Ökutæki lagt eða það stöðvað þannig að það valdi óþægind- um eða hættu. • Ökuljós ekki kveikt. • Ekið með háum ljósgeisla þegar nota á lágan. • Ekið hraðar en aðstæður leyfa. • Bifhjóli ekið samhliða öðru ökutæki. • Bifhjóli ekið um gangstétt eða gangstíg. • Skráningarmerki vantar eða þau eru ógreinileg. • Öryggisbelti og annar örygg- isbúnaður ekki notaður í akstri. • Ökumaður eða farþegi á bif- hjóli án hlífðarhjálms.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.