Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.07.1997, Page 1
Kannski á hann eft-
ir að verða frœgasti
kötturinn á íslandi.
í það minnsta frum-
herji. Lista-Loki
opnaði sýningu
sína „Líf mitt með
geggjuðum lista-
manni' á laugar-
daginn í Interna-
tional Gallery of
Snorri Ásmundsson
sem er í Listagilinu
á Akureyri.
Loki er rúmlega tveggja ára
högni af norsku skógar-
kattarkyni og er með ein-
dæmum gáfaður og listfengur
köttur eða svo segir sambýlis-
maður hans Snorri eða geggjaði
listamaðurinn. Þetta er fyrsta
einkasýning Loka en hann hef-
ur tekið þátt í í sýningu með
fjöllistahópnum „5 & cat“.
Á sýningunni eru 26 málverk
og ijalla þau um líf listakattar-
ins með listamanninum Snorra
og uppátækjum hans sem oft
hafa verið mikil ævintýri. „Þetta
líf hefur oft reynt á þolrif okkar
beggja," segir Snorri og Loki
malar til samþykkis.
Er ekki hálf skrýtið að dýfa
loppunum í málningu og láta
vaða?
„Þetta er
náttúrulega
málning sem
auðveldlega
næst af,“ segir
Loki hneykslað-
ur og Snorri
bætir við að
hann lalli bara
um og máli
þannig og
skreyti með fót-
unum.“ Sjálfur
sér Snorri um
að grunna áður en listaköttur-
inn fer af stað.
Rífandi saia
Bókalestur varð til þess að
Snorri fór að merkja hina miklu
listrænu hæfileika hjá Loka. „Ég
las bók sem heitir „How cats
paint“, og fannst hún stórkost-
leg. Þó nokkuð margir kettir í
Bandaríkunum hafa haldið sýn-
ingar og sumir eru að selja
verkin sín fyrir tíu þúsund doll-
ara. Og Loki er enginn eftirbát-
ur þeirra eins og sýningin sann-
Kótturinn hefur, á
sinni fyrstu einka-
sýningu, selt Lista-
safni Akureyrar
fjögur verk. Það
gerðist á fyrsta
degi!
ar og hefur nú þegar, á sinni
fyrstu einkasýningu, selt Lista-
safni Akureyrar fjögur verk.
Geri aðrir betur!
„Kettir eru mjög listrænir.
Þeir eru skyggnir og geta t.d.
málað eftir fyrirmyndum eða
hermt eftir
verkum. Þetta
er alveg ótrú-
legt, þá horfa
þeir bara á eitt-
hvert verk og
mála svo eftir
því.“ Og Snorri
er sannfærður:
„Loki er mjög
sérstakur kött-
ur, hann hefur
fylgst með mér,
og þó þetta sé
fyrsta sýningin
hans hefur hann oft teiknað
með mér og málað.“
Loki er ekki líkur nafna sín-
um lævísa heldur hvers manns
hugljúfi og á marga vini í Lista-
gilinu á Akureyri. „Hann er
ákaflega félagslyndur og þekkt-
ur fyrir að mæta á tónleika (þá
röltir hann inn í Deigluna) og í
messur (skellir sér í Akureyrar-
kirkju). Hann var líka viðstadd-
ur eina jarðarför um daginn,“
segir Snorri. „Fólk er að koma
hingað inn til þess að heilsa
upp á hann alveg eins og mig.“
Byltingin
Kattalist er nýbreytni og svo
hefur verið um allar sýningarn-
ar í hinu nýja galieríi. Snorri
vill byltingu. „Bylting í listah'f-
inu er nauðsynleg, aimars úr-
kynjumst við í ófrjóum míni-
malisma og geldum endurtekn-
ingum. Neysla á lélegu sjón-
varpsefni, innantómum kvik-
myndum og tölvuleikjum gerir
okkur ófrjó á huga og sál. í
heilt ár hefur kvikmyndaunn-
andinn ég t.d. aðeins getað séð
3-4 myndir í bíói á Akureyri,
allt hitt hefur verið innantómt
rusl sem Akureyskir bíógestir
virðast sætta sig við. Ég hef
áhyggjur af komandi kynslóð-
um en allt fer að vísu eins og
það á að fara. Eins hefur h'tið
gerst í myndhst í mörg ár og
þessu er ég m.a. að breyta með
uppátæki mínu. Það veitir ekki
af að hræra svoUtið í menning-
arh'finu og segja hingað EN ekki
lengra með þessa úrkynjuðu
þróun. Lifi byltingin. Ég trúi á
ljósið og hjarta mitt sem vernd-
ar mig frá því að vera geldur
neytandi." Og það gerir Loki
listaköttur án efa líka enda ger-
ir hann sér far um að vera
öðruvísi og tekst vel upp, strax
búinn að selja fjögur verka
sinna. -mar
A fullu t listinni. Snorri tók þessar myndir að nóttu til þegar Loki var að
Ijúka við verkin. Skálarnar eru á sínum stað og svo dýfði hann bara lopp-
unum í þann lit sem heillaði hverju sinni og rölti af stað.
‘/6Í-3500
^Dagur-tEímxrm
LIFIÐ I LANDINU
Þriðjudagur 29. júlí 1997 - 80. og 81. árgangur -140. tölublað
wonwwroe express
EITT NÚMER AÐ MUNA
5351100
Blað
Hann var ekki í
stuði þegar Ijós-
myndarinn kom
askvaðandi.
Heldur stúrinn
og ekki ánœgður
með sambýlis-
mann sinn sem
reyndi að fá
hann til að horfa
í einhverju ólist-
rœna mynda-
vélalinsu.
Myndir JHF
Lokí listaköttur