Dagur - Tíminn - 29.08.1996, Síða 6

Dagur - Tíminn - 29.08.1996, Síða 6
í hita baráttunnar um embætti fimmta forseta lýðveldisins í sumar lýstu allir frambjóðend- ur því yfir að þeir myndu gera fulla grein fyrir fjárhagslegum hliðum kosningabarátt- unnar, jafnt fyrir sem eftir kosningar. Nú haustar að og enn bólar ekkert á skýrslunum. Það liggur þó Ijóst fyrir að ólíkt því sem gerðist fyrir sextán árum, þeg- ar umframfé úr kosn- ingasjóði Vigdísar Finn- bogadóttur var gefið til góðgerðarstofnana, sitja nú flestir forseta- frambjóðendur uppi með skuldir upp á margar milljónir og fyrir suma a.m.k. verður róðurinn þungur. Ef lauslega áætlaðar tölur um kostnað við öll fram- boðin eru lagðar saman, fer upphæðin hátt í hundrað og þrjátíu milljónir. Ef upplýsingar um skuldirn- ar, sem sumar hverjar eru frá afar áreiðanlegum heimildum, eru lagðar saman, h'tur út fyrir að frambjóðendur, að forseta vorum meðtöldum — en að frá- töldum Ástþóri Magnússyni, sem kunnugir segja ekki skulda neinum neitt á íslandi — skulda ennþá á fimmta tug milljóna. A öðrum stað í blaðinu er sagt frá því að eftirstandandi skuldir vegna framboðs sigur- vegarans, Ólafs Ragnars Gríms- sonar, nemi 17 til 18 milljónum króna. Heildarkostnaður við framboð Ólafs Ragnars er af mörgum álitinn hafa verið vel yfir þrjátíu milljónir. Þó að Qáröflun í kosninga- sjóð kjörins forseta geti boðið heim hættunni á því að einhver íjársterkur aðili reyni „að kaupa sér forseta", liggur í hlutarins eðli að það er auð- veldara að afla fjár til að styrkja sigurvegarann en þá sem töpuðu. „Það gefur augaleið að sá sem tapar gefur ekki út bók um sigurgöngu sína í fjáröflunar- skyni,“ segir Hallgrímur Jónas- son, framkvæmdastjóri Iðn- tæknistofnunar. En hann er einn þeirra sem nú vinna að því að greiða úr fjárhagslegum eft- irmálum framboðs Péturs Haf- stein. Líkur hafa verið að því leidd- ar að framboð Péturs hafi kost- að á bilinu 25 til 30 milljónir, en um skuldirnar nú treysta fáir sér til að spá. Sjálfur hefur Pét- ur tekið þann pól í hæðina að halda sig í sem mestri fjarlægð frá Qármálahlið framboðsins og Hallgrímur segir að vegna starfs síns sem hæstaréttar- dómari vilji Pótur helst ekki vita hverjir studdu hann fjárhags- lega. Spurningin um það hvort slík leynd gengur upp í raun- veruleikanum hlýtur að vera álitamál, en hugsanlega væri upplýsingaskyldan teygð of langt ef frambjóðendum væri gert að skýra frá nafni gefanda hverrar krónu í kosningasjóð. DT-mynd GVA huga að leiðum til að fyrir- byggja það að næst þegar færi gefst bjóði hálf þjóðin sig fram til forseta, í von um skjótfeng- inn gróða. Enginn skyldi vanmeta metn- að íslendinga til stórra emb- ætta, en í ljósi nýafstaðinna kosninga og fjárhagslegrar stöðu frambjóðenda eftir þær má spyrja hvort nú sé svo kom- ið að fólki sem býr við venjuleg íslensk launakjör sé ekki orðið um megn að sækjast eftir emb- ætti forseta. „Það ætti ekki að vera tak- markandi þáttur að fólk hafi ekki nóg fé milli handanna," segir Guðrún Pétursdóttir. En hún telur að forsetaframbjóð- endur eigi að njóta sömu fyrir- greiðslu hjá ríkinu og stjón- málaflokkar. „Ilins vegar verð- ur auðvitað alltaf næsta óger- legt að sjá til þess að algjört jafnræði ríki með öllum fram- bjóðendum," bætir Guðrún við. „En ég hef þó ekki á tilfinning- unni að t.d. stórfyrirtæki hafi stutt einn öðrum fremur svo nokkru nemi í þetta sinn.“ Ólafur Hannibalsson, eigin- maður Guðrúnar, skrifaði ein- mitt bréf til fjármálaráðuneytis- ins vegna styrkjamála og naut þar að því er best verður séð heilshugar stuðnings annarra frambjóðenda. En allt kom fyrir ekki, enda hefði þurft laga- breytingu til jafn róttækra breytinga á löggjöf um forseta- kosningar. „Mór finnst ósæmilegt að eyða of miklu fé til þessarar baráttu," segir Guðrún Agnars- dóttir, sem vill „þak“ á leyfilega eyðslu í forsetaframboðum, en þá hugmynd viðraði Pétur Haf- stein einnig í kosningabarátt- unni. „Þak?“ segir Ólafur Hannibalsson og hlær. „Það var nú frekar að við þyrftum að hafa áhyggjur af kjallaranum." En hvað sem öllum þökum og kjöllurum kosningabarátt- unnar líður, þá er það nú væntanlega óðum að skýrast fyrir forsetaframbjóðendum hver þeirra loforða, sem þeim voru gefin, voru byggð á sandi. ■ Hildur Helga Sigurðardóttir Lærdómurinn af kosningabaráttunni er sá að sögn þeirra sem að henni stóðu að styrkja beri frambjóðendur af opinberu fé. Ógreiddar skuldir nema enn tugum milljóna. Þá bendir Guðrún Agnarsdóttir á, að margir gefendur kjósi að láta ekki nafns síns getið. Hallgrímur Jónasson varðist allra frétta af skuldum Péturs, en sagði að frá þeim yrði skýrt innan tíðar. „Það er verið að láta menn standa við orð sín,“ sagði Hall- grímur og bætti við að það reyndist í fæstum tilvikum erf- itt. Hins vegar væri því ekki að neita að verið væri að glíma við að fylla ákveðið gat. Margt bendir til þess að kostnaður við framboð Guðrún- ar Agnarsdóttur hafi farið fram úr þeim tíu milljónum króna sem stuðningsmenn hennar sáu fyrir sér í upphafi, í u.þ.b. sex- tán milljónir. Skuldir hennar gætu verið nálægt fimm milljón króna markinu, en ólíkt öðrum frambjóðendum — nema Ást- þóri — ber hún persónulega ábyrgð á öllum skuldum og íjárútlátum. „Því er ekki að neita að ég hef tekið ýmis út- gjöld á mig persónulega í þess- ari baráttu,“ segir Guðrún. „En ég hef engar áhyggjur," bætir hún við af þeirri eðlislægu bjartsýni, sem einkenndi framgöngu hennar í kosningabarátt- unni. „Það er enn- þá verið að bók- færa og fólk er að skila af sér, það er um að gera að vera snjall og hug- myndaríkur og reynslan úr kosn- ingabaráttunni sýnir að margt smátt gerir eitt stórt." Sæmundur Norðíjörö, einn stjórnenda kosningabaráttu Guðrúnar, segir að það sem hafi einkennt ijármálin þar hafi verið hve mikið starf var unnið í sjálfboðavinnu, miðað við t.d. framboð Péturs og Ólafs Ragn- ars, en háar upphæðir hjá þeim hljóti m.a. að felast í launa- kostnaði. Sæmundur bendir líka á hættuna sem felst í því að ijársterkasti fram- bjóðandinn teymi hina á eftir sér út í aðgerðir sem þeir ráði í raun alls ekki við. Talið er að þeg- ar Guðrún Péturs- dóttir hvarf frá leik og hætti við framboð skömmu fyrir kosningar hafi skuldir hennar verið orðnar á bilinu fimm til sjö milljónir, en að nú hafi tekist að grynnka á þeim þannig að þær nemi tæplega Qórum milljónum. Líkt og með aðra frambjóðendur á það við um skuldir Guðrúnar að þær eru mestar við ijölmiðla vegna auglýsinga. En líkt og í fleiri til- vikum er Ástþór Magnússon hér sér á báti. Maðurinn sem fiesta grunaði að ætti ekki fyrir skuldum þegar upp yrði staðið greiddi flestar auglýsingar út í hönd og hefur væntanlega þurft að borga minna fyrir bragðið. Meðal miðlanna hefur Morgun- blaðið þá sérstöðu að þar var krafist staðgreiðslu, þó með af- slætti. En það hefur svo væntanlega í för með sér að þar þarf ekki að standa í stappi við íúlltrúa misblankra forseta- frambjóðenda, sem kunna að biðja um niðurfellingu skulda sem enginn er lengur í skapi til að borga. Á meðan stjórnmálaflokk- arnir sjá um sig, eins og einn viðmælenda orðaði það, ganga einstaklingar á íslandi ennþá til forsetaframboðs óstuddir af liinu opinbera. En eitt af því sem frambjóðendur virðast hjartanlega sammála um þegar upp er staðið, er ágæti þess að í forsetakosningum framtíðar- innar eigi frambjóðendur kost á ríkisstyrk, líkt og stjórnmála- flokkar. Það ber þó að liafa í huga að flokkur fær ekki ríkis- styrk fyrr en hann hefur komið manni á þing. Það þarf því að Getur fjáröflun í kosningasjóð forseta boðið heim hættunni á því að einhver fjársterkur aðili reyni að „kaupa sér“ embættið? Guðrún Agnarsdóttir forsetaframbjóðandi „Ég hef tekið ýmis útgjöld á mig persónulega. “ fv Guðrún Pétursdóttir fv. forsetaframbjóðandi Það œtti ekki að vera takmarkandi þáttur að fólk haji ekki nóg fé á milli handa. “ 6 - Fimmtudagur 29. ágúst 1996 |Dagur-®mmtn FRETTASKYRING

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.