Dagur - Tíminn - 28.12.1996, Blaðsíða 10
10 - Laugardagur 28. desember 1996 - jDagur-Βnmm
Athygii hermálabandalags, sem kennt er við Norður-Atlantshaf, beinist sífellt meira að sönd-
unum austan og sunnan Miðjarðarhafs.
Líklegt er að Verkamannafiokkurinn taki við stjórn í Bretlandi 1997. Þar er nú ofarlega bjart-
sýni um betri tíð í efnahagsmálum og að landið sé að „kasta ellibelgnum".
Heimur batnandi fer
Spádómar í fjölmiðlum fyrir
árið 1997 eru á heildina
litið í bjartsýnna lagi. Yfír-
leitt er gert ráð fyrir því að
hagur heimsins í efnahagsmál-
um fari batnandi og að því fylgi
aukinn stöðugleiki í félags- og
stjórnmálum.
Vesturlönd, Eyjaálfa og Jap-
an fá frekar góðar spár, ekki
síst Bretland og Ástralía sem
spáð er 3,4% hagvexti. Af Norð-
urlöndunum er Noregi spáð
mestum hagvexti, eða 3,5%.
Aukning heildarþjóðarfram-
leiðslu Irlands verður 6,5% í ár
fFræðslumiðstöð
Reykjavíkur
auglýsir lausar stöður við
grunnskóla Reykjavíkur
FOLDASKÓLI
Starfsmann skóla vantar frá áramótum til loka
skólaárs. Starfið felst meðal annars í að hafa um-
sjón með nemendum á göngum og víðar og ýms-
um öðrum störfum innan skólans og utan. Upplýs-
ingar veitir Ragnar Gíslason skólastjóri í síma 567
0200 í skólanum og heima í síma 565 6651.
FOSSVOGSSKÓLI
Stuðningsfuiltrúa vantar í hálft starf frá áramót-
um. Starfið er meðal annars fólgið í að vera nem-
endum til aðstoðar, fylgja þeim um skólahúsnæði
og vera í samvinnu við sérkennara. Upplýsingar
veitir Óskar Einarsson skólastjóri í síma 568 0200 í
skólanum og heima í síma 554 3228.
SELÁSSKÓLI
Umsjónarmann heilsdagsskóla vantar frá ára-
mótum. Starfið felst í umsjón með gæslu 6-10 ára
nemenda. Uppeldismenntun æskileg. Fullt starf.
Einnig vantar stuðningsfulltrúa frá áramótum.
Starfið er meðal annars fólgið í að vera nemendum
til aðstoðar, fylgja þeim um skólahúsnæði og vera í
samvinnu við sérkennara. Upplýsingar veitir Haf-
steinn Karlsson skólastjóri í síma 567 2600 í skól-
anum og heima í síma 557 8358.
ÖLDUSELSSKÓLI
Stuðningsfulltrúa vantar í hálft starf frá áramótum
til loka skólaárs. Starfið er meðal annars fólgið í að
vera nemendum til aðstoðar, fylgja þeim um skóla-
húsnæði og vera í samvinnu við sérkennara. Upp-
lýsingar veitir Reynir Daníel Gunnarsson skóla-
stjóri í síma 557 5443 í skólanum og heima í síma
557 1880.
20. desember 1996,
Fræðslustjórinn í Reykjavík
Baksvið
Dagur Þorleifsson
og samkvæmt einni spá yfir 5%
á komandi ári. Þessar „aust-
urasfulegu" tölur benda til þess
að írar hafi komið ár sinni
sæmilega fyrir borð í Evrópu-
sambandi.
Áfram þensla í Aust-
ur- og Suðaustur-Asíu
í Austur- og Suðaustur-Asíu
er spáð eitthvað svipaðri þenslu
í efnahagsmálum og verið hef-
ur, t.d. 9-10% aukningu heild-
arþjóðarframleiðslu í Kína og
um 6% á Filippseyjum, sem
hafa hingað til verið frekar aft-
urúr í efnahagsundrunum þar
eystra, en virðast vera að sækja
þar í sig veðrið.
Á miðju ári sameinast Hong-
kongbúar móðurlandi sínu
Kína, sárnauðugir. Margir ótt-
ast að yfirtaka alræðisstjórnar
á „mesta frelsisblettinum í
Asíu“ (orðalag eins leiðarahöf-
undarins) gangi ekki óskapa-
laust fyrir sig og að það valdi ó-
róleika í efnahagsmálum í allri
Austur- og Suðaustur-Asíu og
raunar á mörkuðum um allan
heim.
í Rómönsku Ameríku er spáð
aukningu heildarþjóðarfram-
leiðslu, á heildina litið, þó ekki
svo mikilli að dugi til að draga
þar úr fátækt og atvinnuleysi til
mikilla muna.
Betri tíð í fyrrverandi
austurblokk
Flestum fyrrverandi austur-
blokkarríkjum er spáð batnandi
tíð í efnahagsmálum, einkum
Eistlandi, Tékklandi og Pól-
landi. Svo bregður nú við að
Pólverjar virðast njóta álits á
alþjóðavettvangi sem góðir bú-
menn í þjóðarbúskap, og má
vera að meðal grannþjóða
þeirra a.m.k. þyki það nokkrum
tíðindum sæta. Nú er svo komið
að farið er að benda Rússum á
Pólverja sem fyrirmynd um
efnahagsmál. Gert er ráð fyrir
að efnahagsástandið í Rúss-
landi fari heldur skánandi, en
Margar spár fyrir
komandi ár eru á þá
leið að hagur heims
í efnahagsmálum
batni. Innlimun
Hongkong í Kína og
ástandið austan og
sunnan Miðjarðar-
hafs eru helstu á-
hyggjuefnin.
það er þó óvíst og mikið til
komið undir stöðugleika í
stjórnmálum, sem aftur er
kominn undir heilsu Jeltsíns.
í Indlandi er spáð allmiklum
hagvexti og stöðugleika í stjórn-
og efnahagsmálum, þrátt fyrir
mikla erfiðleika, sérstaklega
vegna þess að samgöngukerfi
landsins þolir illa aukið álag
sem efnahagsvöxtur allra síð-
ustu ára hefur haft í för með
sér.
Meira að segja Afríka sunn-
an Sahara fær nú fegri spár en
verið hefur upp á síðkastið og
einu ríki þar, Úganda, er spáð
yfír 10% hagvexti.
Afríka snýr sér til
austurs
Annað ríki þar, Saír, leysist
hins vegar líklega alveg upp á
árinu, ef það er ekki búið að því
nú þegar. Aðilar í þensluríkjum
Austur- og Suðaustur-Asíu,
þ.ám. Kína, sækja í auknum
mæli til Afríku til viðskipta og
fjárfestinga og hafa af afrískum
valdhöfum góðar viðtökur. í
augum afrísku valdhafanna
hafa Asíumenn það fram yfir
Vesturlandamenn að þeir hh'fa
Afríkuríkjum við aðfinnslum út
af frammistöðu í mannréttinda-
málum og lýðræði.
Gert er ráð fyrir að þensla
NATO í austur heQist 1997 með
því að Pólland og Tékkland
verði tekin inn, sennilega Ung-
verjaland og hugsanlega SIó-
venía. Flestra spá er að inntöku
Eystrasaltsríkjanna þriggja í
bandalagið verði „frestað". Það
verður þjóðum þeirra til sárra
vonbrigða, án þess að það komi
þeim með öllu á óvart. NATO
geldur varhuga við Rússlandi,
en segist ekki líta á það sem
óvin. Áhyggjur Vestursins bein-
ast í staðinn einkum að Afríku
norðanverðri og Vestur-Asíu,
sem í augum þess o.fl. eru óút-
reiknanlegasti hluti heimsins.
Valdhafar eru þar margir veik-
burða, svokölluðu friðarferli
ísraela og Araba miðar aftur á
bak, hin herskáa hlið íslams
verður þar sífellt fyrirferðar-
meiri og horfur eru á því að ríki
þar fjandsamleg Vesturlöndum
eignist kjarna- eða sýklavopn.
Vestur-Evrópa er háðari arab-
ísku olíunni en Bandaríkin og
ekki eins hlynnt ísrael. Af þeirri
ástæðu o.fl. er alger samstaða
Vesturlanda á þessum vettvangi
ekki tryggð.
VINNINGSTOLUR oí 1QQR
LAUGARDAGINN 1Z- 1WO
Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð
"| . 5 af 5 2 6.597.080
2. 4pSs5 f V 5 179.640
3. 4,16 173 8.950
4. 3af 5 5.466 660
Samtals: 19.248.270
Upplýsingar um vinningstölur fást ©innig í símsvara
568-1511 eða Grænu númeri 800-6511 og i textavarpi
ásíðu 451.
Reild - Heilun
Bjóðum upp á einkatíma í Reiki - Heilun.
Erum við um jólin og áramótin.
Ásdís Björk og Elnar Axel s. 461 3595.