Dagur - Tíminn - 31.12.1996, Blaðsíða 2
I
2 - Laugardagur 31. desember 1996
---- F R É T T I R |
Akureyri
Steinway-flygillimi kominn
Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari og tónlistarkennari, fer fimum
höndum um nótnaborð nýja flygilsins sem um tíma verður staðsettur í
Glerárkirkju.
ff n ^3 íl
1 Heiti Potturinn |
ær raddir berast frá Vest-
mannaeyjum að menn séu
gáttaðir á því sem kallað er
„jólagjöf1 til Árna Johnsen, al-
þingismanns, nokkur hundruð
þúsund krónur til að reisa bjálka-
hús, eins konar sumarhús þing-
mannsins. Menn segja að tal um
tilraunahús sé út í bláinn. Bjálka-
hús séu þegar til í landinu og þar
megi rannsaka vindálag og ann-
að. „Hér sannast það að þeir
sem standa hátt í þjóðfélaginu
sjá oft ekki bjálkann í eigin auga.
Við hinir sem erum að byggja,
þurfum að endurgreiða Hús-
næðisstofnun hverja krónu og
ríflega vexti, - þingmenn fá hins
vegar jólagjafir eins og Árni,“
sagði viðmælandi pottsins.
Menn hafa velt fyrir sér
hvaðan Davíð forsætisráð-
herra fékk innblástur til að gerast
sálmaskáld í miðjum önnum fjár-
lagaafgreiðslu. Sjálfur sagði
hann svo frá í viðtali að sálmur-
inn „Hin fyrstu Jól“ hafi verið
saminn á Alþingi þegar lokaum-
ræða um fjárlagafrumvarpið stóð
sem hæst.
Lærður og vígður guðfræð-
ingur og fræðimaður að auki velti
mjög fyrir sér táknum þeim sem
fram koma í sálminum. En síð-
asta erindið endar þannig: „Eitt
svarið er fengið, en glíma og lífs-
gátan krefjast/að gangan að jötu
sé ætíð og sífellt að hefjast."
Eftir að skáldið uþplýsti hvar
og hvernig sálmurinn var ortur
var sem Ijósi væri varpað á inn-
takið. Presturinn og fræðimaður-
inn skildi nú loksins hver hin ei-
lífa ganga að jötunni er. Það er
auðvitað ríkisjatan sem við er
átt. Glíman og gangan að ríkis-
jötunni er sífelld og þangað er
sótt til að létta mönnum, það er
stjórnmálamönnum, okið.
Sálmurinn er hrein og tær
stjórnlynd mammonsdýrkun, að
áliti séra fræðimannsins, sem er
vanur að fást við guðrækilegar
útleggingar.
Verður í fyrsta skipti
notaður á tónleikum
Sinfóníuhljómsveitar
Norðurlands með
frumflutningi á píanó-
konsert eftir Snorra
Sigfús Birgisson.
Nýr Steinway-flygill Tón-
listarfélags Akureyrar er
kominn til Akureyrar og
verður í fyrsta skipti notaður
opinberlega á tónleikum Sin-
fóníuhljómsveitar Norðurlands
5. janúar nk. í Glerárkirkju en
þá verður frumfluttur nýr ís-
lenskur píanókonsert eftir
Snorra Sigfús Birgisson. Flygill
verður fyrst um sinn staðsettur
í Glerárkirkju en ekki hefur
verið tekin ákvörðun um fram-
tíðarhúsnæði fyrir hann. Flygill-
inn er m.a. keyptur fyrir fé sem
kom inn á minningartónleikum
um Ingimar Eydal 20. október
í tillögum Reykja-
víkurlistans, sem
samþykktar hafa verið
í borgarstjórn, er m.a.
gert ráð fyrir fjölgun
kennslustunda fyrir
yngstu nemendurna,
fjölgun stuðningsfull-
trúa og námsráðgjafa.
Einnig er stefnt að því að
gera tilraun með lengri
skóladag í a.m.k. tveimur
til þremur grunnskólum næsta
sl. og 3 milljóna króna framlag
frá Akureyrarbæ en endanlegt
verð hans er 6,4 milljónir
króna.
Steinway-flygillinn verður
opinberlega vígður 18. janúar
nk. þar sem margir tónlistar-
menn koma fram og spila á
haust.
Veita á skólum viðbótar-
stundir fyrir hvern nemanda frá
og með sautjánda nemanda í
bekkjardeild í fyrsta til þriðja
bekk. Tilgangurinn er að auka
svigrúm í skólastarfi yngstu
barnanna og draga úr álagi á
þau við upphaf skólagöngunnar.
Verði nemendur í bekkjardeild
25 að tölu skal hópnum skipt í
tvo bekki með 12 og 13 nemend-
um. Stefnt er að því að verja 20
milljónum til þessa verkefnis.
í greinargerð með tillögu
meirihlutans segir m.a. að með
viðbótarstundunum megi t.d.
skipta nemendahópum tíma-
bundið í einstökum námsgrein-
um eða hafa fleiri en einn
Mynd: JHF
þetta nýja, glæsilega hljóðfæri.
Petroff-flygill, sem hefur verið í
eigu Tónhstarfélagsins, hefur
verið seldur til Menntaskólans
á Akureyri fyrir 600 þúsund
krónur og mun væntanlega
verða komið fyrir í nýbyggingu
skólans, Hólum. GG
kennara með hópnum samtím-
is í ákveðnum verkefnum.
Þá hefur verið samþykkt að
íjölga vikulegum kennslustund-
um um allt að fimm, umfram
þær 314, sem grunnskólalögin
kveða á um að þær skuli vera á
alla árganga samtals. í sam-
ræmi við þetta skal varið 2,5
millj. króna til að fjölga um
eina stund í 4. bekk umfram
lágmark grunnskólalaga.
Premur milljónum króna
verður varið til þess að ráða
námsráðgjafa í 50% starf við þá
grunnskóla borgarinnar sem
ekki hafa námsráðgjafa nú þeg-
ar og er það í samræmi við óskir
skólastjóra grunnskólanna.
H.H.S.
Kennslustundum fjölgað
ÍDíigur-ÍCmTtrax
Vemharð kjör-
inn í 4. sinn
"W Ternharð
\/ Þor-
V leifsson,
júdómaður úr
KA, var kjör-
inn íþrótta-
maður Akur-
eyrar 1996 í
hófi sem
íþrótta- og tómstundaráð Akur-
eyrar efndi til 27. desember sl.
Fjöldi annarra íþróttamanna
fékk viðurkenningu; m.a. voru
veittir styrkir til landsliðs- og
afreksmanna og viðurkenning-
ar fyrir íslandsmeistaratitla
1996. Skíðaráð Akureyrar hlaut
sérstaka viðurkenningu vegna
góðs árangurs Brynju Þor-
steinsdóttur; Handknattleiks-
deild KA vegna góðs árangurs í
öllum flokkum; íþróttafélagið
Akur vegna sérstaks árangurs
Stefáns Thorarensen og Ung-
mennafélag Akureyrar vegna
FBÍ-2000. Nánar verður skýrt
frá viðurkenningum ÍTA síðar í
Degi-Tímanum. GG
Amar til
Leifturs
A n
/\ ti!
/li.
rnar Grétarsson hefur
tilkynnt félagaskipti yfir í
læiftur í Ólafsfirði, og
leikur með þeim í 1. deildinni
næsta sumar. Arnar leikur á
miðjunni og kemur í stað Gunn-
ars Oddssonar, sem tekið hefur
að sér þjálfun Keflavíkurliðsins.
Það verður erfitt hlutverk að
feta í fótspor Gunnars sem val-
inn var knattspyrnumaður árs-
ins á lokahófi IGiattspyrnusam-
bands íslands. Þorsteinn Þor-
valdsson, formaður knatt-
spyrnudeildar Leifurs, segir að
með ráðningu Arnars sé kom-
inn sá hópur sem leiki með
Leiftri næsta sumar. GG
VEÐUR O G FÆRÐ
Reykjavík
°C_ Sun Mán Þri Mið mm
5-
0
-5
SA3 SSV3 S 3 S 3 S2
SA3 SSV4 SSA6 SSV2
Stykkishólmur
Sun Mán Þri Mið mm_
5-
0-
•5
- 5
0
SSA3 SSV3 S 3 SSA 3 SSV2
SSA3 SSV3 S 5 SV3
Bolungarvík
-
Z' \
m M
mm
•15
S2 SV 3 SSV3 S 2 SV 2
S 2 SV2 S 2 SSV2
Blönduós
°9 Sun Mán Þri Mið mm
5-1------ -----------------------h 15
0
-5-
-10
-10
5
0
S2 SSV3 SSV3 S 3 VSV1
S2 SV3 S3 SV3
Akureyri
-15
-10
- 5
0
°g Sun
0
-5-
-10
Mán
Þri
Mið mm
-10
5
0
SV3 SSV3 SV3 S 3 NV3
SSV3 SV3 SSV4 SSV3
Egilsstaðir
°g Sun
o-
-5-
-10
Mán
Þri
Mið mm
-10
5
0
V3 VSV2 VSV2 SV2 VSV2
VNV2 VSV3 VSV3 SV 3
Kirkjubæjarklaustur
Sun Mán Þri Mið m
■ o
ASA 1 VSV2 VSV2 S2 VSV 2
N1 SV2 SSV2 SSA2
Stórhöfði
^
-M 1 —i—i
ASA 4 SSV 3. SSV4 S5 ySV3
SA3 SSV6 S 5 ASA3
Hörður
Þórðarson
veðurfrœðingur
Um áramótin lítur
út fyrir ákjósanlegt
flugeldaveður um
allt land.
Línuritin sýna íjögurra
daga veðurhorfur á
hverjum stað. Línan sýnir
hitastig, súluritið 12 tíma
úrkomu en vindáttir og
vindstig eru tilgreind
fyrir neðan.
Veður/færð
Allir helstu þjóðvegir landsins eru færir um þessar
mundir. Nokkur hálka er þó víða um norðan-, aust-
an- og suðaustanvert landið. Fjallvegir sem alla
jafna er ekki átt við að opna, eru þó ófærir, eins og t.d. Lág-
heiði, Öxarfjarðarheiði og Hólssandur.