Dagur - Tíminn - 31.12.1996, Blaðsíða 1
jörður
Allt bendir
til morðs
Fimmtíu og fimm ára gamall
Hafnfirðingur, Hlöðver Sindri
Aðalsteinsson, atvinnulaus
en af og til starfandi sem vakt-
maður um borð í skipum í Hafnar-
Ijarðarhiifn, fannst látinn við veg-
arkant Krísuvíkurvegar skammt
frá Reykjanesbraut á sunnudags-
morgun. RLR telur að áverkar á
líki mannsins bendi til morðs.
Hlöðver heitinn var fráskilinn
en bjó að Álfaskeiði 4 í sama húsi
og Árni bróðir hans. Hlöðver átti
uppkomin börn með fyrrverandi
konu sinni. Fyrir næstum áratug
síðan brann hús þeirra bræðra og
búslóðir þeirra allar.
Það var um hálfellefuleytið á
sunnudagsmorgun að vegfarandi
kom að Hlöðveri Sindra látnum í
vegkantinum á Krísuvíkurvegi.
Eitt skotsár var á Hlöðveri, á
handlegg, og reyndist vera eftir
haglaskot. Dánarorsökin liggur
hins vegar ekki fyrir, rannsókn
var ekki lokið í gær, þegar blaðið
fór í prentun.
Árni bróðir Hlöðvers hefur tjáð
RLR að hann hafi heyrt útidyra-
hurð skellt að Álfaskeiði 4 um 4-
leytið aðfaranótt sunnudagsins og
jeppabíl bróðurins ekið á brott í
kjölfarið. Nokkru síðar heyrði
hann síma í íbúð bróður síns
hringja án þess að svarað væri.
-JBP
Herra Qlafur
Ragnar Grímsson
er maður ársins
hjá Degi-Tímanum
Hann kom, sá og sigradi
1 1 1
m Wm ff j
Wi w ■ ■ j siSaR; I - p j 1 f[ pj f |
t- - , V - yj* ■ r , t
Frá innsetningarathöfn forsetans í sumar.
Mynd: GS
Ráðstöfun fiskafla
Umboð útgerðanna er
alls ekki sjálfgefið
Kemur til álita að
sjómenn ráðstafi
sínum hluta af afla
upp á sitt einsdæmi.
Helgi Laxdal, formaður
Vélstjórafélags fslands,
segir að það sé ekki
sjálfgefið að útgerðarmenn fari
með ráðstöfun afla. Hann segir
það koma til álita að sjómenn
ráðstafi sínum hluta af aflanum
á markað og útvegsmenn sínum
ef ekkert miðar í því að allur
fiskur fari á markað.
Þunglega horfir um gerð
nýrra kjarasamninga eins og
staðan er í samn-
ingamálum sjó-
manna og annarra
launamanna, en
langflestir samn-
ingar eru lausir nú
um áramótin.
Kröfur einstakra
stéttarfélaga eru
sagðar hljóða uppá
allt að 150%
launahækkanir
þegar allt er talið á
sama tíma og at-
vinnurekendur bjóða 3%-4%
launahækkun á komandi ári.
Útvegsmenn hafa alfarið hafn-
að kröfum sjómanna um að all-
ur afli fari á markað og því
bendir margt til þess að öllu
óbreyttu að enn eitt verkfallið
verði reyndin á fiskiskipaflotan-
um í febrúar n.k.
„í samningum okkar stend-
ur að útgerðarmenn selji afla í
okkar umboði. Það getur vel
verið að við höfum áhuga á að
breyta eitthvað þessu umboði,
enda ekki sjálfgefið að þeir hafi
með höndum umboð til að ráð-
stafa aflanum," segir Helgi Lax-
dal. Hann minnir einnig á nið-
urstöðu Hérðsdóms Reykjaness
fyrr á árinu þess efnis að áhöfn
fiskiskips er eignaraðili að sín-
um hlut um leið og aflinn kem-
ur um borð. Samkvæmt því á
áhöfnin einnig hlut í þeim rétt-
indum sem viðkomandi afli
kann að skapa, þ.e. kvótanum.
-grh
Fatlaðir
Sigrún Huld
fer í keilu
Hún tók þá ákvörðun sjálf
að hætta núna, þar sem
hún er búin að vera svo
lengi í þessu,“ sagði Hrafn
Magnússon, faðir hinnar
fræknu sundkonu Sigrúnar
Huldar Hrafnsdóttur, en hún
hyggst nú hætta keppni eftir
glæstan feril.
Sigrún Huld, fræknasta
íþróttakona landsins úr röðum
þroskaheftra, hóf að stunda
íþróttir hjá íþróttafélaginu Ösp
árið 1983 og hefur verið nær
ósigrandi á sundmótum hér
innanlands síðan. Hennar
helsta keppnisgrein er bringu-
sund, en þar á hún heimsmet.
Sigrún Huld hefur þrisvar
verið valin íþróttamaður ársins
hjá íþróttasambandi fatlaðra og
árið 1992 var hún útnefnd besti
íþróttamaður þroskaheftra í
heiminum af Alþjóðasamtökum
þoskaheftra, INAS. H.H.S.
Helgi Laxdal
formaður Vélstjórafélags Islands
„Áhöfn er eignaraðili
að sínum hlut um
leið og afli kemur
um borð. “
Ete»&>í$sS
SKÁTA Á AKUREYRI SELUR FLUGELDA í
Útsölustaðir'0^ "
Lundur vA/iðjulund
Storholt Oseyri M
Fjölnisgata 6b
□pið í dag frá kl.
f
I