Dagur - Tíminn - 28.12.1996, Side 8

Dagur - Tíminn - 28.12.1996, Side 8
8 - Laugardagur 28. desember l')96 SOGUR 0 G SAGNIR iDcigur-Œmmm Samdrykkja á miðöldum. Þetta er fræg mynd úr íslensku teiknibókinni, sem varðveitt er í Árnasafni. Djöfuliinn situr hjá og bíður átekta, því hann situr um að hremma menn þegar þeir eru bún- ir að drekka frá sér vitið. Drykkjur miklar og glað- vœri á jólum og nýári Að halda glæsilegar jóla- veislur er forn, norrænn siður, sem var í heiðri hafður löngu fyrir kristni og tengdist afturkomu sólar upp úr svartasta skammdegi. Jól og áramót runnu saman í hátíða- höldunum, eins og enn eimir eftir af. Margar sagnir eru af veisluhöldum í Noregi um jóla- leytið fyrir og eftir að ísland fór að byggjast. Oft drukku íslensk- ir menn jólin í Noregi, stundum með kóngum og undantekn- ingalítið með höfðingjum. Hér á landi voru jólaboðin í heiðri höfð og létu höfðingjar ekki illt árferði aftra sér frá að drekka jól með stfl. í íslend- ingabók er sagt frá því að felli- vetur hafi verið 1226-27. Þá féllu hundruð nauta úr hjörð Snorra Sturlusonar í Svigna- skarði. Þar voru nautgripirnir aldir vegna húðanna, sem Snorri skrifaði á. Samt hafði höfðinginn jóladrykkju að nor- rænum sið — og var mann- margt, stendur í íslendingabók. Víða sátu íslendingar veislur og eru samkvæmissiðir Egils Skallagrímssonar frægir víða um lönd. En þegar hann sat veislu á Englandi, gerði hann sér til gamans að spúa yfir sessunaut sinn og krækja auga úr veislugesti. En Egill var í engu meðalmaður og fór hvergi troðnar slóðir, hvorki í sam- kvæmum né annars staðar. Því er varlegt að trúa að þessi skemmtan hans hafi verið al- mennur siður meðal íslendinga. Gleðskapur fylgdi jólahátíð- inni langt fram eftir öldum og var ekki alltaf kristilegt and- rúmsloft þegar kátínan tók völdin. Minna má á dansinn í Hruna, þegar söfnuðurinn dansaði svo dátt í kirkjunni að hann fór íjandans til í bókstaf- legri merkingu. Hefur verið mikið stuð á marínskapnum þegar þau býsn gengu yfir. Jólaöl ó Sogni í Þorgils sögu skarða er dágóð lýsing á veisluhöldum í Noregi. Þar segir meðal annars frá jólaboði, sem Þorgils var í í sinni fyrstu ut- anför, þá 18 vetra gamall. Þar kemur sögu að pilti er boðið að sitja veislur Brynjólfs á Hváh, sem þá var ríkastur maður á Sogni og höfðingi ágætur, sonur Jóns stáls. Þegar Þorgils kom að Hváli tók Brynjólfur honum báðum höndum og var kátur vel þegar hann setti sveininn hið næsta sér. Um heimil- ishætti Brynjólfs segir: Þar voru híbýli góð og mann- margt, löngum drykkjur míklar og glaðvœri. Urðu bamdur misjafnt við drykkinn. Síðan eru nánari lýsingar á veislusiðum og menn nefndir sem þátt tóku í gleðskapnum. Geirmundur hét maður, ná- granni Eiríks skarða og frændi. Hann hafði vingast við Þorgils, er hann var með Eiríki, og gefið hon- um taparöxi snarhyrnda, eigi mikla og hið besta járn. Hann var í jólaboði með Eiríki og drakk eigi varlega, voru margar drykkjur og mörg víti. [í veislunni var drukkið eftir fóstum reglum, og þeir sem fóru út af laginu og brutu reglurnar, urðu að tœma svonefnt vítishorn í refs- ingarskyni. Það var kallað að drekka víti. Öðru hverju hefur gestum verið skylt að tœma horn sín og þegar þeirri skyldu var illa sinnt, var það kallað að drekka víti, að maður var neyddur til að drekka í botn, eða þá niður í stik- il.] Björn hét maður og var með Brynjólfi, aldraður og hafði lengi verið með honum, og hafði það starf að hann gerði öl og varð- veitti drykk hversdagslega. Hafði hann á því grun, að Björn fœri með rógi og hviksögum milli þeirra Brynjólfs, og var þá heldur fátt merð þeim. Björn var maður skap- bráður og þóttist eiga traust ör- uggt, en var álitinn of öfundsamur. Eiríki var skipað hjá Bergi, þá Geirmundi, þá sátu bœndur hver hjá öðrum og höfðu sveit eigi all- litla. Bergur drakk jafnan lítið, því að hann var krankur, og skyldi því eigi meira drekka en hann vildi og eigi víti. Var Brynjólfur vel til hans, þótti hann vera gegn og ó- skapbráður. Þorgils var inn mesti drykkjumaður og misjafnt skap- góður við drykkinn. Það var hið áttunda kveld jóla, að drukkið var allra fastast. Var þá drukkið vín er á leið. Annan bekk sátu frelsingjar Brynjólfs [á þessum tíma var frelsingi sama og húskarl, þar sem þrœlahald var fyrir löngu aflagt í Noregi á dög- um Þorgils skarða] og tveir hirð- menn Hákonar konungs, Árni ívarsson og Ketill langur. Voru þar fyrst drukknar sveitardrykkjur, síðan slógust í hnýfddrykkjur. Gerðust þá jlestir drukknir, þeir er inni voru. [í sveitardrykkju drukku allir af sama horni, sem hver rétti öðrum. Þegar drukkin var hnýfildrykkja eða einmenningur, kneyfaði hver af sínu horni, eða hnýfli, og var þá oft lítið um samlyndi.] Slagsmól og önnur drykkjulœti Talaði Geirmundur flest um að hann þóttist vera of settur, en þótti sem drykkur vœri falsaður. [Að vera of settur er eitthvað svipað og að standa á blístri, vera orðinn belgfullur, en að drykkur sé fals- aður merkir að hann hafi ekki ver- ið áfengur. Það var því sama hvað magn vesalings Geirmundur þambaði, hann náði ekki að verða eins drukkinn og hann langaði til að verða.] Þá bar Björn ker að Geirmundi, en hann drap við hendinni og sló Drykkjarhorn eins og þau sem notuð voru í veislum heldri manna. Þau voru oft fagurlega útskorin og skreytt silfri og steinum. Þá var vont að vera laminn með horni, eins og stundum kom fyrir þegar menn urðu saupsáttir.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.