Dagur - Tíminn - 11.10.1996, Blaðsíða 6
18 - Föstudagur 11. október 1996
|Dagur-'3Hntttm
MENNING O G LISTIR
Trú, töfrar og særingar
Meðalmaður að vexti, álot-
inn, riðvaxinn með óheil-
legt eður sem blóðrisa
skinnfar, mjög þunnhærður, lítt
sprottin grön, samlitur og freknu-
tekinn með langt nef digurt, háls-
digur og hálsstuttur, kartnegldur
mjög og móeygður, vel læs maður
hagmæltur og skrifandi.“ Svona
er lýsingin á Þórði Þórðarsyni, ís-
lenskum galdramanni, þegar aug-
lýst var eftir honum á Alþingi árið
1699. Matthías Viðar Sæmunds-
son, dósent í íslenskum bók-
menntum við H.Í., segir lýsinguna
um margt dæmigerða fyrir
galdramenn íslands sem voru
yfirleitt læsir, kuklfróðir og skrif-
andi alþýðumenn þótt þá hafi
einnig verið að finna í hópi sýslu-
manna, lögmanna og presta.
Næstu fjögur mánudagskvöld
mun Matthías Viðar Sæmundsson
leiðbeina mönnum um trú, töfra
og særingar en Endurmenntunar-
stofnun Háskóla íslands stendur
„Þar safnaðist mikill
fjöldi karlmanna sem
voru lausir undan
valdi húsbænda og
presta vikum og mán-
uðum saman og sam-
tíma- og yngri heim-
ildir vitna um furðu
mikla grósku á þess-
um stöðum og jafnvel
skólahald.“
Matthías Viðar Sæmundsson ætlar
næstu fjögur mánudagskvöld að
fjalla um íslenskt hugarfar á fyrri
öldum, samband galdurs og Ijóð-
listar, vættatrú og hlutverk galdra í
daglegu lífi.
fyrir námskeiðinu. „Þetta er al-
mennt námskeið þar sem ég legg
áherslu á félagslegt og mannlegt
samhengi töfra og galdramála á
17. öld, hverjir iðkuðu galdur og
hvers vegna en flokkurinn var
mjög fjölbreytilegur. Þetta verður
bæði sögu- og táknfræðilegt yfir-
lit, þar sem ég reyni að lýsa þess-
ari veröld frá ólíkum hliðum. Ég
ætla að skoða hugarfar töfrafólks-
ins, kver og táknstafi og eins
verður fjallað sérstaklega um
töfraskilning og náttúruviðhorf
17. aldar. Síðan verður hugað að
þróun meingaldurs eða svarta-
galdurs í ljósi samtímaheimilda
auk þess sem goðfræði tímans
verður skoðuð, stórfelld brennu-
mál og skringilegar hýðingar."
Hvar blómstruðu galdrafrœðin
helst?
„Það hefur verið viðtekin
skoðun lengi að galdrarnir hafi
breiðst út frá kirkjuskólunum, að
þetta hafi verið menntamanna
iðja. Það er hins vegar margt sem
bendir til þess að verstöðvamenn-
ing 17. aldar hafi stuðlað að út-
breiðslu galdurs en verstöðvarnar
voru „menntunarmiðstöðvar“
landsins á þessum tíma eins og
Lúðvík Kristjánsson hefur bent á.
Þar safnaðist mikill fjöldi karl-
manna sem voru lausir undan
valdi húsbænda og presta vikum
og mánuðum saman og samtúna-
og yngri heimildir vitna um furðu
mikla grósku á þessum stöðum og
„Galdur hefur aldrei
áhrif nema menn trúi
á hann en þá held ég
líka að allt geti
gerst.“
jafnvel skólahald. í 17. aldar
heimild er þess getið að Jón lærði
hafi sagt vermönnum til í töfrum
og í alþingisdómum kemur fram
að galdakver hafi komið úr ver-
stöðvunum."
Hver er helsti munurinn á
galdramenningu íslands og Evr-
ópu?
„Munurinn felst fyrst og fremst
í táknagöldrunum, íslensku
galdrastafirnir eiga sér enga
kunna hhðstæðu í Norður-Evrópu.
Þessi stafgerð virðist hafa þróast
hér á landi um langt skeið og eftir
tækni sem byggðist á ákveðinni
rökfræði."
En hér voru líka karlarnir
brenndir en ekki konur...
„Já, það bendir aUt tU þess að
karlar hafi sinnt táknagöldrum og
særingum, orðsins list en konur
hafa líklega verið í jurtunum og
þá náttúrutöfrum ef marka má
þjóðtrúarheimildir. Það er getið
um fáar konur í opinberum
galdramálum."
Ætlarðu að kenna fólki að
galdra?
„Táknagaldrarnir byggja á
ákveðinni rökfræði, það er t.d.
hægt að rekja það hvernig
meingaldur var hugsaður og þá
hvaða rúnir voru notaðar og
hvernig þeim var skipað saman
til að hafa áhrif. En galdur hef-
ur aldrei áhrif nema menn trúi
á hann en þá held ég að aUt
geti líka gerst.“ mgh
Sœring gegn svartagaldri,
frá síðari hluta 17. aldar,
höfundur er óþekktur:
Blóðvökvar burt takist,
ben hnífa ei þrífist,
skurður nagla skerðist,
skammist kuklið ramma,
hár meinsœrum hrörni,
hrœðist töfrar sœðis,
sóist, sœrist, þjáist,
sökkvi nú fjandinn dökkvi,
sökkvi nú fjandinn dökkvi.
. ifittm.. ,
(jlýytiiegMfáticÍQ éemfti
'ficúi eim |i ,t a ;
mm
■.: ■
i
00 £<*£«<**
k*
ú*9
Hér eru síður úr 17 aldar handritinu af íslensku galdrabókinni en handritið
er merkasta heimiid um galdraiðkun á galdraöldinni. Handritið á sér enga
hliðstæðu í Norður-Evrópu enda var slíkum ritum eytt eftir fremsta megni
á galdratímanum.
Örn Markússon skrifar um kvikmyndir
Hnefarnir fá ekki
að tala
Astir á tímum
kóleru
„Kallaðu mig
Snake“
Hæpið (The Great White Hype) ★★ 1/2
Handrit: Tony Hendra og Ron Shelton
Leikstjóri: Reginald Hudlin
Aðalhlutverk: Samuel L. Jackson, Jeff Goldblum,
Damon Wayans, Peter Berg, Cheech Marin og
Jon Lovitz.
Regnboginn
Öllum leyfð
Aðalpersónan hér er séra Fred Sultan (Jackson),
umbi heimsmeistarans í þungavigt í hnefaleik-
um, James Ropers (Wayans), og er persónan
greinilega byggð á Don King, frægum og umdeildum
umboðsmanni margra frægra hnefaleikamanna.
í upphafi sögunnar hefur Roper varið titil sinn auð-
veldlega í 33. sinn. Áhugi sjónvarpsáhorfenda hefur
minnkað, sem þýðir minni peningar. Séra Sultan veit
ástæðuna. Fólk nennir ekki lengur að horfa á svartan
mann lemja annan svartan mann. Roper tapaði sem
áhugamaður fyrir hvítum manni, Terry Conklin (Berg),
en sá er hættur að slást og syngur í rokkhljómsveit í
Cleveland. Sultan er ekki lengi að tala hann til og hefur
markaðssetningu á bardaga „Hvítu vonarinnar" og
James Roper.
Þetta er varla trúverðug lýsing á heimi atvinnu-
hnefaleika, en ádeilan er engu að síður hörð. Sá þáttur
er vel gerður og oft mjög fyndinn. Allir sem tengjast
íþróttinni eru tU sölu á einn eða annan hátt. Og séra
Sultan kaupir þá alla.
Það vantar samt meira bit í frásögnina til að Hæpið
verði verulega eftirminnileg. Hún dettur niður á köflum
og fyllt er upp í með misfyndnum persónulýsingum.
Peter Berg er þó alltaf góður og oft drepfyndinn í ldut-
verki hins arfavitlausa Conklins. Nokkrar heilasellur
hafa verið barðar úr honum.
Þetta er fyrst og fremst mynd Samuels L. Jackson.
Sá ágæti leikari sló í gegn í Reyfara og hann sýnir mikil
tilþrif í hlutverlci Sultans. Jeff Goldblum er hins vegar
úti á þekju í einkennilegu hlutverki fréttamanns sem
ætlar að afhjúpa Sultan.
Hæpið er ádeUa á hnefaleikaheiminn. Hún er nokkuð
góð sem slík, en handritið skortir meira kjöt á beinin.
Hestamaðurinn á þakinu (Le hussard sur le toit) ★★★
Handrit: Jean-Claude Carriere, Nina Companeez og Jean-Paul Rap-
peneau Byggt á skáldsögu Jean Giono
Leikstjóri: Jean-Paul Rappeneau
Aðalhlutverk: Olivier Martinez, Juliette Binoche, Francois Cluzet,
Laura Marinoni, Claudio Amendola, Isabelle Carre og Carlos Cecchi
Regnboginn
Öllum leyfð
að er erfitt að gera sér í hugarlund í byrjun hvert
þessi mynd stefnir. ítalskur ofursti, Angelo (Mart-
inez), er hundeltur af austurrískum njósnurum og
stuttu síðar af æstum múg sem telur hann hafa eitrað
vatnsból þeirra. Árið er 1832 og þeim er vorkunn, því
kólerufaraldur geisar og heilu þorpin deyja drottni sín-
um. Á flóttanum nýtur hann liðsinnis Pauline (Binoche)
og ferðast þau saman um Suður-Frakkland. Hann er á
leið til Ítalíu með peninga í stríðsrekstur, en hún vill
finna eiginmann sinn.
Atburðarásin er æði dramatísk og á ferðalaginu er
margt sem tefur þau. Allt frá ógnarhræðslu fólks við
kóleruna til þeirra eigin ástarmála. Angelo er stoltur of-
ursti — kannski einum of stoltur — sem hvað eftir ann-
að lætur sendiför sína sitja á hakanum til að koma Pau-
line á áfangastað. Hún reynist honum erfið að þessu
leyti og ekki síður tilfinningalega. En alltaf eltir hann
hana.
Sviðsetning og öll umgjörð er mjög glæsileg. Vönduð
vinnubrögð að þessu leyti skila ógnvekjandi atriðum
þar sem kóleran er í aðalhlutverki og fallegum útisen-
um þar sem landslagið er í aðalhlutverki.
Juliette Binoche hefur fyrir löngu sannað að hún er
ein fremsta leikkona Frakka um þessar mundir. Hún
hefur þessa svipsterku áru í kringum sig sem aðeins fá-
ir kvikmyndaleikarar hafa. Ef hún er í mynd, þá fylgist
maður bara með henni. Olivier Martinez skilar sínu
einnig með sóma, þótt persónan sé stundum ótrúverð-
ug. Það er frekar handritinu að kenna en honum.
Hestamaðurinn á þakinu er vel gerð kvikmynd frá
Jean-Paul Rappeneau, þótt hún standist ekki saman-
burð við Cyrano de Bergerac, síðustu mynd hans.
Flóttinn frá L.A. (Escape from L.A.) ★ ★ 1/2
Handrit: John Carpenter, Debra Hill og Kurt Russell
Leikstjóri: John Carpenter
Aðalhlutverk: Kurt Russell, Stacy Keach, Steve Buscemi, Cliff Robert-
son, A.J. Langer, Peter Fonda, George Correface, Valeria Golino og
Pam Grier
Laugarásbíó
Bönnuð innan 16 ára
inhver alharðasti nagli í kvikmyndasögunni, Snake
PUssken (Kurt Russell), kom fram í Flóttanum frá
New York (1981), hrárri og flottri mynd, sem á
marga aðdáendur og átti að gerast 1997. Ef Snake þessi
notar orð sem eru fleiri en tvö atkvæði, þá er maðurinn
farinn að röfla. Hann birtist hér aftur og í þetta skiptið er
farið lengra inn í framtíðina, til ársins 2007.
Los Angeles hefur klofnað frá meginlandinu í jarð-
skjálfta. Þangað eru fluttir allir glæpamenn og í raun allir
aðrir sem brjóta gegn siðferðisboðorðum forsetans (Cliff
Robertson). Vísindamenn hafa fundið upp hátæknivopn
sem Utopia (A.J. Langer), dóttir forsetans, stelur og flytur
til eyjunnar í fang uppreisnarforingja. Það er talsvert
meira fjármagn lagt í framhaldið og sést það greinilega á
tilkomumiklum sviðsmyndum og tæknibrellum í framtíð-
arþjóðfélaginu. Stíllinn er samt að mestu sá sami — það
er alltaf myrkur — og ekki hefur skapferli Snakes breyst.
Kurt Russell er ekki mikill leikari, en hann ræður vel við
þetta hlutverk. Það sem vantar er betra handrit. Grunn-
urinn er svipaður og í fyrri myndinni og það væri svo sem
í lagi, ef einhverju bitastæðara væri bætt við. Frásögnin
er ekki nógu heilsteypt, þótt inn á milli séu góð atriði og
spennan taki stundum völdin. Hrós er þó við hæfi fyrir
skemmtilegan endi og ágætan húmor. Framtíðarspáin er
til að mynda ekki góð fyrir þá sem gangast undir lýta-
lækningar.
John Carpenter er leikstjóri sem á yngri árum gerði
nokkrar vel heppnaðar hryllingsmyndir, eins og The Fog
og The Thing, og síðan náttúrlega Flóttann frá New York.
Það segir meira um hann en Flóttann frá L.A. að hún er
hans besta mynd í langan tíma.
Á sínum forsendum er Flóttinn frá L.A. bærileg
skemmtun, nauðsynleg þeim sem sáu fyrri myndina, en
hætt er við að öðrum lítist ekki á blikuna.