Dagur - Tíminn - 09.11.1996, Blaðsíða 3
jDagur-XEhrrém Laugardagur 9. nóvember 1996 -15
Nýtt pípuorgel til næstu -150 ára
Nýtt 32ja radda
pípuorgel tekið í
notkun í Kópavogs-
kirkju um jólin.
Danskir orgelsmiðir vinna
þessa dagana við að
setja upp nýtt 32ja
radda pípuorgel í Kópavogs-
kirkju, sem á að taka í notkun
um jólin. Ólöf Jónsdóttir kirkju-
vörður segir orgelið smíðað á
Suður-Jótlandi, hjá P. Bruhn &
Sön Orgelbyggeri. Smiðir þaðan
vinna nú við tréverkið, en eig-
andinn, Karl Agust Bruhn er
síðan væntanlegur eftir um 10
daga til að stilla (intona) píp-
urnar. Áætlað er að það taki um
þrjár vikur, enda um 2 þúsund
pípur í orgelinu. Þar verður
heldur ekki kastað til höndun-
um, því Safnaðarblaðið hefur
það eftir organistanum, Eriú
Falkner, að þetta nýja orgel
p!§§g§!l§
komi til með að endast í 100
150 ár að minnsta kosti.
Nýja orgelið, að meðtalinni kostar hátt í 40 milljónir. Ríf-
nauðsynlegri stækkun á loftinu, lega ijórðunginn vantar á að
Orgelsjóður kirkjunnar dugi
fyrir framkvændinni, sem þurft
hefur að brúa með bankaláni,
sem söfnuðurinn ætlar nú að
leyta ýmissa ráða til að borga.
Tilraunir til að selja gamla org-
elið reyndust árangurslausar.
Menn ætla þó ekki að gefast
upp við að koma því í verð,
heldur hafa brugðið á það ráð
að bjóða pípurnar úr því til sölu
hverja fyrir sig, holaðar ofan í
stein. Minnstu pípurnar á að
selja fyrir um 5.000 kr. en þær
stærri verða dýrari.
Sóknarbörn munu líka á
næstunni ganga í hús í Vestur-
bæ Kópavogs og bjóða til sölu
ný jólakort með mynd af kirkj-
unni. Og eftir áramótin eru fyr-
irhugaðir átta tónleikar í Kópa-
vogskirkju; fernir orgeltónleik-
ar en á hinum koma fram ýmsir
listmenn sem flytja margvíslega
tónlist. Aðgöngumiðar verða
seldir á tónleikana alla í einu
lagi geng vægu verði.
Kátur hópur á Vestmannsvatni.
Jafningja-
fræðsla að
Vestmanns-
vatni
Liðsfólk Jafningjafræðsl-
unnar, í hópi nemenda
Verkamenntaskólans á
Akureyri og Menntaskólans á
Akureyri, fór um síðustu helgi í
skemmtiferð að Vestmannsvatni
í Aðaldal. Ferðin var reyndar
ekki jafn fjölmenn og í upphafi
var gert ráð fyrir, en góð engu
að síður.
„Það var bót í máli með
þessa fámennu ferð að þarna
tókst að mynda góð tengsl milli
okkar, foringja Jafningjafræðsl-
unnar og krakkanna, tengsl
sem hefðu varla myndast ef
hópurinn hefði verið stærri,"
sagði íris Jónsdóttir, sem er í
forsvari fyrir þessu fræðslu-
starfi í VMA.
Að Vestmannsvatni gripu
krakkarnir í spil, spjölluðu
saman, tóku lagið, fóru í göngu-
ferðir, brunuðu á sleða og sitt-
hvað fleira var til gamans gert.
Lagt var upp síðdegis á föstu-
degi og komið aftur til baka á
sama tíma, daginn eftir. -sbs.
Todmobile
draugurinn vakinn
Ellefu útgáfutón-
leikar eru framund-
an hjá Todmobile
sem eru að leggja
upp í stærstu tón-
leikaferð sína til
þessa. Fyrsta stopp
er ísafjörður. Næsta
stopp er Sjallinn á
Akureyri.
Todmobile tók fjörkipp
fyrr á þessu ári eftir að
hafa legið í dvala í þrjú
ár meðan meðlimir hennar
dunduðu sér við
annars konar
tónlistariðju.
Fjörkippurinn
fæddi af sér
plötuna Perlur og
svín, sem kom út
í vikunni. Blaðið
hafði því sam-
band við Þorvald
Bjarna Þorvalds-
son lagasmið.
- Ilver er svín-
ið og hverjar
perlurnar?
„Ég er svínið,
allir hinir í hljóm-
sveitinni eru perl-
urnar. Annars
vísar titillinn
bara í tónlistina
okkar. Hún er
nokkuð svínsleg
inn á milli og svo
glitrar hún nátt-
úrulega eins og
perla öðru
hvoru. Todmobilehjónin.
- Það er ekkert annað...
„Ekki það að svínslegt sé
neitt hræðilegt. Hún vill bara
vera svolítið svínsleg og áferð-
argróf stundum."
- Nú eru þrjú ár síðan
Todmobile gaf síðast út plötu og
þetta er sjötta platan ykkar. Þið
Andrea Gylfadóttir hafið prófað
að spila undir öðrum nöfnum.
Af hverju tókuð þið aftur upp
Todmobile-nafnið?
„Það var nú eiginlega tónlist-
in sem kallaði á nafnið. Við
sömdum Todmobile tónlistina
að mestum hluta og í henni var
einlægur stfll okkar. Síðan þeg-
ar við ákváðum að hætta en
vera samt áfram í þessum
bransa reyndum við að fara
eins langt frá Todmobile og við
gátum, í léttu deildina. En svo
langaði okkur að spila svona
kannski dýpra efni og ákváðum
að gera plötu nákvæmlega eins
og okkur langaði að gera, al-
gerlega í frjáfsu formi og þá
kom Todmobile draugurinn upp
aftur.“
- Svipaður stfll og á fyrri
plötum?
„Ja, það fer ekkert á milli
mála að þetta er Todmobile.“
- Andrea semur textana, þú
tónlistina. Um hvað er ort?
„Þetta eru Iitlar sögur af
fólki og aðstæðum, ævintýri,
kjaftasögur og lygasögur. Það
er einmitt eitt lag þarna sem
heitir Gróa á Leiti.“
- Er Gróa að kjafta frá
einhverju?
„Gróa fær kannski að kenna
aðeins á því. Og kominn tími
til...“
Fyrstu útgáfutónleikarnir
verða á ísa-
ílrði á morg-
un en á
þriðjudags-
kvöld verður
Todmobile í
Sjallanum á
Akureyri.
Ferðinni lýk-
ur svo 6.
des. í ís-
lensku óper-
unni. „Þetta
er ekki eins
og að skjót-
ast á ball.
Fólk getur
hallað sér
aftur í sæt-
unum og
notið tóna,
lita og ljósa.
Þetta er
svona sjó
eins og á
konsertum í
útlöndum."
LÓA