Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Page 12

Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Page 12
24 - Laugardagur 14. september 1996 jDagur-'2'ínútm |Dagur-®ímmn Nú er sá árstími sem hœgt er að tína ber og hef- ur berjavertíð- in verið með betra móti í ár. Sum- ir láta sér nœgja að tína ber beint í munninn en hinir hagsgnu tína í fötu eða box og ngta síðan berin til gmiskonar matar- gerðar. Matargatið hafði sam- band við Steinunni Ingimundardótt- ur, hússtjórn- arkennara hjá Leið- beiningar- stöð heim- ilanna, og spjallaði við hana um ber. Eft- irfarandi spurningar og svör eru bgggð á samtalinu við hana. Allir í berjamó Hvernig eru berin helst nýtt? Hægt er að sulta ber, búa til hlaup eða gera úr þeim saft. Einnig er hægt að frysta þau og nota síðar út á skyr eða til mat- argerðar. Er nauðsynlegt að blanda sykri saman við berin áður en þau eru fryst? Nei, það er ekki nauðsynlegt, en flestum þykir þó gott að setja pínulítinn sykur þegar þeir frysta bláber. Þá ber að hafa í huga að setja aðeins lít- inn sykur og hrista hann var- lega saman við berin svo þau spryngi ekki. Krækiber á að frysta án sykurs en um leið og þau eru tekin úr frystiílátinu er hægt að sykra þau og lofa þeim að þiðna þannig. Hvað geymast berin lengi í frysti? Berin geymast ótrúlega lengi og ekkert að því að frysta ber í nokkra mánuði. Eftir mjög langa geymslu hverfur þó C vítamínið úr þeim. Engu að síð- ur er hægt að nota þau til sæl- gætis- og matargerðar, jafnvel í mörg ár, þó ekki sé mælt sér- staklega með því. Hvaða ber tínir fólk helst? Nú er orðið algengara að fólk rækti berjarunna sem á vaxa sólber, rifsber, jarðarber eða hindber. Einnig virðist fólk sækja meira en áður að fara í berjamó og tína villt ber sem eru aðallega krækiber, bláber, aðalbláber og eitthvað af hrúta- berjum. Hvað þarf að hafa í huga við sultu- og hlaupgerð? Mestu máli skiptir að vera ná- kvæmur og fara vel eftir þeim uppskriftum sem notast er við. Uppskriftir er hægt að finna í matreiðslubókum. Nú er einnig hægt að kaupa sultuhleypi út í búð ef fólk vill búa til hlaup úr berjum sem ekki hafa mikið hlaup frá náttúrunnar hendi. Pá gildir það sama, að fara ná- kvæmlega eftir uppskriftum á umbúðum. AI Blábeqabaka frá Svíþjóð Berjaspretta hefur verið góð í sumar og margir búnir að byrgja sig upp afberj- um. Því er tilvalið koma með eina upp- skrift af Ijújfengri bláberjaböku. 50 g smjörlíki % dlsykur i egg 1 dl hveiti. Fylling: 3 dl fersk eða fryst bláber (225 g) / dlsykur 1 dl rjómi 1 egg 1 poki (lítill) saxaðar möndlur. Hitið ofninn í 200°C. Þeytið saman smjörlíki og % dl sykur. Hrærið egginu og hveitinu sam- an við. Fletjið deigið út í hring- form (um 23 sm. í þvermál) og setjið berin ofaná. Þeytið saman sykur, rjóma, egg og möndlur og hellið þess- ari blöndu yfir berin. Setjið bökuna í miðjan ofninn og bak- ið í um 30 mínútur. Gott að bera fram með van- illukremi.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.