Dagur - Tíminn - 21.12.1996, Blaðsíða 24
^Dagur-^Itmmn
Þriðjudagur 21. desember 1996
Bæði hagnýtt og skapandi
Námið stóð fullkomlega
undir væntingum mínum
og mér fannst sérstak-
lega gaman hvernig hagnýtu og
skapandi námi var blandað
saman. Við lærðum ensku og
tölvunarfræði en líka myndlist,
sjálfstyrkingu og jógadans.“
Sú sem talar er Sigríður
Gunnarsdóttir, sem var í hópi
kvenna sem útskrifuðust frá
Menntasmiðjunni á Akureyri í
vikunni. Þetta er þriðja starfsár
Menntasmiðjunnar og fimmti
hópurinn sem útskrifast. f upp-
hafi var skólinn miðaður við
konur án atvinnu en nú geta
allar konur, sem eiga lausan
tíma milli níu og þrjú á daginn,
sótt um.
Lokapunkturinn á náminu að
þessu sinni var sýning á verk-
um nemenda í Punktinum og
útgáfa „Smiðju-kversins“, sem
er blað sem nemendur unnu al-
gjörlega sjálfir. „Við fór-
um á námskeið í greinar-
skrifum fyrst í haust,“
segir Sigríður og bendir
á að við vinnu blaðsins
hafi þær getað nýtt það
sem þær lærðu á mörg-
um mismunandi nám-
skeiðum. Sögurnar urðu
til í tímum þar sem skap-
andi skrift var kennd,
forsíðumyndin í mynd-
listartíma og áfram
mætti telja. „Það kom
mér á óvart hvað fór
mikill tími og orka í þetta
blað en það gaf okkur
mikið að vinna í þessu,"
segir Sigríður. Þess má
til gamans geta að
Smiðju-kverið er einnig
að finna á Internetinu
undir veffanginu: http://-
www.nett.is/msk.
AI
Sigríður Gunnarsdóttir, einn af nýútskrifuð-
um nemendum Menntasmiðjunnar, með
blaðið góða sem nemendur gáfu út.
Mynd: GS
skyr með rjóma
rj ómapönnukökur
kafil með rjóma
rjómasósur
ávextir með rjóma
rjómatertur
vöflur með rjóma
rjómaís
kakó með rjóma
rjómakökur
bláber með rjóma
rjóma
Mjólkursamlag KEA
PLI GETUR EKKI HÆTT AÐ BORÐA ÞAÐ.„.
GQTT EITT SÍH. OOTT MEÐ SÚPU - OQTT MiÐ ÖU
OQTT MiÐ RAUOVÍNI - GQTT MEÐ POTTRÉTTUM
KOM® SMAKKIÐ 06 SANNFÆRIST,,,,
TRYLGVABRAUT & BREKKUGÖTU
athiBHÐBsímanúmbr «14010