Dagur - Tíminn - 28.12.1996, Síða 18

Dagur - Tíminn - 28.12.1996, Síða 18
18 - Laugardagur 28. desember 1996 |Dagur-®nttmt S K Á IC Á háum hælum Nona Gaprindashvili. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir skrifar um skák Hún var grönn í fallegri blómadragt í þremur hlutum í rússneskum stíl (nylon), í laglegum háum skeljahælum og brúnum pels,“ stóð í frétt ensks kvennablaðs þegar Nona Gaprindashvili tefldi í Winfrith, Englandi. Ein- hvern veginn tókst blaðinu að komast nær alveg hjá því að nefna skák í frétt sinni um Gaprindashvili, eina mikilvæg- ustu skákkonu sem uppi hefur verið, en kom í staðinn á fram- færi ráðum um kvenlegan klæðaburð og göngulag! Hvort Gaprindashvili fór eftir þessum ráðum eður ei er óvitað, en í heimalandi sínu Georgíu, sem þá tilheyrði Sovétríkjunum, varð hún þjóðhetja á einni nóttu, þegar hún tók heims- meistaratitil kvenna úr höndum hinnar rússnesku Bukovu árið 1962. „Ég hef aldrei séð nokkuð þessu líkt,“ sagði stórmeistar- inn Salo Flohr um móttökurnar sem Gaprindashvili fékk eftir „sigurinn yfir Rússum“. „Stemmningin í Amsterdam 1935, þegar Euwe tók titilinn af Aljekín, bliknar í samanburði. Nona var þjóðhetja Georgíu. Ungir sem aldnir, stórir sem smáir, söfnuðust saman til að sjá hana, taka í höndina á henni, faðma hana og kyssa. ... Hvert sem hún fór safnaðist Qöldi fólks saman.“ Nona Gaprindas- hvili fæddist í Zugi- di, Georgíu, árið 1942. Hún lærði 5 ára að tefla og fékk dýrmæta reynslu með því að tefla við bræður sína fimm í „heimilismótum“ ijölskyldunnar. Þeg- ar ljóst varð að Nona hafði mikla hæfileika, flutti fjöl- skyldan til Tbilisi, höfuðborgar Georg- íu, þar sem hún var þjálfuð af Vakhtang Karseladze. í stað þess að einskorða sig við kvennamót, eins og ýmsar af betri skákkonum síns tíma, tefldi Gaprindashvili mik- ið á mótum þar sem nær eingöngu karl- menn voru á meðal keppenda. Hún er aðeins önnur skák- konan í sögunni á eftir Veru Menchik sem lét að sér kveða á meðal karla. Með því að tefla við bestu karlskák- meistara varð Gaprindashvili fljótt langbest samtímakvenna sinna í skák og hún hélt heims- meistaratitli kvenna í 16 ár, frá 1962-1978. Hún sigraði á á- skorendamótinu 1961, 19 ára gömul, og ári síðar sigraði hún heimsmeistarann Bykovu með jdirburðum í heimsmeistaraein- vígi kvenna. Hún varði svo titil- inn með reglulegu millibili næstu 16 árin, gegn Kushnir 1965, 1969 og 1972 og gegn Al- exandriyu 1975. Það var ekki fyrr en 1978 að einlægur aðdá- andi og samlandi Gaprindas- hvili, Maya Chiburdanidze, velti henni úr sessi og tók við heims- meistaratigninni. Það er til marks um þau áhrif, sem ár- angur Gaprindashvili hafði á ungar skákkonur á sínum tíma, að dýrmætasta eign Chi- burdanidze í mörg ár var stór mynd af hetjunni, sem dagblað í Georgíu færði henni að gjöf. Gaprindashvili kom til ís- lands á Reykjavíkurskákmótið árið 1964. Hún lenti í 8. sæti á- samt Magnúsi Sólmundarsyni með 5 v. af 13 mögulegum. Á alþjóðlega mótinu í Lone Pine 1977 — þar sem hún sigraði meðal annars stór- meistarana Anatoly Lein, Jim Tarjan og Shamkovich — varð hún efst ásamt Balashov, Paimo og Sahovic. Ári síðar varð hún önnur á eftir Anderson á al- þjóðlega mótinu í Dortmund, svo eitt- hvað sé nefnt. Hún varð alþjóðlegur meistari 1961, stór- meistari kvenna 1976 og stórmeistari 1978, fyrst kvenna. Árangur hennar og hvass skákstíll fékk jafnvel Harry Golombek, sem áður hafði lýst því yfir að skák væri aðeins fyr- ir karlmannlegt hug- myndaflug, til að láta hafa eftir sér: „Nona Gaprindas- hvili er undantekn- ing: Hún er einkar hæfileikarík bæði hvað varðar tækni og hug- myndaflug. Hún er sér á báti.“ Spurð hvers vegna konur tefldu verr en karlar svaraði Gaprindashvili: „Það eru að sjálfsögðu margar ástæður fyrir því hvers vegna karlmenn standa betur að vígi. Spurning- in krefst langs og flókins svars, en í stuttu máli sagt gefur göm- ul skákhefð karlmönnum mikil- vægan styrk. Vinsældir skáklist- arinnar á meðal karlmanna hjálpa þeim og mjög; því fleiri áhugamenn um skák, þeim mun fleiri stórmeistarar. Auk þess hvíla á konum ýmsar skyldur sem þær geta ekki komið sér hjá: Börn, íjölskylda, heimili. Það er erfitt að ná full- komnu jafnrétti. En konur eru að verða betri og betri í skák og næsta kynslóð á eftir okkur verður mun betri en við.“ Gaprindashvili hafði rétt fyr- ir sér hvað varðar kynslóðir kvenna: Bestu konurnar í dag eru enn betri en hún að tefla, en þær eiga hennar fordæmi líka ýmislegt að þakka. Gaprindashvili er sterk skák- kona enn í dag, en við skulum líta á gamla skák frá árinu 1967 þar sem Gaprindashvili leggur hina hollensku M.C. Vr- eeken að velli: Hvítt: Gaprindashvili Svart: M.C. Vreeken Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 g6 4. 0-0 Bg7 5. c3 Rf6 6. Hel 0-0 7. d4 cxd4 8. cxd4 d6 9. h3 Bd7 10. Rc3 a6 11. Bfl Hc8 12. Bf4 Re8 13. Dd2 e5 14. dxe5 dxe5 15. Bg5 Rf6 16. Rd5 Be6 17. Hadl He8 18. b4 h6 19. Bxh6 Rxe4 20. Hxe4 Bxd5 21. Bxg7 f5 22. Dh6 De7 23. Hxd5 fxe4 24. Bc4 og svartur gaf. Björn Þorláksson skrifar um bridge Umsjónarmaður bridge- þáttar Dags Tímans ósk- ar lesendum gleðilegs árs og þakkar liðið ár. Fyrir þá for- föllnustu sem ekki geta lifað án þess að hugsa um spilið þá fylgja hér 2 bridgeþrautir. Sá fyrri er í léttari kantinum en það þarf að hafa fyrir þeirri seinni á sérstakan hátt. Lausnir verða birtar í næsta helgarblaði Dags-Tímans. Góða skemmtun. □ DnannanD 1 i nfa ° □ | Munið flug- eldasöluna í Hamri!!! Hagstætt verö Jólaball Þórs í Hamri!!! Jólasveinar!!! Kaffihlaðborð kr. 500 fyrir fullorðna frítt fyrir börn!!! B R I D G E S/Allir Áramóta þrautir Sagnir: Suður Vestur Norður lgrand pass 4grönd pass pass Útspil hjartafimma Austur pass Sjómannafélag Eyjafjarðar Fundarboð Aðalfundur Sjómannafélags Eyjafjarðar verður haldinn að Skipagötu 14, 4. hæð (Alþýðuhúsinu), mánudaginn 30. desember 1996 og hefst kl. 11. f.h. Dagskrá: Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til afgreiðslu. Lagabreytingar. Ákvörðun félagsgjalda. Önnur mál. Stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar. spila í Hvernig er best að sveitakeppni? Vúps, samningurinn er 7 grönd og spurt er: Hvort vild- irðu heldur spila þann samning í suður eða norður? (Það er gengiðút frá því sem vísu að þú sleppir við hjarta út). ' Bridge - Bridge Islands- bankamótið 1996 verður haldið laugardaginn 28. desember og hefst kl. 10. Áætluð mótslok kl. 18.30. Spilastaður: Fiðlarinn, 4. hæð, Skipagötu. Spilaður verður Mitchell-tvímenningur, 2 lotur. Þátttökugjald: 2000 kr. á par. Verðlaun: Bikarar og flugeldar. Spilað um silfurstig. Hægt er að skrá sig á spilastað til kl. 09.45 á mótsdag. AUt spilafólk hjartanlega velkomið! BRIDGEFÉLAG $ AKUREYRAR ISLANDSBANKI

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.