Dagur - Tíminn - 21.12.1996, Blaðsíða 14
26 - Laugardagur 21. desember 1996
,®agur-®mtmn
‘IVLatarkrókur
Jón Þorsteinn Jónsson, matreiðslumaður og
verslunarstjóri íNóatúni, Austurveri, býður les-
endum til hátíðarverðar. íforréttinum notar
hann gorgonzola ost, sem er mjög vinsœll á
Ítalíu og Villigœsauppskriftina prufaði hann um
daginn og segir kirsuberjasósuna passa sérdeil-
is vel við. „Þetta eru einfaldar uppskriftir, á fœri
allra sem náð hafa tólf ára aldri. “
Eftir krásirnar finnst Jóni tilvalið að skora á
Guðjón Sigmundsson, Gaua litla, sem verður þá
íMatarkrók eftir jólin, vafalaust með girnilega
grœnmetisrétti.
Jón Þorsteinn Jónsson.
Heimalagaður ís
Forréttur
Hörpuskelfiskur
- Gorgonzola
400 g hörpuskelfiskur
100 g blaðlaukur, smátt saxað-
ur
100 g sveppir, smátt saxaðir
250 g Gorgonzola ostur
1/2 peli rjómi
fiskikraftur
hvítvín
Látið blaðlauk og sveppi
krauma í smjöri. Bætið síðan
við 1-2 dl. af hvítvíni og síðan
osti og rjóma. Smakkið og látið
hæfilegt magn af fiskikrafti.
Sjóðið í ca. 5 mínútur og bætið
síðan hörpuskelinni saman við.
Látið bíða í 4-5 mínútur þá er
rétturinn tilbúinn. Berið fram
með ristuðu brauði og köldu
hvítvíni.
Aðalréttur
Villigœs með
kirsuberjasósu
Gæsin er krydduð með salti og
pipar. Síðan er hún steikt í 35
mínútur, pr. kg. á 150-160°C.
Gæsasoð: Vængirnir eru
skornir af gæsinni og brúnaðir í
potti ásamt innmatnum (ef ein-
hver er). Brúnið síðan lauk,
gulrætur og sellerí með í pottin-
um. Kryddið með salti, pipar,
rósmarin og salvin. Notið ca. 2
b'tra af vatni. Sjóðið í ca. 2 tíma.
Kirsuberjasósa
1 lítri gœsasoð
1 krukka af kirsuberjasósu frá
Den Gamle Fabrik
smá skvetta afCognac
1 peli rjóma
þykkt með Maizenamjöli
Borið fram með sykurbrúnuð-
um kartöflum, Waldorf salati og
fersku snöggsoðnu grænmeti.
Eftirréttur
Eldsteiktir ferskir
ávextir - Grand Mariner
Melónur
Bananar
kiwi
Bláber
Jarðarber
Þetta er allt skorið í litla bita.
Athugið að ávextirnir séu ekki
of þroskaðir. Snöggsteikt í
smjöri og grand Mariner hellt
yfir og kveikt í. Borið fram með
ís.
1 litri rjomi
10 stk. egg
280 g sykur
bragðefni (eftir smekk)
Rjóminn þeyttur og geymdur í
kæli, eggin og sykurinn þeytt
saman þar til massinn er ljós og
léttur. Rjómanum bætt í, bland-
að vel saman ásamt bragðefni
til dæmis Vanilla, sherrý,
appelsínulíkjör, Coniac, döðlum
eða Kalhua likjör.
nf)
ittei
eimilis-
homið
Jólakaka í
gjafapakkningu
250 g smjör
250 g sykur
4 egg
2 msk. appelsínumarmelaði
175 g hveiti
75 g kartöflumjöl
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. vanillusykur
Skraut:
Appelsínumarmelaði
Smjör og sykur hrært létt og
ljóst. Eggjunum hrært saman
við, einu í senn, og hrært vel á
milli. Marmelaðið hrært út í.
Hveiti, lyftidufti og vanillusykri
blandað saman og hrært út í
hræruna. Deigið sett í vel smurt
og raspi stráð form (ca. l'A 1).
Kakan bökuð við 180° í ca. 60
mín. Prufið með prjóni hvort
kakan sé bökuð. Ef ekkert deig
loðir við prjóninn, er hún bök-
uð. Annars þarf hún að vera
lengur í ofninum. Volgu marm-
elaði smurt yfir kökuna.
BAKIÐ MEÐ
BÖRNUNUM
Piparkökur
250 g hveiti
'A tsk. hjartarsalt
'A tsk. kanill
'á tsk. pipar
'A tsk. engifer
’A tsk. negull
100 g smjör
175 g sykur
1 egg
2 msk. rjómi
Hveiti, hjartarsalti og kryddi
blandað saman. Smjörið mulið
saman við. Sykur, egg og rjómi
hrært saman, sett út í og hnoð-
að vei saman í mjúkt deig.
Deigið rúllað í mjóar lengjur
(fingurþykkar) og skornar í
bita, sem svo eru hnoðaðir í
kúlur. Bakað við 200° í 10 mín.
Stollen
- þýska jólabrauðið
35 g ger
2 dl ylvolg mjólk
100g sykur
100 g mjúkt smjör
Ca. 400 g hveiti
Fylling:
3 dl rúsínur
2 dl saxað súkkat
50 g smátt skorin kokkteilber
1 msk. raspað appelsínu- eða
sítrónuhýði
Gerinu blandað saman við yl-
volga mjólkina, sykrinum og
mjúku smjörinu bætt út í og
hveitið hrært saman við með
sleif. Deigið látið hefast í 1 klst.
Deigið tekið upp á borð og
hnoðað með meira hveiti ef
þörf þykir. Fyllingin sett út í
deigið ásamt appelsínu/sítrónu-
raspinu. Blandað vel saman.
Flatt út í kringlótta köku, sem
svo er brotin saman eins og
umslag. Sett á smurða plötu og
látið hefast í 30 mín. Bakað við
200° í miðjum ofninum í 30
mín. Á meðan brauðið er ennþá
volgt er það smurt að ofan með
smjöri og flórsykur sigtaður yf-
ir. Þó þetta sé kaflað jólabrauð,
er það gott ávaxtabrauð allt ár-
ið.
Volgt eplapœ
m/þeyttum rjóma
1 kg góð epli
Sykur eftir smekk hvers og eins
1 dl rúsínur
2 tsk. kanill
Deigið:
200 g hveiti
150 g smjör
100 gsykur
1 egg
Egg og perlusykur
Skerið skræld eplin í þunna
báta og látið þá í smurt eldfast
mót. Stráið sykri, rúsínum og
kanil yfir. Smjörið mulið saman
með hveiti og sykri. Egginu
bætt út í og hnoðað deig. Deigið
flatt út og skorið í ræmur með
kleinujárni ca. 1 sm þykkar.
Ræmunum er svo raðað ofan á
eplin eins og grindverk. Hrærðu
eggi smurt yfir og perlusykri
stráð yfir. Eplapæið bakað við
200° í ca. 20-30 mín. Borið
fram beint úr ofninum, með
köldum þeyttum rjóma.
Fljótlagað jólaglögg
1 stór appelsína
10 negulnaglar
2’A dl vatn
1 dl rúsínur
3 kanelstengur
1 flaska rauðvín
Sykur eftir smekk
1 glas portvín
Appelsínan er þvegin og negul-
nöglunum stungið í hana.
Appelsínan sett í pott og vatn-
inu hellt yfir. Kanelstengunum
og rúsínunum bætt út í. Látið
sjóða með lokið á pottinum í
nokkrar mínútiu-. Rauðvíninu
Ef við borð-
um ein
Ef við borðum ein, skul-
rnn við leggja fallega á
borð fyrir okkur. Kannski
hafa blóm, en alltjent get-
um við kveikt á kerti. Það
er talið mjög afslappandi,
að áliti sérfróðra manna.
Og ef við erum að reyna að
grenna okkur, er ekki síður
mikilvægt að draga athygl-
ina frá kræsingunum og
beina huganum að huggu-
legheitumun í kringum
okkur. Mjög gott er að fá
sér glas af köldu vatni með
sítrónusneið út í og ísmola,
drekka það í rólegheitum.
Vatn má maður drekka
eins mikið og hver vill. Og
eitt er víst: þú verður mett-
ur miklu fyrr, ef sá siður er
hafður á að fá sér 1-2 glös
af vatni fyrir máltíð.
bætt út í, hitið að suðumarki,
en látið ekki sjóða. Síðast er
portvíninu bætt saman við. Þá
er glöggin tilbúin. Borin fram
strax.
1. Takið aldrei formkökur
úr ofninum án þess að
ganga úr skugga um að
þær séu bakaðar. Prufið
alltaf með prjóni; ef ekk-
ert deig loðir við prjón-
inn, er kakan bökuð.
2. Stórar formkökur bakast
alltaf neðarlega í ofnin-
um; meðalstærð í miðj-
um ofni.
3. Ef súkkulaði er brætt á
hellu, skal nota vægan
hita.
IJvað er í pakkanum?
Fallegir pakkar eru alltaf
spennandi. Og fallegt skraut
undir jólatrénu.
Gleðileg jól!