Dagur - Tíminn - 14.12.1996, Side 15

Dagur - Tíminn - 14.12.1996, Side 15
iBagur-tEmrtrai Laugardagur 14. desember 1996 - 27 ANNA O G ÚTLITIÐ Anna F. Gunnarsdóttir skrifar um txsku Að velja gleraugu getur verið flókið mál. Þau eru alltaf aukahlutur á and- liti og aukahlutir draga að sér athygli. En það er röng hugsun að gleraugu eigi að vera þannig að enginn taki eftir þeim. Þess vegna verða gleraugu að gefa persónunni einhvern stfl, eða undirstrika stfl persónunnar. Gleraugu ættu aldrei að vera óþægileg og ef þau valda óþæg- indum á fólk að láta stilla þau aftur og laga þau til. Fólk hefur misjafnan stfl og smekk, og hann getur verið mismunandi við ólík tækifæri hverju sinni. Enda hefur tískan mótast af mörgum og ólíkum stflum. Stfll getrn- því verið klassískur, hlutlaus, sportlegur eða sparilegur og áfram mætti telja. Helstu tískustraumar Nýjasta á gleraugnamarkaðin- rnn eru létt gleraugu. Svokölluð Air Titanium gleraugu eru t.d. mjög vinsæl. Umgjörð þeirra er mjög efnish'til og létt og sést varla á persónunni, en gefur samt ákveðinn stfl svo að augun Hvernig gleraugu er best að velja? fá að njóta sín. Framleiðendur gleraugna í heiminum eru óteljandi og merkin að sama skapi líka en oft þegar kreppir að í þjóðfélag- inu minnka gleraugu. Nú kepp- ast framleiðendur við að hafa gleraugu mjög lítil og lag þeirra misjafnt. Gleraugu hafa verið spor- öskjulaga eða kringlótt, en það lag virðist vera á undanhaldi, því ferköntuð gleraugu virðast eiga meiri vinsældum að fagna nú hjá fólki á aldrinum 20-30 ára. Þó dýrt sé er oft gott að eiga tvenn gleraugu, því margir vilja ekki nota sömu gleraugun jafnt spari sem hversdags. Fólk skiptir um föt ef það ætlar að gera sér dagamun og margir vilja setja upp ný gleraugu líka. Andlitsfall skiptir máli Gleraugu verður að velja eftir andlitsfalli. Hringlaga gleraugu henta t.d. illa hringlaga andliti. Slíku andlitsfalli fara betur kisulaga eða ílöng gleraugu sem hafa beina línu yfir nefið, neðri h'nan má þó vera dáh'tið rúnuð, til þess að fá lyftingu í kinnbeinin. Rétthyrndu og aflöngu and- liti fer betur gleraugu með rún- uðum hornum en bein að ofan. Slflc umgjörð dregur úr lengd andlits- ins. Spor- öskjulaga andliti fer ekki ferkönt- uð gleraugu, betra er að slíkt andlit beri gleraugu með mjúkum línum. Þetta á einnig við um ferkantað andlit. Einnig fer slíku and- hti vel að bera kisulaga gleraugu. Þau lengja h'nuna frá kjálka að kinnbeini og andlitið verð- ur ekki eins kantað. Rétt er að hafa í huga lag og gerð nef- stykkisins á „Það er röng hugsun að gleraugu eigi að vera þannig að enginn taki eftir þeim,“ segir Anna m.a. í pistli sínum. Nýjasta á gleraugnamarkaðinum eru létt gleraugu með efnislitlum umgjörðum. Gleraugu verður að velja eftir andlistfalli. gleraugunum. Ef nefstykkið er þvert, þá styttir það nefið og breikkar. Ef nefstykkið er rúnað upp á við lengir það nefið og mjókkar. Oftast er farinn ein- hver millivegur í þessu. Nefrót íslendinga er mjög breið. Þess vegna þarf að velja nefstykkið út frá því, vegna þess að mikið atriði er að gleraugun sitji vel. Norður-Evrópubúar eru oft breiðleitari en íbúar sunnar í álfunni. Með það í huga verða íslendingar að miða gleraugna- val sitt. Gleraugun verða að ná vel út fyrir gagnaugun; annars virkar andlitið of breitt. Einnig verða augabrúnirnar að sjást til þess að augnsvipurinn fái að njóta sín. Nauðsynlegt er að velja ekki ferköntuð nærsýnisgleraugu sem geta verið mjög þykk, held- ur reyna að hafa þau spor- öskjulaga. Því glerið er þynnst í miðjunni og þykkast í jöðrun- um. Glampavörn betri en litað gler Oft er fólk með lituð gler í gler- augum sínum til þess að milda sólarljós. Betra er þó að nota gleraugu með glampavörn. En litaskiptandi gler getur þó oft hjálpað migrenisjúklingum. Glampavörnin gerir glerið tær- ara og minni hætta er á sjón- truflunum. Um þau gildir það sama og sagt hefur verið með stíl og andlitsfall. Fólk verður því að gefa sér tíma og huga að mörgum atrið- um, þegar keypt eru gleraugu og nýta sér þá ráðgjöf sem gler- augnaverslanir bjóða. Sigurborg Kr. Hannesdóttir skrifar frá Egilsstöðum Á aðventu Það eru að koma jól. Jólalög hljóma í útvarpinu, útvarps- menn sýna sérstakan áhuga á jólabakstrinum í ár, í aug- lýsingatímum sjónvarps- stöðvanna er okkur sagt hver sé jólagjöfin í ár og hinu sér- íslenska fyrirbæri, jólabóka- flóðinu eru gerð skil. Og það er verslunartíð á íslandi. Það er líka álag og streita. Ég veit um mörg dæmi um að fólk hafi fengið hjartaáföll, eða átt við óvenju mikil veikindi að stríða skömmu fyrir jól. Þegar það gerist er líkam- inn einfaldlega að segja, „nei, nú er ég búinn að fá nóg.“ Mikið álag í langan tíma kostar sitt. Það getur jafnvel kostað þig heilsuna. Það er hátt verð. f þessu reiknings- dæmi snýst loíorð kaup- manna við og við fáum ákaf- lega htið fyrir það sem er okkur dýrmætast. Ef þú hef- ur verið undir Iangvarandi álagi verður streitan sem gjarnan fylgir desembermán- uði að dropanum sem fyllir mælinn. En er það lögmál að að- ventan - allt fram undir klukkan sex á aðfangadags- kvöld, þurfi að vera álags- tími? Á þetta ekki einmitt að vera notalegasti tími ársins? Tími kertaljósa, kanililms, eftirvæntingar og gleði? Við látum eins og það komi ekki meiri tími eftir jól- in. Enska orðið „deadline“ gefur til kynna að sá sem ekki nær ákveðnu takmarki (-line), muni gjalda fyrir það með lífi sínu (dead-). Ekki þekki ég hvaðan orðið er upphaflega komið, en mikið finnst mér það lýsa viðhorfi okkar til jólanna vel. Allt þarf að klárast fyrir jólin. Og þá erum við ekki að tala um neina venjulega og hóflega verkefnalista sem eru á færi fólks sem vinnur fullan vinnudag og ætlar þar að auki að mæta í jólaglögg eða jólahlaðborð með vinnufélög- um, saumaklúbbum, félög- um, vinum og vandamönn- um. Nei, það er eiginlega með ólflíindum að við skulum yfirleitt hafa þetta af. Ef þú ert ein(n) þeirra sem ert búin(n) að fá nóg af þess- um hfsstfl á aðventunni, þá er eitt alveg öruggt. Þú þarft að vinna sjálflur) að breyt- ingum. Því ef þú ætlar að bíða eftir að þetta breytist úti í þjóðfélaginu þá er hætt við að þú þurfir að bíða lengi. Það gæti meira að segja farið svo að það verðir ekki þú, heldur börn þín eða barna- börn sem fá að upplifa ein- hverja breytingu. Lykillinn að því að líða vel, er að einfalda lífið. Hugsa frekar um það sem þú hefur og vera þakk- lát(ur) fyrir það, en að beina huganum stöðugt að öllu því sem þig vantar. Jólin og að- ventan eiga að vera tími ljóss, friðar og kærleika. Þetta eru verðmæti sem fást ekki keypt í næstu búð - og ekki einu sinni í verslunar- borgum erlendis. Þetta eru verðmæti sem þú átt innra með þér og jólin eru áminn- ing og tækifæri fyrir okkur að leggja sérstaka rækt við þessa eiginleika. Megir þú vera heil(l) og sæl(l) á að- ventunni. Fantasíur hættulausar Foreldrar hafa stundum áhyggjur af börnum sem tala í sífellu um vini og fé- laga sem enginn annar sér. Uppeldisfræðingar segja þó litla ástæðu til að örvænta þó okkur finnist leikur barn- anna bera keim a. fantasí- um. \ „Fjör- ugt ímyndun- arafl er liluti af sköpunargáfu barnsins,“ seg- ir Linda Mayes, prófessur í barna- sálfræði við Yale háskóla, og fullyrð- ir að fant- asíurnar séu merki um heilbrigðan þroska. Hún segir þó misjafnt hve langt börn ganga í þessari hegðun. Oftast hætta þau að tala um ímyndaða vini sína um 8-9 ára aldur. Ef þau gera það u:ns vegar kki er eng- in ástæða til að hafa áhyggjur svo framar- lega sem þau eigi einnig raunveru- ^lega, lifandi vini og virðist hamingjusöm og sátt við lífið og tilveruna. Og svo er auðvit- að aldrei að vita nema þessir ímynduðu vinir séu til í alvörunni???

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.