Dagur - Tíminn - 29.08.1996, Side 4
4 - Fimmtudagur 29. ágúst 1996
flagur-míntmn
F R É T T I R
Suðurland
Viðræður á tveimur
stöðum í Árnessýslu
Selfoss
Ný sjón-
varpsstöð á
Suðurlandi
Útbreiðslusvæði nýju
sjónvarpsstöðvarinnar
verður í sjónlínu út frá
þaki Hótel Selfoss
Ný sjónvarpsstöð á Suður-
Iandi hefur útsendingar
um miðjan september.
Stefnt er að því að senda út
fimm erlendar sjónvarpsstöðv-
ar, sunnlenska rás og verið er
að semja um dreifingu á efni
frá Stöð 3.
Nokkur fyrirtæki og einstak-
lingar standa að fyrirtækinu
Sunnlensk fjölmiðlun sem rekur
nýju stöðina. Útbreiðslusvæði
hennar verður það svæði þar
sem sendir stöðvarinnar er í
beinni sjónlínu við viðtakanda,
en sendirinn er staðsettur á
þaki Hótels Selfoss. Þar með er
möguleiki á að ná útsendingum
stöðvarinnar í sumum hinna
íjölsóttu sumarbústaðahverfa í
Arnessýslu auk helstu þéttbýlis-
staða í nágrenni Selfoss.
Mastur og sendiloftnet stöðv-
arinnar eru samtals tæpir 17
metrar á lengd, en mastrið var
smíðað á verkstæði á Akureyri.
Erlendu stöðvarnar sem boðið
verður upp á eru Sky News,
Eurosport, MTV, Discovery og
TNT/Cartoon Network. Notast
verður við nýjustu tækni á
þessu sviði, en sendingar fara
fram í gegnum örbylgjur. Hægt
er að opna fyrir fleiri en eina
stöð í einu með þessari nýju
tækni. Þar sem fleiri en eitt
sjónvarpstæki eru á heimili er
því hægt að horfa á fleiri en
eina stöð á sama tíma.
Á dögunum var auglýst eftir
sjónvarpsstjóra hins nýja fyrir-
tækis og efnt var til samkeppni
meðal íbúa svæðisins um nafn á
nýju stöðinni. AIis bárust 300
nöfn í samkeppnina. -hþ
Forsvarsmenn átta
hreppa í uppsveitum Ár-
nessýslu hefja viðræður í
haust um sameiningu og á
Eyrarbakka og Stokkseyri er
verið að íhuga sam-
einingarmál.
Átta hreppar í upp-
sveitum Árnessýslu,
Laugardalshreppur,
Biskupstungnahrepp-
ur, Þingvallahreppur,
Grímsneshreppur,
Grafningshreppur,
Skeiðahreppur, Gnúpverja-
hreppur og Hrunamanna-
hreppur heíja viðræður í
haust um sameiningu, en þær
viðræður eru að frumkvæði
Biskupstungnahrepps. Gísli
Einarsson, oddviti Biskups-
tungnahrepps, segir að tillaga
um viðræður hafl verið send
til hinna hreppanna sjö, með-
al annars með hagkvæmnis-
sjónarmið í huga.
Nú þegar er töluverð sam-
vinna milli hreppanna, til
dæmis í heflsugæslu, atvinnu-
málum og einn byggingarfull-
trúi er fyrir alla hreppana
átta. Gísli segir að brú yfir
Hvítá við Bræðratungu sé for-
senda þess að af sameiningu
Biskupstungna- og Hruna-
mannahreppa geti orðið, en
það eru stærstu sveitarfélögin
í hópnum. Einn hreppanna,
Þingvallahreppur, fékk
þá tilskipun frá Fé-
lagsmálaráðuneytinu í
vor að honum yrði
gert að sameinast
öðru sveitarfélagi, þar
sem íhúar í hreppnum
voru orðnir færri en
50. Allar sveitarstjórn-
ir hinna átta hreppa hafa
fundað um málið og tekið já-
kvætt í umræður um samein-
ingu. Sameiningarviðræður
Eyrarbakka og Stokkseyrar
eru skemmra á veg komnar.
-hþ
Það er komið haust í goluna, flórsykur ( fjöllin og kartöflugrös falla. Á Syðri-Bakka í Húnavatnssýslu sýnist manni sumarið hafa
gert mönnum og hrossum gott. Svo gott að tími gefst til að taka stöðuna f smá spjalli manna á meðal, en fákarnir hugsa sitt.
DT-mynd GS
Læknafélag íslands
Viðræður fara fram á tveimur
stöðum í Árnessýslu á
næstunni um sameiningu
sveitarfélaga.
Læknar í sjálfboðavinnu
Fjármálaráðuneytið
hefur ekki sama
skilning á stöðunni
sem skapast hefur í
heilsugæslumálum og
heilbrigðisráðuneytið,
segir Læknafélag
íslands.
Læknafélag íslands telur að
allir landsmenn eigi að
njóta lágmarksöryggis við
þær aðstæður sem uppi eru
vegna deilu heilsugæslulækna
við ríkið. Af þeim sökum hefur
félagið átt gott samstarf við
heilbrigðisráðuneytið og m.a.
stuðlað að því að neyðarlæknar
væru til staðar þar sem langt er
til starfandi lækna eða næsta
sjúkrahúss. Félagar í LÍ hafa
Erobik -
Líkamsrækt
Óskum eftir dugmiklum einstaklingi til að sjá um
og annast rekstur líkamsræktarstöðvarinnar í
Hamri - félagsheimili Þórs, Akureyri.
Til greina kemur útleiga á allri aðstöðu eða afkasta-
hvetjandi launakerfi.
Upplýsingar veita Svala í síma 462 7551 eða Helgi í
síma 462 6244 eftir kl. 18.
gengið þessar neyðarvaktir án
endurgjalds, enda virðist sem
Qármálaráðuneytið hafi ekki
sama skilning á þessu máli og
heilbrigðisr áðuneytið.
Þetta kemur m.a. fram í yfir-
lýsingu stjórnar Læknafélags ís-
lands vegna uppsagna heilsu-
gæslulækna. Þar kemur einnig
fram að stjórn félagsins hefur
hafnað beiðni um að hafa
milligöngu um að fá lækna til
venjubundinna starfa á stöðum
þar sem læknislaust er. Enda
telur stjórn Læknafélagsins að
slík vinnumiðlun sé ekki í
verkahring þess né að það sé
skylda þess á meðan yfirvöld
hafa ekki lýst yfir neyðar-
ástandi.
í yfirlýsingu sinni ítrekar
stjórn LÍ þann ásetning sinn að
eiga áfram gott samstarf við
heilbrigðisráðuneytið um nauð-
synlegar aðgerðir af þessu tagi
til að sjúklingar skaðist ekki
vegna fjarveru fyrrum lækna
sinna.
f ályktun fundar stjórnar LÍ
vegna kjaradeilu heilsugæslu-
lækna er lýst yfir áhyggjum af
núverandi stöðu heilbrigðis-
þjónustunnar, jafnframt því
sem stjórnin skorar á samn-
inganefndir deiluaðila að finna
lausn á kjaradeilunni sem fyrst.
grh
BELTIN
yUMFERÐAR
RÁÐ
Reykjavík
Engar róttæk-
ar breytingar
Sjúkrahús Reykjavíkur
og Ríkisspítalar fá
aukafjárveitingu
Með samkomulagi um að-
gerðir í rekstri Sjúkra-
húss Reykjavíkur og
Ríkisspítala er komið í veg fyrir
að grípa þurfi til róttækra
breytinga á starfi sjúkrahús-
anna og fjöldauppsagna sem
annars voru áformaðar.
Að samkomulaginu standa
borgarstjóri Reykjavíkur, heil-
brigðis- og tryggingamálaráð-
herra og fjármálaráðherra. í
því er kveðið á um aukna sam-
vinnu og breytta verkaskiptingu
sjúkrahúsanna. Stefnt er að
sparnaði í rekstri sjúkrahús-
anna að upphæð 340 m.kr. mið-
að við heilt ár, en til þess að ná
því þarf að leggja í nokkurn
stofnkostnað. Jafnframt verður
Sjúkrahúsi Reykjavíkur veitt
230 m.kr. aukafjárveiting og
Ríkisspítalar fá 200 m.kr. Þá
stendur til að fram fari heild-
arskoðun á starfsemi sjúkra-
húsanna í Reykjavík og nær-
liggjandi byggðarlögum. Sú at-
hugun á að beinast að því að ná
fram frekari hagræðingu en
ákveðið hefur verið með sam-
komulaginu, án þess að gæði
þjónustunnar verði skert. gos
Utanríkisþjónustan
Nýr sendi-
herra Banda-
ríkjanna
Day Olin Mount er næsti
sendiherra Bandaríkj-
anna á íslandi, sam-
kvæmt tilkynningu frá sendiráði
Bandaríkjanna hér á landi. Til-
nefning hans í þetta embætti
var staðfest af Bandaríkjaþingi
í fyrra mánuði, en Mount mun
heija störf þann 3. september,
þegar hann hefur afhent Ólafi
Ragnari Grímssyni, forseta ís-
lands, trúnaðarbréf sitt.
Day Olin Mount hefur starfað
í utanríkisþjónustu Bandaríkj-
anna síðustu 26 ár og frá 1993
gengt stöðu yfirmanns í þeirri
deild utanrfldsráðuneytisins
sem íjallar um umhverfismál á
alþjóðlegum hafsvæðum. -sbs.
Dómsmálaráðuneytið
Vill lækka
umferöar-
slysum
Alþingi samþykkti á sl.
vetri þingsályktun er
varðaði m.a. umferðar-
öryggi og framkvæmdaáætlun.
Þar var stefnt að því á næstu 6
árum að fækka alvarlegum um-
ferðarslysum um 20%.
Því takmarki skal náð með
sameiginlegu átaki ríkis, sveit-
arfélaga, vátryggingarfélaga og
áhugahópa um umferðarörygg-
ismál í samvinnu við ökumenn
og samtök þeirra. GG