Dagur - Tíminn - 21.12.1996, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn - 21.12.1996, Blaðsíða 3
j[ktgur-(IIímtrm Laugardagur 21. desember 1996 -15 WBBmBBm ‘Margir lmíðajáhmmn Biskup íslands, herra Ólaf- ur Skúlason, hefur beint þeim tilmœlum til presta að á sunnudaginn kemur verði beðið fyrir þeim sem kvíða jólunum. Hann segir að þunginn sé víða mikilL Það var Þjóðmálanefnd kirkjunnar sem lagði til að í kirkjum landsins yrði stutt og einföld helgistund þar sem beðið yrði fyrir þeim sem af einhverjum ástæðum kvíða jólunum. Nefndin hefur undan- farið íjallað um málefni þeirra sem orðið hafa fyrir áfalli á lífsgöngunni til að mynda ást- vinamissi eða heilsutjóni. Jól- in eru við- kvæmur tími fyrir þetta fólk. Herra Ólafur Skúlason bisk- up segir að þunginn sé greinilega mik- ill og að ótrú- lega margir leiti til Hjálpar- stofnunar kirkj- unnar. „Ég er í sama húsi og Hjálparstofnun og hingað koma margir sem ekki eru með þann glampa í augum sem við viljum helst að fylgi jólunum. Auk þess þekkjum við vel að sorgin og söknuðurinn verður þeim mun sárari þar sem gleðin annars myndi ríkja, því þann vantar í hópinn sem hefur veitt svo ríkulega á liðnum árum.“ Huggandi eiiífð í fréttatilkynningu frá biskupi segir að ófáir missi stjórn á áfengisdrykkju sinni yfir jólin og í margri barnssálinni bland- ist kvíði tilhlökkuninni. „Það er víða djúpt á lífshamingjunni og gleðin er víða aðeins á yfirborð- inu og naumast það. Aðrir kvíða féleysi, í þjóðfé- lagi allsnægta er fyrirkvíðanlegt að geta ekki veitt sér og sínum ,Hingað koma marg- ir sem ekki eru með þann glampa í aug- um sem við viljum helst að fglgi jólunum “ það sem alsiða telst.“ Vinnur trúin á kvíða? „Trúin er náttúrulega ekki eitthvert smyrsl sem við kaup- um úti í apóteki til þess að svið- inn hverfi en hún hefur okkur á annað stig. Þá horfum við ekki aðeins til baka heldur fram á við og hugsum um það af hverju jóhn eru hátíð. Hitt horf- umst við líka í augu við að þótt Guð gefi okkur sjálfan sig í syni sínum þá breytast mennirnir ekki allir við það. Trúin losar okkur ekki undan raunveruleik- anum en hún gerir raunveru- leikann öðruvísi af því að við sjáum Guð og að örlög okkar eru ekki bund- , ■ ■ in af þessum árum sem telja ævi, heldur er eilífðin hluti af því sem við eig- um.“ Að geta ekki veitt sínum „Þegar maður er með þungt hjarta þá skipt- - ir ekki nokkru máli hvað pakkarnir eru margir undir jólatrénu,“ segir Ólafur. - „En auglýsingarnar skerpa muninn milli ijölskyldna, sumar geta veitt sér það sem gleður börn og unglinga en aðrar ekki. For- eldrar kvíða því að geta ekki gefið börnum sínum eins og hugur þeirra stendur til og þá verða þessi þungu örlög fátækt- arinnar erfið.“ Kvíði fyrir jólunum er al- þekkt fyrirbæri og þess vegna vill kirkjan um leið og hún minnir á fagnaðarboðskapinn biðja fyrir þeim sem kvíða hátíð frelsarans. Formaður Þjóð- málanefndar Þjóðkirkjunnar er Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson og er hann fús til að veita nán- ari upplýsingar um ofangreind- ar helgistundir og tilefni þeirra. Sími hans í Dómkirkjunni er 562-2755 og heimasími hans 562-6618. Friðargöngur verða bæði í Reykjavík og á Akureyri á Þorláksmessu. Herra Ólafur Skúlason biskup: „Það er víða djúpt á lífshamingjunni og gleðin víða aðeins á yfirborðinu og naumast það.“ Slai£jgiim).]firjálafialdiiui Guðsþjónustan í Akureyr- arkirkju núna á sunnu- daginn er tileinkuð þeim sem kvíða jól- unum. Fjallað verður um jóla- kvíða í predik- un og huggun og styrkur sótt- ur í helga texta og söngva. Eftir messu verður boðið upp á kafíisopa í safnaðarheim- ilinu þar sem umræðuefnið verður „Kvíð- vænleg jól?“ Svavar Jóns- son, prestur við Akureyrar- kirkju, segir kvíðaefnin jafn margbreytileg og tilhlökkun- arefnin. Hann heldur jafnvel að það séu alltaf fleiri og fleiri sem bætast í hóp þeirra sem kvíða jólum. „Fátæktin virðist vera að aukast og festast í sessi sem er uggvænlegt. En það hefur auðvitað alltaf verið hópur fólks sem ekki hefur getað hlakkað til jólanna. Þessi mikla hátíð, jólin, magnar upp tilfinningar hjá fólki.“ Þeir sem kvíða jólun- um eru hjartanlega velkomnir í guðs- þjónustuna, hinir sem eru svo lánsam- ir að finna aðeins til tilhlökkunar eru ekki síður velkomnir. Stundin hefst klukk- an 14:00. Þráir þú frið á jörð? Dýrleif Skjóldal stendur fyrir bænastund á Ráðhústorginu á þegar sólargangur er stystur á fslandi." Triðargémgur Akuregrar ag IRgykjamkur A Ak /\þá! X JLme Jólin eru gleðihátíð. Engu að síður eru þeir ótrúlega margir sem kvíða þessari hátíð. Akureyri í kvöld og er ætlunin að fólk eigi saman rólega stund og biðji fyrir friði og kærleika á jörð. Dýrleif segir hugmyndina hafa blundað lengi í sér. „Ég ræddi þetta við kirkjunnar menn en þá vildu þeir binda þetta tiltekinni trú og kirkjun- um en mig langaði til að allir gætu verið með og líka þeir sem ekki halda jól. Það er einlæg von mín að við sem viljum auka frið og kær- leika hér á jörð getum samein- ast í þögulli „Þessi mikla hátíð, jólin, magnar upp tilfinningar hjá fólki. “ bæn á torginu í kvöld, óháð trú- arskoðunum eða öðrum lífsskoðunum okkar. - Ég held líka að það sé gott að koma saman og biðja á þessum degi Akureyri verður gengið í þágu friðar á Þorláks- lessukvöld klukkan 19:30. Þetta hefur verið gert síðustu Qögur ár en í ár verður ekki farið frá Menntaskólanum eins og venja hefur verið heldur ætlar hópurinn að hittast niður við Eimskip á Strandgötunni. Gengið verður meðfram nýja garðinum og liggur leiðin á Ráðhústorgið. Jóhann Baldvins- son, organisti í Glerárkirkju, segir að síðustu ár hafi þátttaka verið góð þrátt fyrir miklar annir manna. „Við syngjum á leiðinni og þegar við komum á Torgið heldur Björn Guðlaugs- son líffræðingur stutta friðar- hugleiðingu.“ Mæting er klukk- an 19:15. íslenskar friðarhreyfingar standa að blysför niður Lauga- ______________ veginn á Þor- láksmessu. Safnast verður saman klukkan 17:30 á Hlemmi og lagt af stað klukkan 18. Þetta er 17. árið sem frið- arganga Reykjavíkur er farin á Þorláks- ■ messu og líta margir á hana sem ómissandi hluta jólaundir- búningsins. -mar

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.