Dagur - Tíminn - 21.12.1996, Blaðsíða 10
22 - Laugardagur 21. desember 1996 Jkgur-ÍOmtirat
Skotveiðar
á íslandi
Um fjórtán þúsund hafa
sótt um veidileyfakort á ís-
landi og því Ijóst að áhugi
á skotveiðum er mikill.
Margar rjúpna-, gœsa-,
anda-, minka-, refa-, sela-
og hreindgraskyttur
landsins munu því eflaust
vonast eftir pakka með
bókinni Skotveiðar í ís-
lenskri náttúru eftir Ólaf
E. Friðriksson.
veiðum á einstökum dýrategundum á
liðnum öldum og árum. ítarlega er
fjallað um haglabyssur og riffla, skot og
gerð þeirra og hvers ber að gæta þegar
þegar byssur og skotfæri eru valin til
veiða. „Bókin er byggð upp þannig að
hún eigi að nýtast áhugamönnum um
skotveiðar og eins fólki sem hefur áhuga
á náttúru íslands. Það er líka töluverð
sagnfræði þarna í bland. Bókin á að vera
eins konar upplýsingarit fyrir alla þá
sem hafa áhuga á skotveiðum," segir Óf-
afur.
Og áhuginn er mikill...
„Já, þetta er býsna algengt sport en
fær ekki mikla umfjöflun nema þá hefst
neikvæða og þá um rjúpnaskyttur sem
týnast eða menn sem skjóta lömb í haga
þegar þeir ætla sér að vera á gæsaveið-
um.“
✓
Iformála segir höfundur:
„Veiðimennska er íslending-
um í blóð borin, enda hafa
fáar þjóðir verið jafn háðar veið-
um um lífsbjörg sína allt fram á
þessa daga.“ A þriðja tug þús-
unda íslendinga hefur skotvopna-
leyfi og útgefin veiðikort eru um
fjórtán þúsund og því óhætt að
fullyrða að þeir sem stunda skot-
veiðar sér til ánægju eru margir.
Ætla má að skotveiðimenn séu
hér hlutfallslega fleiri en í grann-
löndunum, enda er ísland eitt
fárra Evrópulanda þar sem unnt
er að ganga til veiða án þess að
þurfa að kaupa aðgang að veiði-
lendum dýru verði. Ólafur hefur
verið áhugamaður um skotveiðar
um skeið en hann segir bókina
miklu yfirgripsmeiri en svo að
hann byggi eingöngu á sinni
reynslu. „Ég varð að leita mér
fróðleiks víða, bæði í skrifuðum
heimildum og eins leitaði ég til
margra sérfræðinga um fugla- og
dýralíf og til sérfróðra manna um
byssur og veiði. Hugsunin er
náttúrlega sú að menn geti geng-
ið þarna að nánast öllum upplýs-
Við fyrirsátur á andaveiðum er aðstaða oft nokkuð
þröng en mikilvægt er að veiðimaðurinn bæri ekki á
sér fyrr en bráðin er komin í skotfæri.
'
Vel syndur veiðihundur er nauðsynlegur á andaveiðum.
ísland er eittfárra Evrópu-
landa þar sem unnt er að
ganga til veiða án þess að
þurfa að kaupa aðgang að
veiðilendum dýru verði.
ingum sem þeir þurfa til þess að stunda
veiðar.“
Ólafur segir að þótt fjöldinn allur af
sambærilegum erlendum bókum sé til
hafi ekki verið vænlegt að þýða og stað-
færa eina slíka? „Þessi bók er sérsniðin
fyrir íslenskar aðstæður, sem eru sér-
stakar. Dýralífið er í mörgum tilvikum
ólíkt og eins er ekki um sömu tegundir
að ræða. Atferli dýranna er heldur ekki
það sama né landslagið og hvert land
hefur líka sína siði, reglur og löggjöf."
Lamb í haga
í bókinni er saga skotveiða og vopna á
íslandi rakin afft frá 15. öld og sagt frá
Rjúpur.
Myndir birtar með leyfi útgefanda.
„Þetta er býsna algengt
sport en fœr ekki mikla
umfjöllun nema þá helst
neikvœða og þá um
rjúpnaskyttur sem týnast
eða menn sem skjóta lömb
í haga. “
Hvað var skemmtilegast við að vinna
hókina?
„Mér fannst kannski skemmtilegast
að vinna sögulega hlutann af bókinni því
hann kom mér töluvert á óvart.“
Ólafur fór auðvitað og skotveiddi jóla-
matinn en hann stundar mest rjúpna-,
gæsa- og andaveiðar sjálfur. '
-mar