Dagur - Tíminn - 09.11.1996, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn - 09.11.1996, Blaðsíða 4
iDagur-tEímmn 16 - Laugardagur 9. nóvember 1996 MENNING O G LISTIR Bítlunum slegið við Bítlunum tókst nú í ar að gera það sem engum hefur fyrr tekist - að verða stærri en... Bítlarnir. Salan á tvöfalda diskinum The Beaties hleyp- ur á um 13 milljónum eintökum. Þar með hafa Bítlarnir ekki aðeins óskorað- an rétt til titilsins stærsta rokknafnið 1996 heldur eiga þeir nú meiri vel- gengni að fagna en nokkru sinni áður. Og það sem meira er, það eru ekki gömlu lummurnar á fimmtugsaldrinum sem streyma í plötubúðirnar til að kaupa Antólógíur kappanna heldur er 41% kaupenda unglingar! Enda á að hafa hrotið af munni Paul McCartney: Við vissum vel að við værum vinsæl goðsögn, en við áttuðum okkur ekki á að Bítlarnir væru líka „kúJ“.“ LÓA Annus horribilis Síðastliðið ár var annus horribilis franskrar matargerðar að mati Frakka. Ekki er nóg með að franska línan hafi hrapað í áliti út- lenskra barbara heldur eru Frakkar sjálfir farnir að efast um yfirburði frönsku kúsínunn- ar. Dýrðarljóminn sem sveipar hana er nefnilega orð- inn baggi. Matur- inn er orðinn of dýr og þó að 93% Frakka dreymi enn um að éta á frönskum klassa- veitingastað þá líta Alexandre Lazareff er 75o/o þjóðarinnar á gæða“senm vi.ja Þe-ar laga verðið að pöp- bullur sem takn ulnum. um sóun. „Hreint ekki sexí bók“ Bretinn Brian McKinnon var þrí- tugur þegar hann innritaði sig aftur í gamla framhaldsskólann sinn undir því yfirskyni að hann væri 17 ára. Menn voru ekki á eitt sáttir um uppátækið þegar hann ljóstraði lífaldri sínum upp í fyrra og kvað ástæðuna vera þá að hann hefði farið aftur í gegnum fokapróf framhaldsskóians til að komast að í læknanámi. Honum hafði gengið glimrandi vel á prófunum og fengið inn í læknaskóla en var rek- inn þaðan þegar upp komst. En hann er ekki af baki dottinn og skrifaði ævisögu sína, „Margin Walker" eða Jaðargengillinn, í von um að græða væna fúlgu af peningum til að borga sig í gegnum læknaskóla. Þrátt fyrir kynn- ingarforskotið, en hann hlaut mikla at- hygii í fyrra þegar upp komst um plat- ið, hefur honum gengið illa að fá þekkta útgefendur að bókinni. Hún þótti ekki nógu spennandi. „Hún er full af réttlætingum hans og bókmenntaleg- um vísunum. Hún er hreint ekkert sexí,“ sagði einn þeirra. Hann varð því sjálfur að borga prentun sögunnar. JHennittgwú- mo£wc Andsvar við ofurvaldi höfuðborgarinnar Menningarvökur með tón- list, upplestri og öðrum uppákomum er nýjung sem MENOR, menningarsamtök Norðlendinga, munu standa fyrir í vetur. Fyrsta vakan verður á Hvammstanga í síðari hluta þessa mánaðar en stefnt er að því að halda menningarvökur af svipuðu tagi á fleiri stöðum á Norðurlandi í vetur. Ýmislegt fleira verður á dagskránni hjá MENOR í vetur og ber þá hæst ljóðasamkeppni sem áætlað er að halda eftir áramót í samvinnu við Dag- Tímann. MENOR var stofnað árið 1982 og að sögn núverandi formanns, Ólafs Þ. Hallgrímssonar, var meg- intilgangurinn sá að mynda mót- vægi við ofurvald höfuðborgar- svæðisins í menningarmáhim og sýna fram á gildi menningarinnar fyrir dreifbýlið. Samtökin eru skil- greind sem frjáls samtök áhugafé- laga og áhugamanna um listir á Norðuriandi og er markmiðið að efla menningarlíf og menningar- Olafur Þ. Hallgrímsson hefur verið formaður MENOR samskipti á Norðurlandi. fra arinu 1993‘ Mynd: GS Ólafur á von á að væntanlegar menn- ingarvökur verði meginverkefni MENORS á vetur og er undirbúningur fyrir vökuna á Hvammstanga þegar kominn vel á veg. „Meiningin er að virkja þá nemendur sem lengst eru komnir í námi í tónlistar- skólum á hverju svæði og gefa þeim kost á að koma fram opinberlega. Tónhstar- atriði yrðu því númer eitt á dagskránni en einnig er reiknað með söngatriðum úr ýmsum áttum og upplestri. Við höfum líka áhuga á að tengja einhverjar sýning- ar við þessar menningarvökur,“ segir Ól- afur og bætir við að þegar sé orðið ljóst að leirlistarsýning verði í tengslum við Hvammstangavökuna og hugsanlega einnig myndlistarsýning. Fjármálin erfið Á síðasta ári stóð MENOR fyrir smá- sagnakeppni í samvinnu við Dag og gaf út blað í lok starfsársins þar sem fjallað var um það sem var efst á baugi í norð- lensku menningarlífi um veturinn. Há- punktur starfsins var hinsvegar söngv- arakeppni sem haldin var í fyrsta sinn á vegum samtakanna. Keppnin var eingöngu bundin við Norðurland og mið- uð við nemendur f klassískum söng. Keppt var í tveimur flokkum og bar Jón- as Þór Jónasson sigur úr býtum í flokki styttra kominna en Þórhildur Örvarsdótt- ir sigraði í flokki lengra kominna söngv- ara. „Keppnin tókst að mínum dómi mjög vel. Því er hinsvegar ekki að leyna að verkefnið var stórt og kostaði mikið. Fyr- ir bragðið er fjárhagurinn slakur í ár,“ segir Ólafur. Samtökin hafa í nokkur ár fengið ár- legt framlag frá Menntamálaráðuneytinu og eins hafa hafa félagsgjöld, sem misvel hefur gengið að innheimta, verið hluti af tekjum. Fjórðungssamband Norðlend- inga stofnaði samtökin í upphafi og styrkti þau en þegar það var lagt niður árið 1993 ákváðu kjördæmasamtökin tvö sem stofnuð voru í staðinn, Eyþing og SSNV að hætta að styrkja MENOR og hef- ur sú ákvörðun staðið starfseminni fyrir þrifum. Framtíð MENOR er því í nokk- urri óvissu um þessar mundir og vill Ól- afur hvetja sveitarstjórnir og fyrirtæki á Norðurlandi að styrkja samtökin. „Fram- tíð MENOR er í ykkar höndum, Norð- lendingar. Hvað viljið þið gera við þessi samtök?,“ spyr hann. Öllum opin MENOR eru félagsskapur sem er öllum opinn, bæði einstaklingum og félögum og segir Ólafur ekki skilyrði að félagsmenn séu sjálfir að fást við listir svo framar- lega sem þeir hafi áhuga á menningar- málum. Hann vill einnig nota tækifærið og benda listamönnum, bæði norðlensk- um og öðrum, á að síðasta haust hafi Ro- ar Kvam verið ráðinn í hlutastarf hjá MENOR og geti hann gefið ýms- ar nytsamar upplýsingar. „Roar hefur tekið saman skrá yfir einstaklinga og félög sem starfa að lista- og menningar- málum á Norð- urlandi og geta allir fengið að- gang að þessari skrá. Hann sinnir einnig ýmsum verkefn- um fyrir stjórn MENOR, sendir út bréf og blöð, svarar fyrir- spurnum og veit- ir ýmsa fyrir- greiðslu sé eftir því óskað," segir Ólafur. Roar er við á skrifstofu Tón- menntaskólans á Akureyri milli klukkan eitt og tvö alla virka daga nema föstudaga. Jafn- framt er hann með símaviðtals- tíma og er sími MENOR 462 6205. Gróskumik- ið menning- arlíf MENOR var í upphafi hugsað sem andsvar við ofurvaldi höfuð- borgarinnar í ...menningarmálin spila inn á marga þætti í mann- lífinu, ekki síst úti á landsbyggðinni. Því betra sem menningarlífið er, þeim mun notalegra held ég að mannlífið verði.“ menningum og listum. En hvernig hefur til tekist að mati formannsins? „Ég held að þessi samtök hafi unnið býsna gott starf í gegn um árin. Mér finst meningarlífið á Norðurlandi vera ótrú- lega gróskumikið. Ég ætla ekki að segja það sé þessum samtökum að þakka en ég held þau eigi tvímælalaust þátt í því. þau hafa gert ýmislegt gott og örvað menn til dáða.“ Ólafur, sem er starfar sem prestur á Mælifelli í Skagafirði, hefur verið for- maður MENOR í rúmlega þrjú ár. Hann telur sig ekki í hóp skapandi listamanna en segist engu að síður hafa áhuga á menningarmálum og vilji því gjarnan leggja þeim lið. „Ég held að sé þarft að vinna að menningarmálum því þau spila inn á marga þætti í mannlífinu, ekki síst út á landsbyggðinni. Því betra sem menningarlífið er, þeim mun notalegra held ég að mannlífið verði. Fólk vill frek- ar búa á þeim stöðum þar sem menning- armálin eru í blóma þannig að hér er einnig um byggðarmál að ræða.“ AI Þórhildur Örvarsdóttir og Jónas Þór Jónasson sigruðu í söngvarakeppni MENOR fyrr á þessu ári. Myn&. -sbs.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.