Dagur - Tíminn - 09.11.1996, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn - 09.11.1996, Blaðsíða 9
^Dagur-CCtnmm Laugardagur 9. nóvember 1996 - 21 „Þegar ég fer til útlanda fer ég í silkiverslanir. Oft sé ég silki sem ég er svo yfir mig hrifin af að ég kikna bara í hnjánum,“ segir Inga m.a. í viðtalinu. Mynd:jHF Kiknar í hnjánum í silkiverslunum Inga Arnar, fatahönnuður á Akureyri, hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Síðustu vikur hefur hún setið við og saumað vesti, kjóla og slœður sem verða til sýnis íReykjavík um helgina. Strax eftir helgi tekur síðan nœsta verkefni við en í vikunni fékk Inga styrk frá Atvinnu- málanefnd Akureyrar til að koma á stofn vinnustofu þar sem hún hyggst hœði halda námskeið og sauma sjálf íslenska þjóðbúninginn. Sýningin um helgina verður til húsa í Hornstofu Heim- ilisiðnaðarfélags íslands í Laufásgötu. Flíkurnar á sýning- unni eru allar úr silki eða gló- belínefnum sem eru ekki ódýr- ustu efnin á markaðinum enda segir Inga nokkur ár síðan hún fór að safna fallegum vönduð- um efnum í vesti. „Þetta er svo dýrt að engin meðalmanneskja hefur efni á að kaupa allt efnið í einu,“ útskýrir hún. Auk þess að vera dýr eru silki og góbelín erflð efni að sauma úr en Inga lætur það ekki draga úr sér kjarkinn. „Þessi vesti eiga að vera sígild og fólk á að geta átt þau í mörg ár. Þess vegna er ég með klassaefni í þessu. Efnin skipta miklu máli og ég byrja alltaf á því. Ákveð t.d. aldrei snið fyrr en ég er komin með efni í hend- urnar.“ Það má segja að vestin séu þungamiðjan í sýningu Ingu en einnig verða þar kjólar sem saumaðir eru í stíl við vestin og slæður úr handmáluðu silki. Efniskaup erlendis Utanlandsferðir eru gjarnan notaðar til efniskaupa og segir Inga efnin í flíkunum á sýning- unni vera víðsvegar að úr heim- inum. Og saumakonan er svo sannarlega með skothelt ráð til að flnna út hvaða efni henni finnist falleg. „Þegar ég fer til útlanda fer ég í silkiverslanir. Oft sé ég silki sem ég er svo yfir mig hrifin af að ég kikna bara í hnjánum." Eitt dæmi er úr ferð sem Inga fór til Kanada í sumar. Þar fór hún í indverskt hverfi í Vancouver og kom í stræti sem var yfirfullt af fínum efnabúð- um. „Ég hugsaði bara með mér að ég yrði að eignast þetta allt en vissi auðvitað að ég gæti það ekki. Svo ég ákvað að ganga fyrst strætið og skoða og koma síðan aftur og kaupa efni. Þetta hugsaði ég í hverri búð. Á end- anum var ég orðin svo upp- numin að ég gat ekki verslað neitt. Ég keypti tvö efni og bú- ið.“ Mikilvægt að halda í hefðina Inga er menntaður fatahönnuð- ur og fatasaumskennari frá Danmörku og hefur kennt við Verkmenntaskólann á Akureyri frá árinu 1988. Nú standa hins- vegar breytingar fyrir dyrum. Hún er hætt að kenna við Verk- menntaskólann og ætlar út í rekstur eigin vinnustofu. „Fyrir þremur árum ákvað ég að mig langaði til að vinna sem hönn- uður. f skóla þarf yfirleitt að vera með 8-9 í hóp sem mér finnst of mikið. Ég sá fyrir mér að ef ég væri með námskeið sjálf gæti ég ráðið hvað ég hefði marga og stefni að því að hafa 5-6 í einu.“ íslenski kvenþjóðbúningur- inn verður sérgrein Ingu þó hún ætli að halda eitthvað áfram með námskeið af öðru tagi. En hvers vegna þjóðbún- ingurinn? „Þgar ég ákvað að setja upp vinnustofu vildi ég vera með eitthvað sérstakt. Eg hef kennt bútasaum og silkimálun en það er meira tískufyrirbrigði sem erfitt er að segja til um hvað endist. Ég vildi fara út í eitt- hvað sem er vandað og verður áfram,“ segir Inga. íslenski þjóðbúningurinn kom upp í hugann og hún fann fyrir mikl- um áhuga. „Margar konur töl- uðu við mig sem eiga gamlan búning sem þær vilja fá ein- hvern til að breyta eða þær eiga silfur og langar á námskeið til að læra að sauma búning.“ Styrkurinn frá Atvinnumála- nefnd segir Inga að komi sér ákaflega vel því það kosti tölu- vert að koma þessu af stað. Undanfarið hafi hún t.d. þurft að fara nokkrar ferðir til Reykjavíkur til að læra hvernig á að sauma búningana. „Þó ég hafi lært fatahönnun og fata- saum þarf að halda í hefðina. Ég hef verið að læra hvernig búningarnir voru saumaðir hér áður fyrr. Þær vissu nefnilega alveg hvað þær voru að gera, konurnar í gamla daga.“ AI Deildarfundir KEA 1996 Glæsibæjardeild, Skriðudeild og Öxndæladeild Deildarfundur Glæsibæjar-, Skriðu- og Öxndæla- deilda KEA verður haldinn í Hlíðarbæ, mánudag- inn 18. nóvember nk. Fundurinn hefst kl. 20.30. Kaupfélag Eyfirðinga MÝVATN Sveitarstjóri Staða sveitarstjóra í Skútustaðahreppi er laus til umsóknar. í Skútustaðahreppi eru tæplega 500 íbúar. Helmingur þeirra býr í þéttbýli í Reykjahlíð. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er traust. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu hafa borist til skrifstofu Skútustaðahrepps Hlíða- vegi 6, 660 Reykjahlíð, mánudaginn 18. nóvember nk. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið verða veittar í síma 464 4163 eða 896 4420. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps. HÁSKÓLINN Á AKUREYRI HÁSKÓLINN ÁAKUREYRI Laus er til umsóknar staða forstöðumanns heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri Forstöðumaður, í umboði deildarfundar, hefur yfirum- sjón með starfsemi og rekstri deildar og vinnur að stefnumörkun í málefnum hennar. Hann á jafnframt sæti í háskólanefnd. Deildarfundur heilbrigðisdeildar kýs forstöðumann og skal hann fullnægja hæfniskröf- um sem gerðar eru til fastráðinna kennara við há- skólann, sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 380/1994 fyrir Há- skólann á Akureyri. Að fengnu samþykki háskóla- nefndar ræður rektor þann sem kjör hlýtur til þriggja ára. Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 1997. Laun eru sam- kvæmt kjarasamningi Félags háskólakennara á Akur- eyri. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf sín, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf. Með umsóknunum skulu send eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum um- sækjenda, prentuðum og óprentuðum. Upplýsingar um starfið gefur rektor háskólans í síma 463 0900. Umsóknir skulu hafa borist Háskólanum á Akureyri fyrir 25. nóvember 1996. Háskólinn á Akureyri.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.