Dagur - Tíminn - 09.11.1996, Blaðsíða 14

Dagur - Tíminn - 09.11.1996, Blaðsíða 14
26 - Laugardagur 9. nóvember 1996 |Dagur4IItmtrat jDagur-Œtmmn 'lvlatarkrókur „Ég œtla að bjóða lesendum upp á uppskriftir sem allar eru með Mexíkósku ívafi, “ segir Ragna Sif Þórsdóttir. Sjálf hefur hún ekki komið til Mexíkó en segist hafa gaman af elda og borða framandi mat. Ragna Sif er grafískur hönnuður á Morgun- blaðinu, búsett íRegkjavík, en er upphaflega úr Mosfellsbce. Hún skorar á vinkonu sína, Ástu Sig, í Matarkrók að viku liðinni. Chile Verde Fyrir Jjóra 5 msk. ólífuolía 1 kg nautagúllas 3 grœnar paprikur 3 hvítlauksrif 4 stk. ferskur grœnn chili- pipar (frœhreinsaður og fínskorinn) 475 g niðursoðnir skornir tómatar 2 tsk. púðursykur 1/4 tsk. negull 1/4 kanill (ground cinnamon frá RAJAIl) 2 tsk. fínmalað kúmen (ground cumin frá RAJAH) 4 msk. lime safi (eða sítrónusafi) 200 ml kjötsoð 125 ml rauðvín (má sleppa. en bœtið þá samsvarandi magni við kjötsoðið) salt nýmalaður svartur pipar 3 msk. rifinn ferskur kóre- ander (ef ekki til, þái 1 tsk. duft) 1. Hitið 3 msk. af ólífuolíunni í stórum potti og brúnið kjötið. Skiljið kjötið frá safanum sem myndaðist við steikinguna og geymið safann. Saflnn kemur að hluta upp í þann vökva sem notaður er seinna. 2. Skerið paprikurnar í u.þ.b. 2,5 cm bita. Hitið afgang- inn af olíunni og mýkið paprik- una og hvítlaukinn á lágum hita í 5 mínútur eða þangað til pap- rikan er orðin mjúk. 3. Setjið kjötið aftur á pönn- una og bætið við chili, tómöt- um, púðursykri, negul, kanil, kúmeni, sítrónusafanum og kjötkraftinum/rauvíninu. Látið suðuna koma upp og hrærið stanslaust á meðan. Flytjið rétt- inn í eldfast mót með loki og bakið í ofni við 190° C í 1 klst. og 45 mínútur. 4. Flytjið réttinn aftur í pott- inn og látið krauma á lágum hita í 20 mínútur, eða þar til sósan hefur þykknað. Kryddað að vild með salti og nýmöluðum pipar. Stráið fínskornu kóre- ander yfir (eða hrærið dufti saman við kássuna). Borið fram með mjúkum tor- tilla kökum eða heitu brauði (hvítlauksbr auði). Undirbúningur: 10 mínútur Matreiðsla: 2'A klst. Grænmetis Fajitas 2 msk. ólífuolía 2 stórir laukir (skornir í þunnar sneiðar) 2 hvítlauksrif (pressuð) 2 rauðar paprikur 2 grœnar paprikur (skornar í strimla) 4 stk. grœnn chilipipar (frœhreinsaður og skorinn) 3 tsk. gróft oragano (eða eftir smekk) 250 g skornir sveppir salt nýmalaður svartur pipar Meðlœti: 10 stk. heitar, mjúkar Tortillas Salsa sósa sýrður rjómi Hitið olíuna á stórri pönnu á Ragna Sif Þórsdóttir. meðal hita og mýkið laukinn og hvítlaukinn á lágum hita þang- að til hann er orðinn næstum því bráðnaður. Bætið við rauð- um og grænum paprikum, chi- lipipar og oregano. Blandið vel. Steikið á lágum til meðal hita eða þar til paprikan er orðin mjúk. Bætið við sveppum og blandið vel saman. Steikið í 2-3 mínútur til viðbótar. Kryddið með salti og pipar eftir smekk. Berið strax fram, setjið græn- metisblönduna í heita Tortifla- kökuna, safsa sósu og sýrðan rjóma yfir eftir smekk og rúllið upp og bítið í. Namm, namm. Mexíkósk ídýfa 2 dósir baunaídýfa (Ref Ried Beans) 225 g rjómaostur 240 g sýrður rjómi 1 bolli rifinn ostur 1 dós Jalapeno ostur 1 bolli rifinn gulur ostur 1/2 pakki púrrulaukssúpa Leggið í eldfast olíuborið mót í lögum: 1. lag, 2 dósir baunaídýfa 2. lag, blanda af rjómaosti og 1 msk. sýrðum rjóma 3. lag, Jalapeno ostur 4. lag, blanda af sýrðum rjóma og lauksúpu 5. lag, blanda rifnum osti, tvær tegundir Bakið við 175° C í 20 mínút- ur. Borið fram með Tortilla flög- um. Dýr réttur en svíkur ekki góða veislu. a/) Hítei eimilis- homið Sunnudagskakan 200 g smjör 200 g sykur 4 eggjarauður 1 tsk. vanillusykur 2 tsk. lyftiduft 4 msk. mjólk 200 g hveiti Marengs: 4 eggjahvítur 200 g sykur Smjör og sykur hrært vel saman. Eggjarauðunum hrært saman við. Hveiti, vanilfusykri og lyftidufti hrært saman við, ásamt mjólkinni. Deigið sett í smurt skúffumót. Marengs: Eggjahvíturnar hrærðar vel saman við 100 g af sykri. Hinum helmingi sykurs- ins blandað saman við stífþeytt- ar hvíturnar. Marengsinum er svo smurt ofan á deigið í skiiffumótinu og kakan bökuð í miðjum ofni við 150° í ca. 1 klst. (60 mín.). Formkaka m/ súkkulaði og rúsínum 100 g rúsínur / dl romm eða appelsínusafi 100 g suðusúkkulaði, saxað 4egg 175 g sykur 225 g hveiti 2 tsk. kardemommur 2 tsk. lyftiduft Rommið eða appelsínusafinn settur yfir rúsínurnar. Látið bíða í ca. 30-40 mín. Súkkulað- ið saxað frekar gróft. Smjörlíkið og sykurinn hrært saman létt og ljóst. Eggjunum hrært út í, einu í senn, og hrært vel á milli. Rúsínunum og súkkulaðinu bætt út í. Þurrefnunum blandað saman og hrært saman við. Deigið sett í vel smurt og raspi stráð form. Bakað við 175° í 1- VA klst. Prufið með prjóni hvort kakan er bökuð. Látið kökuna bíða aðeins í forminu áður en henni er hvolft úr. Nammi namm 1/2 dl rjómi 2 msk. smjör 2 msk. síróp 150 g smátt saxaðar þurrkaðar apríkósur 100 g saxaðar rúsínur 100 g saxaðar hnetur Látið sjóða saman smjör, rjóma og síróp í 2-3 mín. Brjót- ið súkkulaðið í smábita og látið það bráðna saman við, við væg- an hita. Bætið apríkósunum, rúsínunum og hnetunum sam- an við og hrærið vel saman. Látið þetta kólna aðeins og látið svo með tveim teskeiðum á bökunarpappírsklædda plötu í smátoppa. Látið kólna afveg áð- ur en topparnir eru settir í kassa og geymt í kæliskáp. Það má líka setja blönduna í minnstu pappírsform. Fiskigratín 500 g soðin ýsa 3 msk. smjör 3 dl mjólk 3 msk. hveiti 3 egg 1/2 tsk. salt 1/2 tsk. pipar Smjörið er brætt í potti, hveitinu bætt út í og hrært sam- an með mjólkinni. Látið sjóða við vægan hita í ca. 5 mín. Látið sósuna kólna aðeins áður en eggjarauðunum og kryddinu er hrært út í, þá er flskinum hrært saman við. Eggjahvíturnar stíf- þeyttar og þeim blandað síðast saman við hræruna. Þetta er svo sett í vel smurt, eldfast mót. Smávegis raspi stráð yfir. Grat- ínið er svo haft í ofni í 1 klst. við 175°. Borið fram með soðn- um kartöflum, bræddu smjöri og grænmeti. Uppáhaldsréttur alfra á heimiiinu. Hakkréttur 500 g nautahakk 2 laukar 3 gulrœtur 250 g sveppir 2 msk. olía 1 dós tómatar 2 dl kjötkraftur Salt og pipar 1 lárviðarlaufsblað 1 tsk. oregano 1 búnt steinselja Laukurinn skrældur og sax- aður. Gulræturnar hreinsaðar og rifnar niður. Sveppirnir hreinsaðir og skornir í sneiðar. Oh'an hituð og kjötið og laukur- inn steiktur þar í og hrært í á meðan. Grænmetinu bætt út í og allt látið krauma saman. Kjötsoðinu bætt út í og bragðað til með salti og pipar, lárviðar- blaði og oregano. Saxaðri stein- selju stráð út á. Látið krauma í 15-20 mín. Notið þennan kjöt- rétt með t.d. pítsum, pasta eða lasagna. óð ráð 1. 1 tsk. af sinnepi saman við kjöthakkið sem búa á til bofl- ur úr, gefur gott bragð. 2. Það er hægt að nota smákök- ur sem hafa brotnað. Myljið þær með kökukeflinu, blandið smávegis sykri saman við og blandið þeim svo saman við eina stífþeytta eggjahvítu. Bakið litlar kökur á bökunar- pappírsklæddri plötu við 150° í 25 mín. 3. Þegar brúnað er úr smjöri er gott að nota smávegis olíu sam- an við, jafnvel til helminga. 4. Ostur geymist best pakkaður inn í álpappír eða smjörpapp- ír og plastpoka og svo settur inn í kæliskápinn. 5. Gerið það ekki að vana að fá ykkur kafflbolla á eftir hverri máltíð. Það tefur fyrir líkam- anum að vinna C-vítamín úr fæðunni. ll/issirþúað... 1. Það var árið 1921 sem in- súlínið kom fyrst á markað- inn og þar með mikilvægt efni til að halda sykursýki í skefjum. 2. Árið 1929 heppnaðist fyrsta útsending litasjón- varps. 3. Bandaríkjamaðurinn Harry Burt seldi fyrsta pinnaísinn í ísbúð sinni í Youngstown, Ohio, árið 1922. Það var vanilluís með súkkulaði- hjúp. 4. Fyrstu vítamínpillurnar komu á markaðinn í Bandaríkjunum árið 1936. 5. Fyrsta „glasabarnið" fædd- ist í Englandi árið 1978.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.