Dagur - Tíminn - 31.12.1996, Blaðsíða 7
(®agm*-'2Itnttrat
Þriðjudagur 31. desember 1996 - 7
Hvaða jréttaviðburði á Norðurlandi í októbermánuði tengist þessi mynd?
Jón Baldvin hættir
au pólitísku tíðindi gerð-
ust 22. október að Jón
Baldvin Hannibalsson,
formaður Alþýðuflokksins til 12
ára, hélt blaðamannafund þar
sem hann lýsti því yfir að hann
myndi ekki bjóða sig fram til
formanns á næsta flokksþingi
og tilnefndi Jón Baldvin Sighvat
Björgvinsson sem eftirmann
sinn. Jón Baldvin gaf jafnframt
í skyn að hann myndi draga sig
að fullu út úr pólitík þegar fram
liðu stundir en hygðist þó sitja
út kjörtúnabilið.
í kjölfar ákvörðunarinnar
hófst hörð barátta um formanns-
kjör þar sem Guðmundur Árni
Stefánsson og Sighvatur Björg-
vinsson öttu kappi. Þegar til kom
sigraði Sighvatur naumlega.
Eldsumbrot
í Vatnajöldi
Mjög kröftugt eldgos
hófst 2. október í gos-
stöð norðan Grímsvatna
í Vatnajökli. Eldgosið braut sér
leið upp í gegnum 400-500
metra þykka íshellu og náði
gosstrókurinn 5 km hæð. Aðal-
lega var um gufu að ræða en
einnig fylgdi öskufall • sem þó
dreifðist aðeins nálægt gos-
stöðvunum. Gígurinn var um
einn km í þvermál og var mikill
kraftur í gosinu í nokkra daga.
Ljóst var að í kjölfarið myndi
Skeiðarárhlaup heíjast en biðin
eftir því varð lengri en jarðvís-
indamenn áttu von á. Erlendir
ijömiðlar sýndu þessum nátt-
úruhamförum mikla athygli og
gáfust margir upp á biðinni. En
kraftur var í hlaupinu þegar
það loksins kom.
Hvellur
✓
fundi á fréttastofu
Stöðvar 2 í gær neistaði
milli Elínar Hirst og
annarra yfirmanna". Þannig
byrjar frétt Dags-Tímans frá
18. október þegar umskipti
urðu á Stöð 2 og Elín Hirst
á Stöð 2
hætti sem fréttastjóri. Ásakanir
gengu á milh Ehnar og yfir-
manna hennar og völd Jóns Ól-
afssonar í fjölmiðlum voru
rædd fram og aftur. Páll Magn-
ússon tók við stöðu Elínar að
vilja Jóns Ólafssonar.
Nóvember
Stórt Skeiðarárhlaup
Stærsta fréttin í nóvember
var tvímælalaust Skeiðar-
árhlaupið sem hófst 6.
nóvember. Mikið tjón varð á
brúarmannvirkjum á Skeiðar-
ársandi og tjónakostnaður hljóp
á hundruðum mihjóna kr., enda
þótt tjónið reyndist verða
minna en upphaflega var reikn-
að með. Vinnuflokkar Vega-
gerðar ríksins fóru fljótlega á
stjá og á skömmum tíma tókst
þeim að ljúka bráðabirgðavið-
gerðum á samgöngumannvirkj-
um. Skeiðarárhlaupið hafði
margvíslegar afleiðingar í för
með sér. Verðhrun varð á fisk-
mörkuðum á Austurlandi og
samgöngur við þann landshluta
fóru meira og minna úr skorð-
um. Stóla varð á flugsamgöngur
eða að fara norðurleiðina aust-
ur, þá um Möðrudalsöræfi.
Sjálfsmorð í algleymi
Greint var frá niður-
stöðum könnunar um
tíðni sjálfsvíga á ís-
landi. Rúmlega 320 manns
tóku líf sitt síðasta áratug,
að því er fram kom í könn-
uninni. Þetta voru rúmlega
fjórðungi fleiri einstaklingar
en fórust í umferðarslysum
á öllu þessu tímabili.
Magnús Leópoldsson leysir frá slgóðunni íSíðu-
múlafangelsinu. Hvaða s/cjóðu leysti hann frá?
Pesember
Lending í
ÚA-málum
✓
kveðin lokaniðurstaða
náðist snemma í desem-
ber varðandi eignarhald
Akureyrarbæjar á Útgerðarfé-
lagi Akureyringa. Áfram mun
bærinn eiga 20% í félaginu, en
Sölumiðstöð hraðfyrstihúsanna
keypti 125,7 millj. kr. hlut bæj-
arins í ÚA á genginu 5,25 fyrir
liðlega 660 mihj. kr. Þá seldi
Kaupfélag Eyfirðinga sinn hlut í
ÚA fyrir 544 millj. kr, en nafn-
virði var 103 mhlj. kr.
Álþensla
Ríkisvaldið ákvað í desem-
ber að draga úr fyrirhug-
uðum verklegum fram-
kvæmdum á næsta ári. Þetta
verður gert til að mæta fyrir-
sjánlegum þensluáhrifum sem
skapast munu þegar farið verð-
ur í byggingu álvers á Grundar-
tanga, einsog allt stefnir í.
Þá greindi Dagur-Tíminn frá
miklu vinnuálagi starfsfólks í
verslunum, sem tilheyrir jóla-
kauptíðinni. Dæmi eru um allt
að 19 stunda vinnudag. „Það er
ekki nema eitt sem bíður þessa
fólks þegar það kemur heim til
sín. Það bera leggur sig og
sofnar,“ sagði Magnús L.
Sveinsson, formaður VR.
Hvað er hér á seyði?