Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Side 2

Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Side 2
14 - Laugardagur 14. september 1996 ílajjm-'CEtnmrrt HELGARBLAÐ HEIMILANNA I mmníngu Ingimars Nú er verið að undirbúa tónleika í minningu þess að í haust hefði Ingimar Eydal orðið sextugur hefði hann lifað. Einnig kemur út geisladiskur með úrvali vinsælla laga hljómsveitar hans. ess verður veglega minnst þann 20. október næst- komandi að þá hefði Ingi- mar heitinn Eydal hljómlistar- maður á Akureyri orðið sextug- ur, hefði hann lifað. Minningar- tónleikar verða í íþróttahöllinni og mun allur ágóði af þeim renna í sjóð til minningar um Ingimar - sem svo er aftur ætl- að að ijármagna kaup á vegleg- um tónleikaflygli, sem þykir vanta í bæinn. Sama dag kemur út geislaplatan Kvöldið er okk- ar, sem geymir 20 vinsæl lög sem Hljómsveit Ingimars Eydal hljóðritaði og voru gefln út á plötum. „Mér finnst vera verulegur áhugi fyrir þessum tónleikum og allir hafa verið tilbúnir að rétta okkur hjálparhönd. Má meðal annars nefna það að Ak- ureyrarbær mun gefa eftir leigugjald af íþróttahöllinni," sagði Inga Eydal, dóttir Ingimars. Fjöldi vina og vanda- manna Ingimars heitins standa að tónleikunum væntanlegu. Fjölmargir tónlistarmenn munu koma fram og má meðal ann- arra nefna Þorvald Halldórs- son, Tjarnarkvartettinn, Karla- kór Akureyrar-Geysir, Óskar Pétursson frá Álftagerði, Ómar Ragnarsson, Bubba Morthens og fleiri. „Efnisskráin verður fjölbreytt og þetta verða tón- leikar fyrir alla hljómsveitina,“ sagði Inga. Geisladiskurinn Kvöldið er okkar mun geyma vinsæl lög sem hljómsveit Ingimars hljóð- ritaði og voru gefin út á árun- um 1965 til 1975. Má nefna lögin Vor í Vaglaskógi, Mig dregur þrá, í sól og sumaryl, A sjó, Litla sæta ljúfan góða, Raunarsaga, Hún er svo sæt og ýmis fleiri. Spor hf. gefur þenn- an geisladisk út, sem er aftur hluti af viðamikilli endurútgáfu íslenskrar dægurtónlistar sem fyrirtækið hefur unnið að á síð- ustu árum. Að sögn Jónatans Garðars- sonar, sem annast þessa útgáfu, fóru hann og Ingimar upphaf- lega að ræða hugmyndina að þessum geisladisk árið 1989 - og þá stóð jafnvel til að bæta nýjum lögum við. „En tíminn Þessi mynd af Ingimari var tekin á fimmtugsafmæli hans fyrir tæpum tíu árum síðan. í fanginu heldur hann dótt- ursyni sínum og nafna, Ingimari Birni Davíðssyni, sem nú er sennilega orðinn heldur stærri. leið hraðar en við var ráðið og Ingimar lést í ársbyrjun 1993,“ sagði Jónatan. Á síðasta ári komst Jónatan yfir, úti í Noregi, merkt safn frumupptakna af íslenskri dæg- urtónlist sem gerir þessa útgáfu enn betur mögulega. Jafnframt verða á næstunni, úr þessu sama safni, gefnir út á næst- unni geisladiskar méð því besta og þekktasta frá ýmsum öðrum vel þekktum íslenskum hljóm- listarmönnum. -sbs „Með nýrri leik- mynd og nýjum fötum Mýtur þetta að skána“ Hermann Gunnarsson verður með nýjan skemmtiþátt í Sjónvarp- inu í vetur. Þátturinn verður annan hvern laugardag eftir fréttir og mun víxlast við grín- þætti sem Guðný Halldórsdóttir sér um. Egill Eðvarðsson mun að venju sjá um útsendingarnar og segir Hermann að þeir séu að móta þáttinn þessa dagana. „Við hugsum þetta sem afþrey- ingarþátt fyrir fjölskylduna, svona þáttur hefur ákveðinn farveg þar sem tónlist, grín og gestir í sal eru lykilatriði. Núna blása hressilegir vindar hér á Laugaveginum með nýjum dag- skrárstjóra, Sigurði Valgeirs- syni, og okkur fannst tilvalið að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið áður en Happ í hendi kom til. Þetta verður því dálítið líkur þáttur og Á tali en auðvit- að verða einhverjar áherslu- breytingar. Ég sit eftir sem áður uppi með sjálfan mig en með nýrri leikmynd og nýjum fötum hlýtur þetta að skána." Landinn er að opnast - Er fólk alltaf til í að koma í salinn og hlæja? „Já í dag er þetta orðið þannig að það er mun meira framboð af sjálfboðaliðum en við ráðum við. Fólk er spennt að sjá hvernig þetta gengur fyr- ir sig og landinn er að opnast, en hér áður fyrr var þetta erfið- ara. Fólk hringir mikið sjálft og spyr hvort það megi koma og þegar ég var með börnin í spjalli í Á tali þá hringdu kannski 50-100 börn í mig og sögðust eiga að vera í þættin- um. - Þannig kemur þetta mikið af sjálfu sér.“ Hermann segist vonast til að ná þvf sambandi við fólk sem hann hafi haft áður og að þátt- urinn mælist vel fyrir. Ekki hef- ur verið ákveðið hvaða grínist- ar koma fram í þættinum, sem verður tæplega klukkutíma langur, en að sögn eru ýmsir í sigtinu. mgh

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.