Dagur - Tíminn - 11.10.1996, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn - 11.10.1996, Blaðsíða 2
14 - Föstudagur 11. október 1996 Jkgur-®mrirai HELG ARLÍFIÐ í LANDINU Uppskrift að góðri Misjafnt hafast mennirnir að Katrín Fjeldsted heimilislæknir, Signý Pálsdóttir leikhúsfræðingur, Logi Már Einarsson auglýsingateiknari og Eiríkur Ragnarsson verslimarmaður segja hér undan og ofan af sinni draumahelgi. Og misjafn er smekkurinn. Ekki þarf að koma á óvart að, einsog í auglýsingunni segir, vill Katrín Fjeldsted lambakjöt á diskinn sinn, Signý Pálsdóttir ætlar til Barcelona og fer utan í dag. Logi Már Einarsson vill sexfaldan með sveskju og Eiríkur Ragnarsson verður um helgina að vinna í verslun sinni. Misjafnt hafast mennirnir að, segir máltækið. Ósk Dags-Tímans til þessa fólks - sem og allra annarra - er einföld. Hafið það gott og góða skemmtun. -sbs. „Lambakjöt á diskinn minn“ Mín uppskrift að góðri helgi er auðvitað sú að engin knýjandi verkefni bíði mín þegar heim úr vinnu er komið á föstudagskvöldi. En í ýmiskonar félagsmálastarfi lenda funda- höld gjarnan á helgunum og nú er það landsfundur Sjálf- stæðisflokksins og um aðra helgi heldur Fé- lag íslenskra heimilis- lækna vísindaþing og aðalfund sinn á Akur- eyri. Ef ég fæ einhverju ráðið vil ég svona fundi frekar á rúmhelgum dögurn," segir Katrín Fjeld- sted, formaður Félags íslenskra heimilis- lækna. „Um helgi þætti mér gott og gaman að fara í göngutúr út í náttúruna, þar sem ég sæi börnin hoppa og skoppa og skemmta sér um hóla og hæðir. Svo myndi ég setjast niður undir stóru tré og líta í bók. Um þessa drauma- helgi þætti mér líka indælt að hitta vini og kunningja; heima hjá mér, í sumarbústaðn- um eða einhverstaðar á mannamóti. Katrín segist telja það vera mjög mikil- vægt fyrir fjölskyldur að þær borði saman eina heita máltíð á dag. „Ég vil helst borða eitthvað létt- meti, til að mynda hýðisgrjón, salat, fisk, pasta, hvítlauk og brauð bakað heima af mér sjálfri. Og svo vil ég auðvitað „lambakjöt á diskinn minn“ sagði Katrín Fjeldsted. Skíði og fótbolti Helgamar hjá mér eru fátt eitt annað en vinna. Ég á ekki frí nema þriðju hverja helgi, en þá geri ég mér vissulega dagamun," segir Eiríkur Ragnarsson, eig- andi verslimarinnar Esju við Norðurgötu á Akureyri. „Það er sitthvað hægt sér til gamans að gera um helgar. Á veturna fer ég gjarnan á skíði upp í Hlíðarfjalli - en ég tel mig þokkalegan skíðamann, en þó ekki góðan. Hrasa að minnsta kosti ekki illilega á snjóbreiðunum. Síðan er af- skaplega gaman að sitja og horfa á ensku knattspyrnuna, en ég er dyggur stuðnings- maður Arsenal. Nei, ég er ekki ánægður með árangur þeirra í deildinni að undanfórnu. helgi \lð kertaljós á Þórustöðum sumarfrí og hlakka mikið til að koma til Eg er að fara til Barcelona nú um helgina og hugur minn er bundinn við það. Slík ferð er, sem stendur, uppskrift mín að góðri helgi. Með þessu er ég að taka út einnar viku síðbúið Spánar - og skoða þessa rómuðu borg. Vonandi sé ég líka einhverjar leik- og danssýningar. Gam- an verður að njóta spænskrar tónlistar og andrúmlofts," segir Signý Pálsdótt- ir, leikhúsfræðingur og framkvæmda- stjóri Listahátíðar í Reykjavík. „Draumahelgin mín hér heima á ís- landi er að dveljast í rólegheitum með honum Árna Möller, bónda mínum, heima á Þórustöðum í Ölfusi. Ég held líka heimili í Reykjavík fyrir dóttur mína. Það er toppurinn að sitja við kertaljós á Þórustöðum - jafnvel í rafmagnsleysi - einsog í óveðrinu mn síðustu helgi - og gleypa í sig magnaða skáldsögu eða spjalla við góða gesti. Ef veður leyfir er frábært að komast í golf á Svarfhólsvelli við Selfoss eða á Strandarvelli við Hellu. Sexfaldur með sveskju Góð helgi hjá mér er samsett ýms- xnn þáttum - sem koma sinn úr hverri áttinni," segir Logi Már Ein- arsson, auglýsingateiknari á Akureyri. „Þetta byrjar á föstudagskvöldi þegar ég kem heim úr vinnunni, þá finnst mér afar notalegt að mýkja mig upp með nokkrum bjórum. Sest síðan niður og horfi á frábæra dagskrá Sjón- varpsins sem af alþjóð rómuð er. Á laugardags- morgnum sef ég út, en finnst af- skaplega gott að fara í vinnuna eftir hádegi. Ég reyni alltaf að vinna eitthvað um helgar segir Logi sem finnst gott og gaman á laugardags- kvöldum að bjóða heim skemmtilegu fólki til góðvina- fundar. Bjóða þeim uppá góð- an viðurgjörning í mat og drykk. „Lykilinn að þessari góðu helgi er eigin- lega sá að bjóða uppá fordrykk- inn Liberty, sem vinur minn Gunnar Þor- steinsson, nú þýðandi hjá Sjonvarpinu, bruggaði saman á sínum tíma. Þessi drykkur stendur saman af sexföldum brennivín með einni sveskju. Þegar menn hafa drukkið tvö til þrjú glös af þessum görótta miði þurfa menn ekki að hafa meiri áhyggjur af gestum sínum, né þeir af gestgjafanum.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.