Dagur - Tíminn - 09.11.1996, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn - 09.11.1996, Blaðsíða 7
ÍOagur-XlIímmrt Laugardagur 9. nóvember 1996 -19 Öldungar í vcðurklubbi rýna í himintungl essir karlar í veður- klúbbnum eru yfirleitt gamlir bændur eða sjó- menn, sem fyrr á tíð áttu allt sitt undir veðrinu. Þeir urðu að styðjast við frumstæðari veður- spár en við höfum í dag og það að tala um veðrið er þeirra hjartans mál,“ segir Guðbjörg Vignisdóttir, forstöðumaður Dalbæjar, dvalarheimilis eldri borgara á Dalvík. Veðurklúbbur Dalbæjar kem- ur saman að jafnaði einu sinni í viku. Tæplega tíu manns eru í klúbbnum góða. Menn gera spár til nokkurra daga í einu og jafnvel lengra fram í tímann. Áreiðanleiki þessara spáa, sem byggðar eru á heimatilbúnum vísindum fyrri kynslóða er þurftu líkt og vorra tíma menn að vita um framtíðarveðrið, eru síðan bornar saman við hávís- indalegar spár sem veðurfræð- ingar Veðurstofu íslands gera. Vetrarspá öldunganna á Dal- bæ var gerð þann 8. október sl. og nær fram til áramóta. Þar segir að líðandi vetur verði mjög umhleypingasamur, en þó muni ekki mikinn snjó setja niður. Vitnað er til eldgossins í Vatnajökli árið 1938, en frá í október það ár og fram í apríl árið eftir hafi tíð verið mjög- risjótt og leiðinleg. Á Dalbæ eru veðurspárnar einnig byggðar á því að rýna í himintungl. Kvikni tungl í SSV eins og gerðist þann 12. sl. október táknar það rysjótta tíð; það er NV lægar áttir með slyddu, éljagangi og hitastigi undir frostmarki. Mánudaginn 11. nóvember kviknar svo nýtt ljós í NA og það gefur til kynna stórviðrasama veðráttu næsta mánuðinn á eftir. „Karlarnir í veðurklúbbnum glugga mikið til dæmis í gamlar dagbækur og vitna jafnframt í gamla spámenn, sem voru á fyrri tíð að spá í sömu hluti og þeir gera nú. Nei, að spá í veð- ur út frá þessum hlutum er sjálfsagt eitthvað sem ungt fólk í dag kann ekki,“ sagði Guð- björg Vignisdóttir. -sbs. Óldungarnir í veðurklúbbnum á Dalbæ á Dalvík vita sínu viti um veður og gang himintungla. Björn sefur draumlausum svefni Björn Andrésson, löngum bóndi í Njarðvík í Borg- arfirði eystra, býr í Fella- bæ við Lagarfljót. Hann hefur löngum þótt öðrum mönnum fimari við að spá í veðráttu komandi vetra með draumspeki sinni. Þegar hann dreymir hlöðu fulla af heyi veit það á þungan vetur. En sé hlaðan tóm í haustdraumi Björns er næsta víst að veturinn verði góður. „f fyrrahaust dreymdi mig enga hlöðu og þá réði ég í málið þannig að vetminn yrði snjó- léttur. Það gekk eftir. Á sama hátt hefur mig stundum dreymt hlöðu fulla af heyi og þá hafa veturnir orðið snjóþungir. Enn sem komið er í haust hefur mig ekkert dreymt í þessum efnum og því reikna ég bara með að veturinn verði góður,“ segir Björn. Draumfróðir menn segja að draumar um heybirgðir eða heyleysi megi yfirleitt ráða á fyrrnefndan hátt. í haust hefur svefn Björns Andréssonar verið draumlaus að þessum efnum. Sjálfur segir hann að sér haíi förlast í þess- um efnrnn eftir að hann brá búi í Njarðvík og flutti í Fellabæ. Þá hafi tengsl sín við náttúruna og veðráttuna minnkað - og hann eigi ekki lengur jafn mikið und- ir henni og var. „Ég tók fyrst eftir þessum draumum mínum haustið 1948. Þetta hefur gengið svona á hverju hausti síðan og yfirleitt gengið eftir,“ segir Björn Andr- ésson. -sbs. Veit um þriár músarholur Hagamús. Haraidur Þórarinsson í Kvistási í Kelduhverfi kveðst vita um þrjár músarhoiur þar í sveit, en þær hafa löngum verið vísbending um komandi vetur. Eg hef heyrt í haust um þrjár músarholur hér í Kelduhverfi. Tvær þeirra snéru í norður og ein í suð- vestur. Samkvæmt veðurspá músanna þýðir holuop, sem snýr í norður, að áttir verða suðlægar. Op í suðvestur er væntanlega merki um að norð- austlægar áttir verði ríkjandi," segir Haraldur Þórarinsson í Kvistási í Kelduhverfi. Ekki mun einsdæmi úr Kelduhverfi að alþýðuveður- spár séu byggðar á upplýsing- um um legu og stefnu músar- hola. „Dýrin vita sínu viti og að því þurfum við ekki að ganga neitt gruflandi," sagði Haraldur í Kvistási, sem er velþekktur fyrir fréttapistla sína í Ríkisút- varpinu um þessi tákn náttúr- unnar. Harald- ur sagði ennfremur að í sínu ungdæmi hefðu norðlægar áttir verið oftar ríkj- andi en nú er orðið. Því ætti ekki að koma á óvart að mýsnar á því herrans ári 1996 græfu holuop sín frekar í norðurátt en suðurenda væri það í samræmi við ríkjandi vindáttir nú um stundir. -sbs.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.