Dagur - Tíminn - 31.12.1996, Blaðsíða 17
jPagmr-ffitmitm_________________________________________________________________________________________________________________Þriðjudagur 31. desember 1996 -17
PJÓÐMÁL
Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, Jafnaðarmannaflokks íslands:
Þjóðarsálin og hin efmslegu
Aður en Ólafur Ragnar
Grímsson var kjörinn til
þess háa embœttis, sem
hann nú gegnir, lét liann ein-
hvers staðar svo um mœlt, að
stjórnmálaumrœðan á íslandi
snerist mest um hefðbundin
umrœðuefni. Aftur og aftur
rœði menn það sama og
sama. Nokkuð til í því. Gamal-
reyndir þingmenn geta séð í
almanakinu sínu nánast hvað
verður rœtt hverju sinni á Al-
þingi og af eðlisávísun hvað
hver segir: Þú segir þetta og
þá svara ég svona og þá
bregst þú við með þessum
hœtti og þá ansa ég svona.
Hring eftir hring eftir hring —
og svo skipta menn um hlut-
verk við stjórnarskipti.
Eins er það með áramóta-
greinar stjórnmálamannanna.
Fastir liðir. Ríkisijármálin,
vextirnir, verðbólgan, kjara-
málin, skattarnir, neysluvöru-
verðið. Eins og ekkert annað
skipti máli en hin efnislegu
gœði.
Samanburður á lífskjörum
íslendinga og Dana, sem gerð-
ur var að tilhlutan forsœtis-
ráðuneytisins, hefur verið í
umrœðunni. Einkum saman-
burðurinn á launatekjum,
sem er okkur óhagstœður.
Minni athygli hefur það vakið,
að þó launin okkar séu lœgri
en laun Dana þá virðumst við
eiga miklu meira af „hlutum".
Við byggjum miklu stœrra
íbúðarhúsnœði en þeir. Fleiri
bflar eru á íslenskum heimil-
um, en dönskum. Að meðaltali
tvöfalt fleiri myndbandstœki.
Fleiri farsímar. Fleiri og dýr-
ari heimilistoeki. Sennilega
margfalt fleiri fótanuddtœki,
þó ekki sé þess getið. Með
öðrum orðum miklu fleiri
„hlutir“.
Hvernig má það vera, fyrst
við höfum úr svo miklu minna
að spila? Jú, við kaupum
þetta í skuld. Danir ekki.
Danskar íjölskyldur eiga sína
„hluti“. Við höfum okkar að
láni á meðan við stöndum í
skilum með afborganirnar.
Þannig er nú það, enda ís-
lensk heimili þau, sem skulda
heimila mest í veröldinni. Það
hefur orðið á aðeins rúmum
tuttugu árum.
Lífshamingjan og
„hlutirnir“
Er þá lífshamingjan í því
fólgin, að soekjast eftir fleiri
og dýrari „hlutum" en menn
hafa ráð á? Hvað kostar þessi
eftirsókn eftir efnislegum
gœðum íslenskar íjölskyldur
— ekki í peningum, heldur í
mannlegum verðmoetum? ís-
lendingar, sem dvalist hafa
langdvölum í útlöndum og
flytja svo heim, hafa orð á því,
að stressið hér sé með ólík-
indum. Álagið, spennan, kvíð-
inn. Hvernig má annað vera,
þegar fólk hefur eilífar á-
hyggjur af því að geta staðið í
skilum og ekkert má út af
bregða? Hvaða áhrif hefur
það á heimilislífið, á eðlilegt
íjölskyldulíf, á uppeldi barna
og ungmenna? Uppeldi er
ekki síst í því fólgið að kenna
sjálfsstjórn og sjálfsaga og að
bera virðingu fyrir öðrum
manneskjum. Agaleysi og
virðingarleysi fyrir samborg-
urum er ekki stofnunum að
kenna: skólum, löggoeslu,
kerfinu — einhverjum „hin-
um“. Það er við okkur sjálf að
sakast. Hvert og eitt. Við lát-
um fjölskyldulífið mœta af-
gangi. Vegna þess að við velj-
um að nýta tímann fyrir ann-
að. Sumir, þeir sem lœgstu
launin hafa, eiga ekki annars
úrkosta. En margir eiga það.
Þeir eiga val. En velja svona.
Vegna kapphlaupsins eftir
efnislegum goeðum. Það er
ekki víst að þeir
lifnaðarhœttir breytist, þó
launin okkar hœkkuðu á einni
nóttu til jafns við Dani.
Mestu áhyggjuefni okkar
sem þjóðar œttu ekki að snú-
ast um hin efnislegu gœði ein-
vörðungu — heldur líka það,
sem er að gerast í hinni ís-
lensku þjóðarsál. Það er okk-
ur ekki til sóma. Ber ekki vott
um heilbrigða þjóðarsál í
hraustum þjóðarlíkama.
Útsýnið yfir
Austurvöll
Skrifstofur okkar, þing-
manna jafnaðarmanna, eru
við Austurstrœti. Með útsýni
yfir miðborg Reykjavíkur. Við
sitjum þar oft að störfum fram
á kvöld. Einnig um helgar.
Það, sem þar ber fyrir augu
okkar og eyru, er engin
glœsimynd, engir fagrir
hljómar. Hömluleysið. Virðing-
arleysið fyrir öðru mannfólki,
jafnvel fyrir lífi og limum ann-
arra. Ruddaskapurinn. Ég hef
gist margar borgir. Hvergi séð
svona. Kvöld eftir kvöld, helgi
eftir helgi. Eitthvað er að.
Meira en lítið. Er kapphlaupið
eftir efnislegum gœðum svona
dýrkeypt? Eða amar eitthvað
annað að? Hvað?
Fjölskyldulíf okkar fslend-
inga er á fallanda fœti. Heim-
ilin svefnstaðir. Mannleg sam-
skipti í lágmarki. Við jafnað-
armenn auglýsum eftir fjöl-
skyldustefnu. Lífskjör þjóðar
eru nefnilega meira en launin.
Menningin er hluti hfskjar-
anna. Þetta, sem við sjáum og
heyrum — stöðugar fréttir af
óhcefuverkum, tilefnislausu
ofbeldi og misþyrmingum —
ber ekki vott um að sá hluti
lífskjaranna sé eins og vera á
og verið getur. Þar er við okk-
ur sjálf að sakast.
Þessi öfugþróun, nánast
villimennska, sem við erum öll
vitni að, veldur mér meiri á-
hyggjum en hin hefðbundnu
viðfangsefni íslenskra stjórn-
mála: verðbólgan, skattarnir,
launin og allt það. Meðal ann-
ars vegna þess, að ég óttast,
að við getum ekki leyst þessi
vandamál með úrlausnum,
sem tengd eru hinum efnis-
legu gœðum — með hœrri
launum, lœgri sköttum, minni
verðbólgu, fleiri álverum,
lœgra búvöruverði og hvað
það nú allt heitir, sem stjórn-
málaforingjar taka til umijöll-
unar í áramótagreinum sín-
um. íslenska þjóðin var miklu
fátœkari á mínum uppvaxtar-
árum en hún er núna. Átti svo
miklu minna af „hlutum“. En
þrátt fyrir það gáfu menn sér
miklu meiri tíma fyrir sig og
sína. Fyrir ijölskyldur sínar og
vini. Þrátt fyrir fátœktina á
mœlikvarða efnislegra gœða.
Fátœkt í ríkidœmi
Kannski er fátœkt afstœtt
orð. Ríkidœmi á einu sviði kann
að fylgja fátœkt á öðru. En það
er ekkert lögmál að svo þurfi að
vera. Engin rök fyrir því. Við,
þú og ég, getum átt valið.
Vissulega er eftirsóknarvert
að eiga falleg heimili, ríkulega
búin að hlutum. Eiga fleiri
bfla, fleiri farsíma, fleiri
myndbandstoeki en ríkari ná-
grannaþjóðir. En ekki ef það
kostar að fólk reisi sér slíka
hurðarása um öxl, að fyrir
það sé öllu öðru fórnað. Fjöl-
skyldulífi, jafnvel sálarheill
einnar þjóðar.
Um þetta er ég að hugsa
núna. Vera má, að sumum
þyki það ekki eiga við. í ára-
mótagreinum eigi formenn
stjórnmálaflokka að fjalla um
rikisfjármálin, skattana, verð-
bólguna, vextina, viðskipta-
hallann, launamálin og allt
þetta hefðbundna. Eins og all-
ir hinir, nema þar sem einn
sér svart sér annar hvítt — þú
segir þetta og ég svara svona
og þá bregst þú við með þess-
um hœtti og ég ansa svona.
Þetta er jú okkar hefðbundna
hlutverk — ár eftir ár eftir ár,
hring eftir hring eftir hring.
Eins og Ólafur Ragnar Gríms-
son sagði.
Innlausnarverð vaxtamiða
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
Hinn 10. janúar 1997 er 24. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs í 1. fl. B 1985.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 24 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir:
Vaxtamiði með 5.000 kr. skírteini = kr. 575,90
ff tf 10.000 kr. skírteini = kr. 1.151,80
ft tl 100.000 kr. skírteini = kr. 11.518,00
Hinn 10. janúar 1997 er 22. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs í 1. fl. B 1986.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 22 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir:
Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 5.148,10
Ofangreindar fjárhæðir eru vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10. júlí 1996 til 10. janúar 1997 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna.
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga.
Innlausn vaxtamiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands,
Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 10. janúar 1997.
Reykjavík, 31. desember 1996
SEÐLABANKIÍSLANDS