Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Side 9

Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Side 9
|Dagur-®mttrat Laugardagur 14. september 1996 - 21 Reykhóla-María, tréstytta frá miðöldum af Maríu mey, úr Reykhólakirkju, nú í Kristskirkju, Landakoti. Á myndinni má sjá áletrun páfa, Jóhannesar Páls II, til Karmelsystra frá Póllandi, sem páfi hitti hér í íslandsheimsókn sinni. Svipaðrar tilhneigingar hefur einnig gætt víða erlendis meðal listamanna. Að vísu hefur enn- fremur fjölgað í kaþólska söfn- uðinum fyrir það eitt að ýmsir flóttamenn og aðrir útlending- ar, sem flust hafa til íslands, eru kaþólikkar, enda er kaþ- ófska kirkjan stærsta kirkju- deild kristinna manna í heimin- um. Hjúkrunarfræðingur á miðj- um aldri, sem er núna að snú- ast til kaþólskrar trúar, sagði við mig að kaþólska kirkjan hefði áður virkað óþjóðleg á sig, vegna þess að prestarnir væru flestir útlendingar og hve marg- ir útlendingar væru í söfnuðin- um. En þegar hún hefði farið að kynna sér kaþólskuna og taka námskeið í kaþólsku, sem boðið er uppá á hverjum vetri í Landakoti, hefði hún komist að raun um að kaþólska kirkjan væri í raun mjög þjóðleg. Hún væri mjög svo samofin sögu okkar og menningu, sérstak- lega þeim kafla hennar sem hefði meiri reisn. Þetta viðhorf virtist mjög útbreitt hjá þeim sem snúist höfðu til kaþólskrar trúar og þekkt söngkona lýsti trúskipt- um sínum yflr í kaþólska trú á „María er svo nærri fólkinu.“ þann hátt að þetta hefði verið eins og að koma heim. Hún hefði verið afin upp meira og minna kaþólskt og hún hefði í raun verið að endurnýja það sem hún hefði verið alin upp við. í kaþólsku kirkjunni hefði hún fundið „skjól“ eins og hún orðaði það. Maður fer að spyrja sig að því eftir að hafa rætt við þetta fólk hvort trúskipti íslensku þjóðarinnar um miðja 16. öld í kjölfar aftöku Jóns Arasonar og sona hans hafi kannski mest verið á yfirborðinu og ekki rist svo djúpt. T.d. signdi föður- amma mín, sem var Húnvetn- ingur, alltaf börnin sín kvölds og morgna og fór með hálfkaþ- „Það virðist því vera að flóttinn úr þjóðkirkjunni aukist í hlutfalli við aukinn áhuga á trúmálum eða aukna trúhneigð fólks.“ ólska þulu áður en hún klæddi þau í fötin. Einnig er mér kunn- ugt um a.m.k. einn lúterskan prest af gömlu kynslóðinni, fæddan fyrir aldamót, sem hét á dýrlinga á laun, einkum á Ól- af helga. Áheit eru í rauninni kaþólskt fyrirbæri og að baki allra áheitanna á Strandar- kirkju liggur mjög kaþólskt hugarfar. Fleiri leifar kaþólsk- unnar hafa varðveist í íslenskri þjóðmenningu, eins og t.d. Mar- íuversin sem lýsa því liversu erfitt íslensk alþýða hefur átt með að sjá á bak Maríu mey eftir siðaskiptin. Sá siður að biðja fyrir sálum framliðinna hefur víða haldist meðal ís- lenskrar alþýðu, þó að Lúter af- næmi það með öllu, og trúin á réttlætingu fyrir góðverk var mjög rík meðal eldra fólks. Sjálf þekkti ég einu sinni mikinn spíritista af gömlu kyn- slóðinni, sem var óskaplega hrifinn af kaþólsku kirkjunni. Þegar ég spurði hann hvers vegna, sagði hann að það væri vegna dýrlinganna — dýrlinga- trúin væri ekki annað en spírit- ismi. Þó að ég sé ekki sammála honum, get ég samt séð hvernig þessi þáttur í kaþólsku trúnni getur höfðað til þeirra sem að- hyllast spíritisma. Hjúkrunarfræðingurinn, sem vitnað er til að framan, sagði líka: „María mey var eitthvað sem ég þekkti ekki, en þegar ég fer með rósakransbænina kem- ur mér á óvart hvað hún hefur mikil áhrif.“ Rósakransbænin er einmitt hugleiðslubæn til Maríu meyjar. „María er svo nærri fólkinu," sagði þessi kona líka. „Gegnum aldirnar er fólk búið að biðja Maríu um ýmsa þá hversdagslegu og stundum dálítið eigingjörnu hluti sem því finnst það ekki geta beðið Guð um.“ Dæmi um þetta er Maríu- versið: „Sankti María, sestu hér á stein / og gættu vel að kúnni minni / meðan ég fer heim.“ Svo er það spurningin hvort kaþólska kirkjan höfði meira til listamanna en annarra. Fljótt á litið gæti virst svo og ef til vill er það svo. Ég spurði allnokkra listamenn, sem hafa snúist til kaþólskrar trúar, hvort þeir héldu að eitthvað í kaþólsku trúnni og kirkjunni hefði höfðað til þeirra sem listamanna. í svari þeirra allra kom fram að dulúð kaþólsku kirkjunnar hefði heillað þá. „Ritúalið, alt- arisgangan, skriftirnar heilluðu mig,“ sagði ein listakona. „Ritúalið er listrænt. Það er mystík í því.“ Reyndar voru eiginlega allir sem ég ræddi við á þeirri skoðun að þjóðkirkjuna skorti þessa dulúð. Kaþólska kirkjan er mjög dulúðug og persónuleg og í helgisiðum hennar hefur hvert einasta atriði einhverja táknræna merkingu. Lista- mennirnir komu líka margir inn á það hve tilbeiðslan í kaþ- ólsku kirkjunni höfðaði til þeirra. Messan sjálf væri full af dulúð og tilbeiðslu. Kaþólska kirkjan hefur afltaf gert öllum listgreinum hátt undir höfði, miklu meira en mótmælendakirkjan hefur gert. Alkunna er hversu kaþólska kirkjan hefur tekið myndlistina og húsagerðarlistina í þjónustu sína í gegnum tíðina. Sagt hefur verið um myndlistina í kaþólsku „Það sem kaþólikkarnir höfðu fyrst og fremst að athuga við þjóðkirkjuna var að hún væri „köld“, fjarri fólkinu og margir prestanna of veraldlegir.“ kirkjunni að hún hafi verið Biblía hinna ólæsu, því að hún sýndi alltaf einhverjar frásagnir úr Biblíunni eða af helgu fólki. Flestir hafa séð ljósmynd af hinni frægu mynd Michelange- los í Péturskirkjunni í Róm þar sem Guð og Adam snertast, eða þá af hinni frægu styttu lista- mannsins af Guðsmóður með Krist í fanginu þegar nýbúið er að taka hann niður af krossin- um. Þessar myndir og margar fleiri segja meira en ótal ræður og predikanir og þær segja það líka á annan og ekki síður sterkan hátt. Það er líka söguleg stað- reynd að mótmælendakirkjan „Þekkt söngkona lýsti trúskiptum sínum yfir í kaþólska trú á þann hátt að þetta hefði verið eins og að koma heim.“ var í upphafi mjög andsnúin því sem hún kallaði skrautgirni og skurðgoðadýrkun kaþólsku kirkjunnar (það að sýna stytt- um og myndum af Kristi eða helgum mönnum virðingu) og taldi þetta reyndar hluta af spillingu kaþólsku kirkjunnar. List endurreisnartímans hafði snúið aftur til grískrar og lat- neskrar goðafræði og lúterska kirkjan taldi þetta hluta af þeirri heiðni sem hefði alltaf verið við lýði innan kaþólsku kirkjunnar. Mótmælendakirkjan hafði því enga myndlistarmenn í sinni þjónustu, meðan kaþ- ólska kirkjan kepptist um þá. Listamenn sem snúast til kaþ- ólskrar trúar ganga því inn í aldagamla listahefð hennar. f kaþólsku kirkjunni samein- ast trú og list, dulúð og til- beiðsla í einn farveg og snertir þannig án efa þær listrænu taugar sem búa í hverjum manni. Ekki síður virðist það vera leitin að trúarlegum rótum sem leiðir fólk yfir í kaþólsku kirkjuna. Margir nefna frum- kirkjuna og finnst þeir komast næst henni í kaþólsku kirkj- unni, hún sé kirkja postulanna. Mjög trúuð kaþólsk kona komst svo að orði að kaþólska kirkjan væri athvarf fyrir fólk sem hefði ástríðufulla þrá eftir Guði, en 21 árs gamall kaþólsk- ur laganemi orðaði það ef til vill best þegar hún sagði: „Það er í tísku í dag að vera kaþólsk- ur. Það er töff. “ Höfundur er rithöfundur. Freyvangsleikhúsið Aðalfundurinn verður haldinn f hlöðunni á Öngulstöðum, Eyja- fjarðarsveit, mánudaginn 16. september kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. KORG C-505 rafmagnspíanó fýrir heimili, skóla og samkomusali Tilboðsverð kr. 165.000

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.