Dagur - Tíminn - 11.10.1996, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn - 11.10.1996, Blaðsíða 10
22 - Föstudagur 11. október 1996 Jlagur-Œínxnm Sftuad en ad g&taót um fieígina? Akureyri Stórdansleikur við harmonikuleik Félag harmonikuunnenda við EyjaQörð og harmonikkufélagið Nikkólína Dalasýslu halda sam- eiginlegan dansleik á Fiðlaran- um 4. hæð Alþýðuhússins á laugardaginn 12. október kl. 22-03. Mætið hress og stigið dansinn með eldhressum Dala- mönnum. Dröfn Friðfinnsdóttir í Listasafninu Síðasta laugardag opnaði Dröfn sýningu á verkum sínum og stendur hún til 26. október. Dröfn sýnir að þessu sinni tré- ristur og málverk í öllum sölum Listasafnsins. Skyggnilýsingafundur Þríhyrningsins Miðlararnir Lára Halla Snæ- fells, Skúli Viðar Lórenzon, Sig- urður Geir Ólafsson og Guð- finna Sverrisdóttir verða með skyggnilýsingarfund sunnudag- inn 13. október kl. 20:30 í Lóni við Hrísalund. Allir velkomnir, verð kr. 1000. Náttúrulækninga- félagið Flóamarkaður verður í Kjarna- lundi á morgun frá kl. 14-16. Þar eru í boði alls konar skraut og nytjamunir, skór, bækur, prjónavörur og sem endranær úrval af fatnaði fyrir alla fjöl- skylduna á gjafverði. Gallerí + Á laugardag og sunnudag er síðasta sýningarhelgi á verkum Helga Hjaltah'ns í Gallerí + Brekkugötu. Galleríið er opið frá 14-18 báða dagana, allir velkomnir. Flóamarkaðurinn á Hjálpræðishernum Flóamarkaðurinn er opinn í dag kl. 10-17. Flestar flíkur eru seldar á aðeins 100 krónur. Markaðurinn er til húsa á Hvannavöllum 10. 40 ára afmæli Sveinbjörn Jónsson, Grenivöll- um 20, verður fertugur á morg- un 12. okt. Hann verður að heiman við „veiðar". Heimsókn til Hjálpræðishersins Um helgina kemur góð heim- sókn til Hjálpræðishersins á Ak- ureyri en það eru hjónin Inger og Einar Hoyland sem eru yfir- menn liknarstarfs Hjálpræðis- hersins í umdæmi Noregs, ís- lands og Færeyja. í tilefni heim- sóknarinnar verður kvöldvaka annað kvöld klukkan 20:30. Akureyrarkirkja Eftir guðsþjónustu í Akureyrar- kirkju n.k. sunnudag verður boðið upp á molasopa í safnað- arheimili kirkjunnar. Vottar Jehóva Mót Votta Jehóva verður á sunnudaginn og hefst kl. 9:50. Fræðslufundur um þvagleka Fjallað verðum um þvagleka meðal kvenna á vegum Eflingar á morgun kl. 16:30 í Oddfellow- húsinu. Fyrirlesarar verða Jón- as Franklín, Sigríður Kjartans- dóttir og Guðrún G. Eggerts- dóttir. Fyrirhugað er að halda námskeið á Akureyri en það verður auglýst síðar. Höfuðborgar- svæðið Gigtarfélag íslands Gigtarfélag íslands stendxn- fyr- ir landssöfnun til styrktar starf- semi sinni næstu daga, eða 10. 11. og 12. október og vonast til þess að vel verði tekið á móti sölufólki 50 ára afmæli Gestur Valgeir Gestsson, raf- eindavirkjameistari og farar- stjóri, er fimmtugur í dag, 11. október. Hann hefur búið á ír- landi s.l. 12 ár og rekur þar eigið fyrirtæki. Heimilisfang hans er: 2 Shenick Park, Skerries, Co. Dublin. Félag eldri borgara Kópavogi Spiluð verður félagsvist og dansað að Auðbrekku 17 (Dansskóla Sigurðar Hákonar- sonar) í kvöld, föstudag, kl. 20.30. Húsið öllum opið. Frá Hana-nú í Kópavogi Vikuleg laugardagsganga Hana-nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað frá Gjá- bakka, Fannborg 8, kl. 10. Götusamkoma í Mjódd Efnt er til götusamkomu í versl- unarmiðstöðinni í Mjódd í dag, kl. 17. Það eru kirkjusöfnuðir í Reykj avíkurprófastsdæmi eystra sem standa fyrir sam- komunni til að kynna starf safnaðanna. Sr. Guðmundur Þorsteinsson dómprófastur flyt- ur ávarp. Kirkjukór og barna- kór syngja nokkur lög. í kvöld verður einnig gospel- guðsþjónusta í Breiðholtskirkju í Mjódd. Þessi guðsþjónusta er eins og allar aðrar fyrir alla fjölskylduna. Hún hefst kl. 20.30. Óháði söfnuðurinn Sunnudaginn 13. október kl. 14 verður kaffisala í Kirkju Óháða safnaðarins að lokinni fjöl- skylduguðsþjónustu. Bar í Strætinu Fimmtudaginn 3. október s.l. hófu hjónin Björgúlfur Egilsson tónlistarmaður og Lísa Páls- dóttir dagskrárgerðarmaður rekstur á nýjum bar í höfuð- borginni. Hann heitir Bar í Strætinu og er til húsa í kjallara veitingastaðarins Café Austur- stræti, Austurstræti 6, sem er í eigu Björns Erlendssonar. Danshúsið í Glæsibæ Föstudaginn 11. og laugardag- inn 12. október mun hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar skemmta gestum Danshússins. Danshúsið er opið alla föstu- daga og laugardaga frá kl. 22 til kl. 03. Borðapantanir í síma 568 6220. Norræna húsið Á þessu ári eru liðin 100 ár frá andláti norska málvísinda- mannsins og skáldsins Ivars Aasen. Af því tilefni gengst Nor- ræna húsið fyrir kynningu á ári Ivars Aasen 1996 sunnudag 13. okt. kl. 16. Þekktir norskir lista- og fræðimenn munu koma fram og Kjartan G. Ottósson prófessor fjallar um „Ivar Aasen og ísland". Aðgangur er ókeypis. Mánudaginn 14. október kl. 20 mun danski arkitektinn Sör- en Robert Lund halda fyrirlest- ur í Norræna húsinu sem hann nefnir „Mellem inspiration og virkelighed" (Milli innblásturs og veruleika). Fyrirlesturinn fer fram á dönsku. Allir eru vel- komnir og aðgangur er ókeypis. Hollenskur flautu- kvartett Á sunnudaginn, 13. október, heldur hollenski flautukvartett- inn Brisk tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í Laugar- nesi. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Sjónþing Helga Þorgils Sjónþingi Helga Þorgils Frið- jónssonar verður hleypt af stokkunum í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi sunnudag- inn 13. ágúst kl. 14. Þá mun Helgi miðla af reynslu sinni sem málari, rithöfundur og gallerírekandi, en Ólafur Gísla- son gagnrýnandi og Þorri Hringsson myndlistarmaður sjá um að leiða umræðuna. Líkt og áður verður Sjónþingi Ilelga fylgt úr hlaði með tveimur sýn- ingum. Á fyrstu og annarri hæð Gerðubergs er að finna verk frá síðastliðnum tveimur áratugum sem draga fram helstu línurnar í þróun hans. Að málþinginu loknu, kl. 17, verður svo opnuð sýning á nýjum verkum eftir Helga á Sjónarhóli, Hverfisgötu 12. Báðar sýningarnar standa fram til 10. nóvember. Að- gangseyrir á Sjónþing er kr. 300. Nýlistasafnið Annað kvöld, laugardag, kl. 20 verður opnuð sýning á verkum myndlistarmannanna Rirkrits Tiravanija og Gabriels Orozco í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Um er að ræða samvinnuverk- efni þessara listamanna, sem báðir eru fæddir 1961, sá fyrri af tælensku bergi brotinn og sá síðarnefndi frá Mexíkó. Gestur í setustofu Nýlista- safnsins er bandaríski lista- maðurinn og rithöfundurinn L.A. Angelmaker (f. 1962). Hann sýnir ljósmyndaglærur sem hann hefur notað til þess að myndlýsa tímaritsgreinar sínar um myndhst. Safnið er opið daglega frá 14 til 18. Sýningunni lýkur 27. október. Fræg heimildar- kvikmynd í MÍR N.k. sunnudag, 13. október kl. 16, verður heimildarkvikmynd- in „Venjulegur fasismi" (Obyknovennyi fashism) sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Mynd þessa gerði Mikhaíl Romm árið 1965 og lýsir hann þar á mjög persónulegan og áhrifamikinn hátt uppgangi og þróun fasism- ans í Evrópu, valdatöku fasista á Ítalíu, Spáni og Þýskalandi og þeim jarðvegi sem stefna þeirra er sprottin úr. Myndin er talsett á ensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Kór félagsstarfs aldraðra í Reykjavík Sunnudaginn 13. október kl. 14 verður Kór félagsstarfs aldr- aðra með sönghátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur. Kórinn flytur inn- lend og erlend lög. Einnig syng- ur kvennakór og tvöfaldur karlasextett. Efnisval fjölbreytt. Stjórnandi kórsins er Sigur- björg Petra Hólmgrímsdóttir. Undirleikari Sigurgeir Björg- vinsson. Kynnir Hermann Ragnar Stefánsson. Námskeið um trú, töfra og særingar Endurmenntunarstofnun Há- skóla íslands mun n.k. 4 mánu- dagskvöld standa fyrir nám- skeiði um „Trú, töfra og særing- ar“. Leiðbeinandi verður Matt- hías Viðar Sæmundsson, dósent í íslenskum bókmenntum við HÍ. Upplýsingar og skráning í símum 525 4923 og 525 4924, myndsíma 525 4080 og tölvu- pósti endurm@rhi.hi.is Leikbrúðusýning á Akureyri Þýski brúðuleikhúsmaðurinn Bernd Ogrodnik verður á Ak- ureyri sunnudaginn 13. október og heldur leikbrúðusýningu í Gilfélaginu fyrir börn og fullorðna. Brúðusýningin hefst kl. 17. Bernd bjó á íslandi í fimm ár en hefur dvalið í New York síðastliðin fimm ár þar sem hann hefur starfrækt eigið brúðuleikhús. Hann smíðar allar sínar brúður, leikmynd og leikmuni og er í dag einn af tíu bestu brúðuleikhúsmönnum Bandaríkjanna. Bernd bjó m.a. til Pappírs Pésa og stjórnaði honum í samnefndri kvikmynd. Fjölskyldusýningin sem Bernd býður Akureyringum upp á heitir „Brúður, tónlist og hið óvænta". Furðuleikhúsið sýnir Mjallhvíti Furðuleikhúsið frumsýndi leikritið „Mjallhvít og dvergarnir sjö“ í Möguleikhúsinu fyrir skömmu. Vegna fjölda áskorana hefur Furðuleikhúsið ákveðið að endurtaka leikinn og vera með aðra opinbera sýningu í Möguleikhúsinu á sunnudaginn 13. október kl. 14. Hægt er að panta miða á sýninguna hjá Furðuleikhúsinu í síma 588 9412, en miðapantanir á sýn- inguna á sunnudag eru í Möguleikhúsinu í síma 562 5060. Einnig má geta þess að Furðuleikhúsið sýnir „Mjallhvít og dvergarnir sjö“ í Ævintýrakringlunni alla laugardaga í októ- ber.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.