Dagur - Tíminn - 09.11.1996, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn - 09.11.1996, Blaðsíða 11
— .ayntlrtBÍliíg‘)) IDitgur-ÍÍItmmn 3Dagur-ÍEtmmn Laugardagur 9. nóvember 1996 - 23 Geymið blaðið! Umm! Súkkulaðí Vinsœlasti munnbiti heimsins! Súkkulaðikaka. Súkkulaðimjólk. Heitt súkkulaði með rjóma. Súkkulaðikaramellur. Kókó-pöjfs. Súkkulaðihjúpuð jarðarber. Súkkulaðiís. Kon- fekt. Súkkulaðimousse. Hvítt súkkulaði, dökkt súkkulaði, rjómasúkkulaði. Sjeik með súkkulaði. Súkkulaðikrem. Við fáum vatn í munninn. Þessi listi gæti örugglega verið lengri og allir myndu þekkja það sem á hon- um væri. Allt kemur þetta frá plöntu sem á líklegast uppruna sinn að rekja til Suð- ur-Ameríku og heitir á fræðimáli „Theo- broma“, sem þýðir „fæði guðanna“. Kakó hefur frá fyrstu tímum verið mikils metið, sveipað dul- __________________ úð og jafnvel ----------------- töfrum. Hinn forni kakódrykkur (sem var töluvert frábrugðinn súkku- laðidrykk nútímans) var hátt- skrifaður hluti af hinni merku menningu Azteka, Maja og Inka-þjóðanna sem voru frum- byggjar í hinni fornu Mexíkó. Kakó var einungis ætlað höfð- ingjum og æðstuprestum. Kon- um var bannað að neyta þess (það átti víst að auka kynlífs- girnd þeirra) og lægri stéttirnar höfðu alls ekki efni á því. Kakó- baunir voru nefnilega notaðar sem gjaldmiðill og fyrir þær var keypt allt frá mat upp í þræla. Það er talað um að þessi SIGGI HALL forni kakódrykkur hafi frekar verið nokkurs konar grautur af muldum kakóbaunum, chilipip- ar og öðru dularfullu. Örvandi og seðjandi Það er til skrifuð frásögn frá því, þegar spænska herforingj- anum Hernando Cortéz, á sinni blóð- og gullþyrstu landvinn- ingayfirferð, var boðið uppá kakódrykkinn af Aztekakeisar- anum Montezuma. Hann lýsti seyðinu sem örvandi, einkar seðjandi og næringarríku. Það er svo sem ekkert furðulegt, því að kakóbaunir innihalda örv- andi koffeinlíkt efni, sem jafn- framt eykur á kroppslega vel- líðan! (Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það). Kakó er meira matur en drykkur. Þegar hinn gráðugi Cortéz kom með kakóbaunirnar og -plöntuna til Evrópu - eða réttara sagt til Spánar snemma á fimm- tándu öld, þá vantaði eitt- hvað. Hvað var það? Jú, sykur! Þegar það upp- götvaðist, þá varð vinsælt og fínt meðal að- alsmanna Spán- ar að drekka kakó. Lýðurinn hafði ekki enn efni á því, frekar en fyrri daginn. Kakóið breiddist síðan út til annarra landa í Evrópu, þegar bæði Loðvík 13. og Loðvík 14. giftast spænskum prinsessum. Þessar prinsessm' elskuðu kakó, sérstaklega María Ther- esa. Hún var reyndar með mjög brenndar og fáar tennur, þegar hún giftist, 17 ára, Sólkóngin- um sjálfum, sem reyndar var jafngamall. Drottningin unga var kakósjúk og breiddi það út um allt Frakkland og víðar. Sat víst allt hirðfólk víðsvegar um Evrópu og sötraði þykkt, beiskt kakó. Fyrsta súkkulaðið Það var ekki fyrr en á nítjándu öld að súkkulaðið hélt innreið sína, þ.e.a.s. í föstu formi. Það var forveri súkkulaðis- ins sem við þekkj- Það sagði mér maður að það vœru meiri peningar á alþjóðavísu í súkkulaði en í kaffi, það vœri til jafns við olíuviðskiptL um í dag. Það súkkulaði hefði nú ekki þótt gott hjá okkur tutt- ugustu aldar fólki. Það voru síð- an Svisslendingar sem byrja að blanda súkkulaðið með mjólk og þá er komið í heiminn súkkulaðistykkið! Síðan var það súkkulaðifram- leiðandinn Hershey sem end- anlega sá til þess að súkkulað- ið dreifð- ist um allan heim. Hers- hey’s- súkku- laði- stykkjum var dreift í margmilljónavís í matarpakkana hjá Kanahermönnum og þannig m.a. varð súkkulaði al- þýðuvara hér á íslandi. í dag eru viðskipti með kakó- baunir og afurðir þeirra á margmilljarða plani. Það sagði mér maður að það væru meiri peningar á alþjóðavísu í súkku- laði en í kaffi, það væri til jafns við olíuviðskipti. Þegar maður hugsar út í það, þá er það ekk- ert einkennilegt, því að allir - frá ungbarnaaldri fram í háa elli - fá sér súkkulaði í einhverju formi, hvar sem er í heiminum. Hrærð egg eru ekki neitt sérstaklega frumleg, en þegar þau eru sett inn í tómata sem síð- an eru bakaðir í ofni lítur málið öðruvísi út. Þessi upp- skrift á að vera sérlega vin- sæl hjá yngri kynslóðinni. 6 stórir tómatar 6 hrærð egg 2 msk. mjólk 2 msk. rifinn Parmesan ostur salt og nýmalaður svartur pipar smjörlíki Stillið ofninn á 190°C. Skerið efsta hlutan ofan af tómötun- um og ijarlægið kjarnann og steinana. Snúið tómötunum við og látið vökvann renna úr þeim í 30 mínútur. Hrærið eggin á meðan með mjólk, Parmesan, salti og pipar. Smyrjið bökunarform vand- lega með smjörlíki. Hellið eggjablöndunni í tómatana og setjið efsta hlut- ann aftur ofan á. Raðið tóm- ötunum í bökunarformið og setjið formið í ofnskúffu. Setj- ið vatn í ofnskúffuna, hæfi- lega mikið til að vatnið nái hálfa leið upp hliðarnar á bökunarforminu. Bakið í ofni í ca. 20 mín- útur eða þar til eggin eru rétt farin að falla og tómatarnir orðnir mjúkir, án þess þó að vera orðnir að mauki. Berið fram strax.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.