Dagur - Tíminn - 09.11.1996, Blaðsíða 15

Dagur - Tíminn - 09.11.1996, Blaðsíða 15
Jktgur-ÍCímirm Anna F. Gunnarsdóttir skrifar um tísku Þunguðum konum má skipta í tvo hópa. Annar hópurinn vill leggja áherslu á kúluna sem myndast en hinn vill draga úr sýnileika hennar. Þær sem leggja áherslu á kúluna kaupa sér klæðnað sem leggst alveg að líkamanum eða sniðið er rykkt undir brjóstin og með vídd út frá rykkingunni eins og algengt er með tækifær- isklæðnað. Hinn hópurinn, sem vill draga úr kúlunni, klæðist fötum með beinar línur. Fötin liggja laust um líkamann. Vesti eru mjög sniðug til að hylja breidd á maganum. Kjólar eru oft skokkar sem eru beinir í sniði. Máli skiptir að gera sér grein fyrir á hvað við viljum leggja áherslu. Gott er að leggja áherslu á fætur og efri hluta líkamans. Með því að leggja áherslu á fæturna þarf að at- huga að pilsið sé í réttri sídd. Eftir því sem konan er komin lengra á leið því styttri ætti pils- Laugardagur 9. nóvember 1996 - 27 ANNA O G UTLITIÐ Tækifæris- klæðnaður ið að vera og ekki er verra að hafa skóna fallega. Jakkar þurfa einnig að vera beinir. Gott ráð er að nota slæður til að leggja áherslu á efri partinn. Konur sem eru að fá bjúg eða eru frjálslegar í laginu ættu að forðast þröng föt, glansandi föt og prjónaefni. ÖIl þessi efni breikka viðkomandi persónu. Fötin mega ekki heldur vera of víð heldur þurfa þau að liggja slétt niður eftir líkamanum. Er hentugt að klæðast „leggings“ buxum? Svokallaðar leggingsbuxur geta verið góðar ef konan hefur fal- legar fætur og er há og grönn. Við leggingsbuxurnar er gott að nota skyrtu, vesti og buxur. Hefðbundnir stuttermabolir henta ekki vegna lögunar háls- málsins sem breikkar efri hluta líkamans. Þó svo til séu konur sem telja að borgi sig ekki að spá mikið í fatnað á þessum tírna, þar sem hann líður svo fljótt, er ég al- farið á móti þeirri hugsun. Þessi tími er mjög eftirminni- legur fyrir konuna. Sumar eiga góðar minningar en aðrar slæmar. Þeim sem líður ekki nógu vel ættu að hugsa um að gera sig svolítið huggulegar því þá líður þeim betur. Konur verða að spá í efnablöndur vegna þess að þær svitna oft á þessum tíma. Bestu efnin eru t.d. silki, hör og bómull. Verslunin Fislétt f framhaldi af hugleiðingum um hentugan fatnað á þungaðar konur hafði ég samband við Ingibjörgu sem rak verslunina Fislétt, sem nú er hætt. Ég byrj- aði á að spyrja hana hvers vegna verslunin hætti, hvort hugsanlega hafi fatnaðurinn verið of dýr? Ingibjörg sagði að fötin hefðu verið í dýrari kant- inum og konur spáðu í það. Að- alástæðan fyrir lokuninni var samt ekki sú að búðin væri of dýr heldur sú að Ingibjör fór í nám. „Námið tók mikinn tíma og ég þurfti að velja á milli námsins og búðarinnar." - Hvernig viðskiptavini fékkst þú? „Ég fékk allar gerðir af kon- um. Þær yngri vildu draga úr magasvæðinu en þær eldri sem voru kannski að eiga sitt fyrsta eða sitt síðasta barn, í lokin, vildu leggja áherslu á kúluna." - Telurðu að það sé grund- völlur fyrir svona búð í dag? „Nei, búðin verður að hafa einhvern annan varning með.“ - Spáðu konur mikið í efna- blöndur? „Já, þær spáðu mikið í að vera í náttúrulegum efnum og að fötin væru þægileg." Ef þungaðar konur vilja draga úr kúlunni er best að klæðast fötum með beinar línur. Sigurborg Kr. Hannesdóttir skrifar frá Egilsstöðum Leitið... Kristur gaf okkur gott vegarnesti í lífinu þegar hann sagði: „Leitið og þér munuð finna.“ Ég skil það svo að þarna hafi hann verið að tala um andlega leit, leit okkar að tilgangi í lífinu, leit okkar að Guði. í dag erum við, íbúar hins vestræna heims, ákaf- lega leitandi, eins og við sjáum allt í kringum okkur. Kannski er að renna upp fyrir okkur það ljós að „maðurinn lifir ekki á brauði einu saman“. Þessari leit okkar nútímamanna er gjarnan fundinn samastað- ur undir nafninu nýöld. Sótt er í smiðju austrænna fræða, til indíána, og margra annarra. Allt í þeim tilgangi að það megi verða okkur til stuðnings og leið- sagnar. Framboð bóka og námskeiða um andleg mál- efni hefur aukist gífurlega á síðustu árum. Það er því af nógu að taka. Við þurfum bara að velja. Þegar við sjá- um auglýsingar um nám- skeið, bækur eða annað sambærilegt efni, er svo auðvelt að trúa því að þarna sé einmitt komið það sem við höfum verið að leita að öll þessi ár. Að aðeins með því að fara á nám- skeiðið, eða lesa bókina muni allt breytast. Og eftir það verði allt svo miklu auðveldara, því Lausnin sé fundin. Þetta er vandmeðfarið, því í þeirri hugsun að það sé hægt að bjarga öllu við með einni snöggri meðferð, felst sú hætta að leit okkar verði stöðugt örvæntingar- fyllri. Því að eitt námskeið gerir ekki gæfumuninn, þá er bara að fara og finna það næsta. Þannig svífum við kannski frá einu til annars og týnum á endanum sjálf- um okkur í þessari áköfu leit. Nú er ekki svo að skilja að námskeið eða bækur geti ekki breytt ýmsu í lífi okkar. Margt slíkt getur einmitt orðið til þess að marka þáttaskil og hjálpað þér til að stíga skref í átt til já- kvæðra breytinga. Talsvert hefur verið skrif- að um að orkutíðni jarðar- innar fari nú stighækkandi. Af því leiðir að stöðugt fleiri einstaklingar tengjast betur sínum andlegu eiginleikum og möguleikum. Við megum því búast við að á næstu ár- um muni fjölga mjög í þeim hópi sem býður þjónustu sína á hinum andlegu svið- um. Það verður því enn frekar ástæða til þess í framtíðinni að hver og einn reyni að vera meðvitaður um þau skref sem stigin eru í leitinni. Að bæði velja og hafna. Þess vegna skiptir það mestu máli að þú haldir þínum eigin rótum í þessari leit. Að þú segir ekki skilið við heilbrigða skynsemi. Því jafnvel eftir að þú hefur fundið, þarftu samt sem áð- ur að takast á við ýmislegt á lífsleiðinni. Þó þá sé mikil- vægt að fá stuðning, er aldrei hægt að koma eigin ábyrgð yfir á neinn annan. Því sporin þín í lífmu þarftu hvað sem öllu líður að taka sjálffur). En umfram allt, ekki hætta að leita. Banvænn en hljóðlátur Hár blóðþrýstingur er einn af þessum lúmsku sjúk- dómum sem margir þjást af án þess að átta sig á því fyrr en of seint, enda erfitt að greina nema með mælingum. En jafn- vel mælingar gefa ekki alltaf rétta mynd. Lengi hafa menn vitað að sumt fólk, sem hefur alla jafna eðlilegan blóðþrýsting, mælist með of háan blóðþrýsting vegna þess að heimsókn til læknis veldur því streitu. Samkvæmt nýlegum rannsóknum getur hið gagnstæða einnig átt sér stað. Kevin Larkin, prófessor við Há- skólann í Vest- ur-Virginiu í Bandaríkj- unum, komst að því að í sumum tilfellum slaka sjúkling- ar á þegar þeir sjá lækninn sinn og blóðþrýstingurinn sem mælist er lægri en þegar þeir eru önn- um kafnir í hinu daglega lífi. Larkin og aðstoðarmenn hans fylgdu eftir 64 sjálfboðaliðum og mældu blóðþrýstinginn á hálf- tíma fresti. Þeim til mikilla furðu voru 11 þeirra 32 sem höfðu mælst með eðlilegan blóðþrýst- ing á heilsugæslustöð með hærri blóðþrýsting þegar þeir voru mældir í sínu daglega umhveríi. Flestir af þessum 11 voru karl- menn. En hver gæti skýringin verið? „Hugsanlega er þeirra daglega líf svo streitufullt að heimsókn til læknis virkar \ * / sem afslapp- andi frf,“ stingur Larkin upp á.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.