Dagur - Tíminn - 21.12.1996, Blaðsíða 16
28 - Laugardagur 21. desember 1996
Ílagur-Œínmm
ICONUNGLEGA
I Ð A N
Hvað er svona merkilegt við það að
vera (konunglegur) karlmaður?
Svipuð stjórnarskrárbreyt-
ing var gerð í Noregi árið 1990,
þegar Hákon Magnús yngri
bróðir Mörtu Louisu var 17 ára
og hún 19 ára en þau eru bæði
börn þeirra Haraldar V. Nor-
egskonungs og Sonju Haraldsen
konu hans. Breytingin var hins
vegar ekki gerð afturvirk og
hélt Hákon Magnús rétti sínum
til krúnunnar. Hann varð opin-
berlega útnefndur krónprins
þegar faðir hans Haraldur V.
komst til valda í janúar 1991.
BÚBBA ákvað að velta al-
varlega fyrir sér hvort það
vœri virkilega algengt að
karlar œttu frekar rétt til
ríkiserjða en konur í kon-
ungdœmum í Evrópu.
S
Eg var að baka um daginn
og fór að velta því fyrir
mér hvort erfðareglur í
konungdæmum Evrópu tækju
mið af breyttri stoðu kvenna.
Ég vissi að Karólína væri eldri
en Albert, mundi ekki alveg
hvort Felipe á Spáni væri eldri
en systur hans og fannst ein-
hvern veginn, þar sem ég skellti
í eina lagköku, að líklega væru
Bretar ekki verr settir í dag ef
Anna hefði verið eldri en Karl.
Var svona að velta þessu fyrir
mér af ýmsum ástæðum við
jólabaksturinn. Þurfa jafnvel
fínustu prinsessur í Evrópu að
láta sér lynda kynferðislega
mismunun?
Kona - nei takk!
Tatiana hin 25 ára prinsessa í
Lichtenstein myndi líklega ekki
hlæja að þessari spurningu.
Tatiana er yngst barna þeirra
Hans Adam prins af Lichten-
stein og konu hans Maríu. Hún
á þrjá eldri bræður þannig að
möguleikar hennar á því að
gera kröfu til „krúnunnar“ eru
hvort sem er fjarlægir. En
hvernig sem aldursröðinni á
þeim systkinum er varið þá
kæmi hún hreinlega aldrei til
álita til ríkiserfða. Hins vegar
geta synir hennar, þegar og ef
hún eignast þá, öðlast erfðarétt.
En alls ekki hún sjálf vegna
Tatiana hin unga prinsessa í Lichtenstein.
Númer tvö varð
númer sjö
í Hollandi voru forréttindi karla
til krúnunnar afnumin árið
1983 og á árinu 1993 í Belgíu.
Beatrix Hollandsdrottning á
þrjá syni svo þetta breytti engu
þar í landi. Hins vegar var stað-
an sú í Belgíu að Baudouin
heitinn Belgíukonungur og Fa-
biola voru barnlaus og erfði
bróðir hans Albert sem nú er
konungur krúnuna. Albert og
kona hans Paola drottning eiga
þrjú börn. Elstur er Philippe,
þar næst er Astrid prinsessa og
síðastur í röðinni er sonurinn
Laurent. Fyrir 1993 var Laur-
ent næstur að erfðum eftir
þess að hún
er kona.
Viktoría krónprinsessa og prins Willem-Alexander krón-
prins Hollendinga eru góðir vinir.
Erfðarétti
breytt í
Svíþjóð
og Noregi
Öðru máli
gegnir um
Viktoríu Svía-
prinsessu.
Þegar hún
fæddist hinn
14. júlí 1977
voru erfða-
reglurnar í
Svíþjóð þann-
ig að réttur
hennar til
krúnunnar
hefði átt að
víkja fyrir
rétti yngri
bróður henn-
ar Carli
Philip. En
Svíum fannst
ekki hægt að
mismuna
þannig kynj-
unum og
breyttu
stjórnar-
skránni á ár-
inu 1979
þegar Silvía
drottning átti
von á sér í
annað sinn.
Raunar gekk
stjórnarskrár-
breytingin
ekki að fullu í
gildi fyrr en 1.
janúar 1980,
þegar Carl
Philip var
orðinn sjö
mánaða gam-
all. Það skipti hins vegar Svía
engu máli. Stjórnarskrárbreyt-
ingin var gerð afturvirk og Vikt-
oría var útnefnd sem krón-
prinsessa.
bróður sinn Philippe. En við
stjórnarskrárbreytinguna færð-
ist hann aftar í röðina og varð
númer sjö í erfðaröðinni, á eftir
systur sinni Astrid og börnum
hennar Qórum. Svona er að
eiga frjósama systur.
Bretar eru að velta því fyrir
sér að breyta erfðaröðinni
þannig að Anna prinsessa, sem
er næst elst, verði næst að erfð-
um á eftir Karli og á undan
Andrési sem nú er númer tvö í
erfðaröðinni. Á sumarfundi íjöl-
skyldunnar í ár var þetta rætt
og er talið að Ijölskyldan sé al-
mennt hlynnt þessu, enda væri
það í takt við það sem hefur
verið að gerast í öðrum lönd-
um. Anna yrði þá næst á eftir
sonum Karls og Díönu í erfða-
röðinni.
Bretar eru svo sem ekki ein-
ir á báti í þessum efnum því að
í Danmörku, Mónakó, Spáni og
Lúxemborg, að ógleymdu Licht-
enstein gengur réttur karla
framar rétti kvenna til ríkis-
erfða. Og hvernig kemur það
út? Jú, þrátt fyrir að Karólína
sé elst barna Rainers fursta
gengur bróðir hennar Albert
henni framar. Elsta barn Juan
Carlos Spánarkonungs og Sofiu
drottningu hans er dóttirin El-
ena sem verður að víkja fyrir
Felipe yngri bróður sínum. í
Luxemborg er því þannig varið
að elsta barnið, dóttirin Astrid,
er orðin Ijórtánda í röðinni til
ríkiserfða. Það er ekkert að
þessum elstu börnum þjóð-
höfðingjanna. Þær eru bara
konur. Ef ekkert breytist í
erfðareglum konungdæmanna
í Evrópu verður Viktoría Svía-
prinsessa væntanlega eina rikj-
andi drottning í Evrópu á kom-
andi árum.
Fyrir utan kynferðið þá
skiptir trú ríkisarfans máli í
sumum ríkjum. Þannig verður
ríkisarfi í Mónakó og Lichten-
stein að vera kaþólskur, á Norð-
urlöndum verða þeir að vera
mótmælendatrúar, en í Belgíu,
Hollandi, Spáni og Lúxemborg
skiptir trúin ekki máli stjórnar-
skrárlega séð.
Og að síðustu: Hvorki í Monakó
og Lichtenstein þiggur þjóðhöfðing-
inn nein framlög frá ríkinu.
Felipe krónprins Spánar erfir krúnuna, þrátt fyrir að hann eigi tvær eldri
systur.