Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Qupperneq 6

Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Qupperneq 6
18 -Laugardagur 14. september 1996 JDagur-^mxmrt Fleira líkt en ólíkt Kristján Kristjánsson frá Akureyri og Nora Chia-jung Tsai frá Taiwan eru sam- mála um að hinn mikli munur á þjóðum sem oft er talað um sé ýktur. Þó margt sé ólíkt séu dýpstu tilfinningar og þrár mannanna þær sömu hvar í heiminum sem þeir eru staðsettir. Kristján og Nora hafa ver- ið gift í þijú ár en þau hittust í St. Andrews í Skotlandi þar sem þau voru bæði við nám. Kristján var þá á sínu síðasta ári, en hann er með doktorspróf í heimspeki, og Nora, sem er með masters- gráðu í listasögu, var á fyrsta árinu af fjórum. Kristján fór heim til íslands að námi loknu og fór að kenna við Háskólann á Akureyri og í þrjú ár var par- ið því aðskilið, hann á Akureyri og hún í Skotlandi. „Ég fór til Skotlands á jólum og páskum og hún kom til íslands á sumr- in,“ segir Kristján, en þau við- urkenna að árin þrjú hafi engu að síður verið lengi að líða. Árið 1993, þegar Nora lauk sínu námi, giftu þau sig í St. Andrews og Nora flutti með Kristjáni til Islands þar sem hún hefur m.a. kennt nemend- um Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri listasögu og kennt kínversku í einkatímum. Auðvelt að aðlagast Þó ísland og Taiwan séu langt frá hvort öðru segir Nora að hún hafi ekki átt erfitt með að aðlagast lífinu á íslandi og bendir á að hún hafi verið búin að búa í Skotlandi sem sé ekki svo ólíkt íslandi. „Aðalmunur- inn felst í ólíku loftslagi. Hér er veturinn lengri. Eins er fólks- fjöldinn minni og þar af leið- andi minna vöruúrval. Á móti kemur að fólk hér er vingjarn- legra en Bretar. Reyndar eru Skotar mjög vingjarnlegir en í samanburði við Englendinga eru íslendingar mun betri,“ segir hún. „íslensk og kínversk menn- ing á líka mun meira sameigin- legt en margur heldur,“ skýtur Kristján inn í og Nora samsinnir því. Sem dæmi nefna þau að fjölskyldubönd séu mjög sterk á báðum stöðum og fólk í Taiwan eigi það sameiginlegt með íslendingum að treysta á persónuleg sambönd. „Þetta er kunningjasamfélag í báðum löndunum," útskýrir Kristján. Annað atriði sem er sameig- inlegt íslendingum og Kínverj- um í Taiwan er hjátrúin, að trúa á drauga og anda. „íslend- ingar eru reyndar sérstakir að þessu leyti því hjátrú er yfirleitt ekki áberandi hjá vestrænum, kristnum þjóðum og því svolítið skrýtið að hún sé svona sterk á íslandi," segir Nora. Hugumlíkir og hjarta- skyldir Blönduð hjónabönd, þar sem Vigtarmenn Námskeið til löggildingar vigtarmanna verður haldið í Reykjavík dagana 7., 8. og 9. október 1996 ef næg þátttaka fæst. Námskeiðinu lýkur með prófi. Skráning þátttakenda og allar nánari upplýsingar á Löggildingarstofunni ísíma 568 1122. Löggildingarstofan Nora Chia-jung Tsai og Kristján Kristjánsson ásamt tæplega hálfs árs syni sínum, Hié. Mynd: JHF hjón eru frá sitt hvoru landinu, verða sífellt algengari á íslandi sem og annars staðar. Oft heyr- ast þær raddir að slík hjóna- bönd séu í meiri hættu en önn- ur þar sem mismunandi menn- ingarlegur bakgrunnur valdi oft misskilningi og deilum. Hvað skyldi heimspekingurinn hafa um þetta að segja? „í mínum skrifum hef ég barist mjög harkalega gegn allskonar afstæðishyggju um að fólk skilji ekki hvort annað. Ég er mjög hrifinn af því sem kalla mætti heimspeki Stephans G. Stephanssonar en hann leggur mikla áherslu á að það sé sama hvaðan við komum, allar þjóðir eigi einstaklinga sem séu, eins og hann orðar það: „Hugumlík- ir og hjartaskyldir". Innst inni eru dýpstu tilfinningar og þrár þær sömu hvar sem er og ættu því a.m.k. ekki að vera neinar fræðilegar ástæður fyrir því af hverju svona hjónabönd ættu ekki að geta gengið upp,“ segir Kristján. Nora er greinilega sammála þessu, því hún kinkar ákaft kolli og kemur í ljós að hún er farin að skilja heilmikla íslensku þó hún grípi til ensk- unnar þegar hún talar. Menningarlegan mismun segir Nora að sé fyrst og fremst að finna á yfirborðinu og nefnir sem dæmi að á einum stað borði menn með prjónum en á öðrum með hm'fapörum. Til- finningar og hugsanir fólksins séu hinsvegar í grófum dráttum eins. Fólk grætur og hlær hvar sem það er og tilfinningar eins og stolt, iðrun, afbrýðissemi og annað skjóta upp kollinum í öll- um heimshornum. „Ég er á því að þessi mikli munur á þjóðum sem margir tala um sé mjög ýktur,“ segir Kristján. „Fólk horfir of mikið á yfirborðið. Ef kafað er aðeins dýpra höfum við öll sama eðli. Þetta er mjög djúp sannfæring hjá mér.“ Nefndur eftir sjávarguði Það var reyndar í vor sem fyrst var leitað til Kristjáns og Noru í viðtal en þá stóð heldur illa á. Nora hafði nýlega fætt son fyrir tímann og tvísýnt var með líðan sonar og móður. Sem betur fer fór þó allt vel; Nora er orðin hress aftur og litli pjakkurinn ijörlegur og frískur. „Læknirinn skrifaði um hann þegar hann fæddist að hann væri linur drengur en svo hefur hann spjarað sig ágætlega,“ segir Kristján, greinilega ánægður með þann litla. Nafnið á syninum er óvenju- legt, hann heitir I-Ilér, sem er annað nafn á sjávarguðinum Ægi. „Því við komum bæði frá eyjum,“ útskýrir Kristján, en það var Nora sem valdi nafnið. En hvaða tungumál skyldu for- eldrarnir tala við son sinn? „Ég tala við hann á kínversku og Kristján á íslensku," svarar Nora. „Svo tölum við saman á ensku þannig að á heimilinu heyrir hann þrjú tungumál," bætir Kristján við. „Hann verð- ur því sjálfsagt svolítið ruglaður til að byrja með.“ AI Engir harmleikir a hundraö ára afmælinu vu-n «**«»»«“ (dkbúuttán Ir**4*’ Af/G V/£>/9/?! Æe S\Z/?A//7V/JrA//Ð £*/// //4/fG£XÐ/J/? /////?//-

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.