Dagur - Tíminn - 21.12.1996, Blaðsíða 18

Dagur - Tíminn - 21.12.1996, Blaðsíða 18
30 - Laugardagur 21. desember 1996 glagur-'akmmt S IC Á IC Guðfríður Lilja Grétarsdóttir skrifar um skák Viltu bæta lif þitt?! Nú er einmitt sá árstími geng- inn í garð þegar við get- um öll byrjað upp á nýtt og lof- að öllu fögru. Hvílíkur léttir! Til að gera okkur auðveldara fyrir að finna hið rétta líf morgun- dagsins skulum við í dag drepa á eins konar siðferðislegum skákpredikunum hins Qölhæfa bandaríska stjórnmála- og vís- indamanns, Benjamin Franklin, sem uppi var á 18. öld. Hann getur ef til vill hjálpað okkur við gerð jóla- og áramótaheit- anna, jafnvel þótt í lauslegri þýðingu sé. „Skák“, skrifar Franklin í rit- gerð sinni „Siðfræði skákarinn- ar“ árið 1786, „er ekki bara til- gangslaus skemmtan. Fjöl- margir verðmætir eiginleikar, sem nýtast vel í lífinu, eru fengnir og þroskaðir með því að tefla, og þeir verða að siðum og venjum sem koma sér vel á hverju sem gengur í lífinu. Lífið sjálft er eins konar skák þar sem við eigum möguleika á smáum sigrum, þar sem við þurfum að kljást við samkeppn- isaðila og óvildarmenn, og þar sem íjölmargir góðir og slæmir atburðir, sem að einhverju leyti eru til komnir vegna hygginda eða heimsku okkar sjálfra, eiga sér stað. Með því að tefla skák getum við lært eftirfarandi: 1. Framsýni. 1 skák lærir maður að skyggnast inn í fram- tíðina og reyna að sjá fyrir þær afleiðingar sem gjörðir manns kunna að hafa í för með sér. Sá sem teflir spyr í sífellu: „Ef ég leik þessum leik hver verður þá hagur minn í nýju stöðunni sem upp kemur? Hvernig getur and- stæðingur minn brugðist við til að hrella mig? Hvaða aðra leiki get ég fundið sem styrkja menn mína og vernda mig frá sókn andstæðingsins? 2. Heildaryfirsýn. Maður lær- ir að líta á allt skákborðið sem og hið tiltekna svæði þar sem aðalátökin eiga sér stað. Maður hugar að samvinnu og stöðu mannanna og gerir sér grein fyrir hættunum sem steðja að. Maður hugar að mismunandi möguleikum til að styrkja sam- vinnu þeirra og rannsakar hversu líklegar hinar ýmsu gagnárásir andstæðingsins eru, og hvernig best sé að snúa vopnunum í höndum hans. 3. Varfærni. Manni lærist að leika ekki í of miklum flýti. Þessu markmiði er best náð með því að fylgja ítarlega leik- reglum skákarinnar... Maður lærir og í skák að láta ekki hugfallast þrátt fyrir að núverandi ástand sé slæmt, og venur sig á að vonast eftir hag- stæðum möguleikum. Maður lærir að láta ekki bugast heldur þrauka með áframhaldandi rannsóknum. Skák hefur að geyma svo marga mismunandi Áramótaheit atburði, og rás atburðanna er svo fjölbreytiieg, að erfiðleikar eru oft undanfari velgengni. Eftir vandlega íhugun uppgötv- ast tíðum nýjar leiðir til að komast út úr erfiðleikum sem í fyrstu virtust óyfirstíganlegir. Manni lærist þannig að berjast til síðasta blóðdropa í þeirri von að sigur náist að lok- um með eigin hæfni, eða í það minnsta með yfirsjón and- stæðingsins. Oft kemur það fyrir í skák að vel- gengni leiðir af sér hroka og kæru- leysi, og með því er meiru tap- að en unnið var í fyrstu. Erfiðleikar kalla á íhugun og baráttu. Sá sem skilur þetta lærir að gef- ast aldrei upp þótt andstæðing- urinn standi betur að vígi í fyrstu, og hann lærir einnig að einstök töp koma ekki í veg fyr- ir endanlegan sigur.“ Áramótaheitið sem Franklin myndi leggja til er sem sagt augljóst: „Ég lofa að tefla meira.“ Og hvers vegna ekki?! Ef marka má Franklin er vart til nokkuð betra leiðarljós í líf- inu! í stuttu máli sagt: Skák bætir, hressir og kætir. Fjöl- margir aðrir en Benjamin Franklin hafa ijallað um og túlkað þann lærdóm sem hægt er að draga af skák. Sem dæmi má nefna að löngu fyrir hans tíma túlkuðu ýmsir kirkj- unnar menn skáklist- ina sem fyrirmynd trúarlegra skoðana og siðaboðskapar. Eitt fyrsta rit sem prentað var á Vesturlönd- um, „Li- ber de moribus Hominum et officiis No- bilium ac Populari- um super iudo scacc- horum“ (!), sem í lauslegri þýðingu kallast „Um siði mannanna og göfugar gjörðir þeirra með tilliti til skákarinn- ar“ var fyrst prentað í Utrecht í Hollandi árið 1473. Efni ritsins eru ýmsar siðferðilegar hug- leiðingar byggðar á manntafli. Talið er að ritið hafi verið meira lesið en nokkurt annað rit á miðöldum. Það var þýtt yfir á fjölmörg tungumál og í áraraðir endursamið og afskræmt af síð- ari „höfundum" og útgefendum. Árið 1956 var gefin út í Prag sérstök bók með einu af endur- sömdu ritunum sem endaði á orðunum: „Leyfðu okkur, Jesús Kristur, konungur vor, alltaf að tefla með þessum hætti og síðar að öðlast eilífa hamingju. Am- en.“ Hvaða skák er hægt að sýna í þessu samhengi?! Emanuel Lasker, rétt eins og Benjamin Franklin, sagði skáklistina spegla lífið og að á skákborðinu ætti sér stað „drama" freisting- ar, sektarkenndar, átaka, áreynslu og sigurs réttlætis- ins...“ Við skulum sjá hvernig réttlæti Laskers sigrar fyrsta opinbera heimsmeistarann, Wiihelm Steinitz, í London árið 1899 með ómótstæðilegri feg- urð: Hvítt: Steinitz Svart: Lasker 1. e4 e5 2. Rc3 Rf6 3. f4 d5 4. d3 Rc6 5. fxe5 Rxe5 6. d4 Rg6 7. exd5 Rxd5 8. Rxd5 Dxd5 9. Rf3 Bg4 10. Be2 0-0-0 11. c3 Bd6 12. 0-0 Be8 13. h3 Bd7 14. Rg5 Rh4 15. Rf3 Rxg2 16. Kxg2 Bxh3+ 17. Kf2 f6 18. Hgl g5 19. Bxg5 fxg5 20. Hxg5 De6 21. Dd3 Bf4 22. Hhl Bxg5 23. Rxg5 Df6+ 24. Bf3 Bf5 25. Bxh7 Dg6 26. Db5 c6 27. Da5 He7 28. Hh5 Bg4 29. Hg5 Dc2+ 30. Kg3 Bxf3 og hvítur gaf, 0- 1. B R I D G E ■ ■ Þorláksson Þrautin N/enginn Sagnir: Norður Austur Suður Vestur lhjarta pass 2 spaðar pass é 76 * KDT42 * KD5 * KG6 N S é ÁKGT98 ♦ GT6 * ÁDT Auglýsendur! Á milli jóla og nýárs koma út tvö blöð. Nauðsynlegt er að auglýsendur veiti athygli skilafresti auglýsinga. Laugardaginn 28. desember kemur blaðið út að venju. Skilafrestur auglýsinga í það blað er til kl. 10.00 föstudaginn 27. desember. Priðjudaginn 51. desember (gamlárs- dag) kemur út síðasta blað ársins. Skilaffestur auglýsinga í það blað er til kl. 10.00 mánudaginn 30. desember. Við viljum vekja athygli á því að bréfasími auglýsingadeildar er 462 2087 og er opinn allan sólarhringinn. Starfsfólk auglfsingadeildar óskar viðskipta- vinum sínum gleðilegra jóla með bestu óskum umfarsceld á nfju ári. ®ctgnr-®ttmmt Sími 800 70 80 C, R Æ N T N Ú M E R 2grönd pass 6 spaðar pass pass pass Útspil: tígulás Vestur skiptir yfir í lauf eftir að hafa átt fyrsta slaginn. Allt veltur nú á trompíferðinni. Hvernig spilar þú? Samkvæmt líkum er ekki rétt að taka ás og kóng í spaða, þannig að spurningin er hvort svína eigi strax eða leggja fyrst niður spaðaás. Margir taka fyrst spaðahámann en svína síðan. Það er gert ef vera kynni að vestur eigi spaðadrottningu blanka. En sömu spilarar gleyma að líkurnar eru mun meiri á að einspil vesturs sé hundur svo framarlega sem trompið skiptist 4-1. I reynd, þegar umsjónarmaður spilaði spilið, var vestur með spaða- fjarkann blankan og austur D532. Aðeins 2 í salnum fóru rétt í trompið. Einfalda Bridgekerfið Út er kominn íslenskur bækl- ingur sem kallast Einfalda bridgekerfið. I bæklingnum er farið í gegnum spilareglur, sagnir, úrspil, varnarreglur, stigagjöf, keppnisform og fleira. Bæklingurinn fæst m.a. í bóka- verslunum og hjá Bridgesam- bandi íslands. Hann kostar 499 kr. og er höfundur bæklingsins Ilaukur Ingason. Frá Bridgefélagi Siglufjarðar Lokið er tveggja kvölda fyrir- tækjakeppni og urðu úrslit eft- irfarandi: 1. Spariskattur 1013 stig 2. íslandsbanki og Skeljungur 905 stig 3. -5. ÁTVR og góðir viðskiptavinir 895 stig - Fljót 895 stig - Sjúkrahús og Berg 895 stig Einmenningur verður haldinn mánudaginn 30. desember kl. 19.30 að Hótel Læk og eru félag- ar hvattir til að mæta. A 4 4 Ieinfalda BRIDGE (KERFIÐ * ♦ V 4 Föstudags- bridge BSÍ v6ardSeLabndstvt ^rbæk^r menningur 1996 spilaður í húsnæði BSÍ í Reyjavík s.s. annars staðar á landinu. 42 pör spiluðu í 2 riðl- um og var meðalskor 216. Efstu pör: A-riðUl NS 1. Óli Þór Kjartansson-Garðar Garðarsson 274 2. Jóhann Magnússon-Kristinn Karlsson 254 3. Sturla Snæbjörnsson-Cecil Haraldsson 248 A-riðiU AV 1. Halldór Svanbergsson-Óli Már Guðmundsson 247 2. Þorlákur Jónsson-Sævar Þor- björnsson 235 3. Sveinn R. Þorvaldsson-Stein- berg Ríkarðsson 234 fyn> byrjendur f bridge. B-riðiU NS 1. Guðmundur Sv. Hermansson- Helgi Jóhannsson 265 2. Eyþór Hauksson-Helgi Samú- elsson 242 3. Hermann Friðriksson-Karl Karlsson 233 B-riðUl AV 1. Stefán Jóhannsson-Júlíus Sigurjónsson 259 2. Magnús E. Magnússon-Stefán Stefánsson 244 3. Sverrir Ármannsson-Ás- mundur Pálsson 237.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.