Dagur - Tíminn - 31.12.1996, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn - 31.12.1996, Blaðsíða 9
ÍDagur-XEmtinn Þriðjudagur 31. desember 1996 - 9 MENNING O G LISTIR Á Renniverkstæðinu Arnar Jónsson í hlutverki Ais sem þekkir listir, menningu og sögu mannkyns betur en hinn fáfróði Angel sem leikinn er af Þráni Karlssyni. Haukur Ágústsson skrifar um leiklist Leikfélag Akureyrar frum- sýndi leikritið Undir ber- um himni eftir Steve Tes- ich í þýðingu Hallgríms Helga Helgasonar sunnudaginn 29. desember. Leikstjóri verksins er Eyvindur Erlendsson, en Ieik- mynd er eftir Magnús Pálsson. Hróðmar Ingi Sveinbjörnsson valdi tónlist í verkið, en Iýsing er unnin af Jóhanni Bjarna Pálmasyni. Uppsetningarstaður verks- ins er heldur óvenjulegur, en hann er fyrrverandi renniverk- stæði Vélsmiðjunnar Odda. Húsnæðinu hefur lítið sem ekk- ert verið breytt, heldur einungis byggðir inn í það áhorfenda- pallar á tvo vegu við þríhyrn- ingslagað svið, sem er á gólfi hússins. Það er þakið sandpok- um, sem gefa því áferð, sem lík- ist því að það sé lagt ávölum hellum. Þessi grófi umbúnaður á sviðinu, afar hrátt húsið og höfugur eimur af ryki áranna falla mjög vel að verkinu. Stór- ar, svart/hvítar skuggamyndir, sem varpað er á vegg á þá hlið sviðsins, sem áhorfendur sitja ekki við, gefa sterkan svip. Vel valin tónlist flutt með hóílegum styrk eykur mjög á hrif sýning- arinnar. Leikhljóð eru áhrifarík, en þau fara iðulega um húsið líkt og í þrívídd. Loks er lýsing fagmannlega unnin og undir- strikar vel þann drunga og þá ógn, sem tíðum hvílir yfir þessu magnaða leikverki. Efnisskrá Krists Allt verkið gerist undir berum en drungalegum himni. Aðal- persónurnar tvær, A1 og Angel, hrekjast um í hörmungum borgarastyrjaldar dragandi með sér vagn hlaðinn listaverk- um, sem ætlunin er að nýta sem nokkurs konar vegabréf og farareyri á flóttanum til hyll- ingalands frelsis og friðar. A1 hefur víðtæka þekkingu á list- um, menningu og sögu mann- kynsins, heimspeki þess og hugmyndakerfum. Angel er hins vegar fáfróður. Hann lærir af A1 í gangi verksins, en þekk- ing hans verður einungis hol og grundvallarlaus runa stað- reynda. Hann er þó að ýmsu heilli maður en hinn lærði Al, sem hefur meðal annars hugs- að sig frá meiri hluta almennr- ar siðfræði. í ferli verksins koma upp margar þær spurningar, sem mannkynið hefur glímt við frá örófi alda. Þær kristallast í sið- ferðis- og manngildiskröfu trú- arbragðanna. Hún er táknuð með Kristi endurkomnum, en hann hefur ekkert á efnisskrá sinni, eins og segir í verkinu, annað en alþekkta hluti, sem hann endurtekur í sífellu. Þetta atriði er vel fram sett í áhrifa- ríkri einræðu munksins, sem er að sligast undan þunga boð- skaparins og því, að maðurinn veit og skilur en vitkast ekki, heldur gengur kynslóð af kyn- slóð sína hörmungabraut með stríðum og meiðingum, nauðg- unum og drápum. Arnar og Þráinn Inn í þá áhrifamiklu mynd af slysaferð mannsins, sem höf- undur dregur upp, læðir hann skoplegum atriðum, sem nýtast vel til þess að auka á þunga boðskaparins, sem í verkinu Leiksýningin Undir berum himni er í alla staði vönduð og hið nýja leiksvið fellur að verkinu eins og hanski að hönd. felst. í þessu sem öðru hefur leikstjóranum, Eyvindi Erlends- syni, tekist vel að leggja áhersl- ur og móta sviðsferð, sem lyfta verkinu og draga fram höfuðat- riði, svo að þau ná að njóta sín af þeim þunga, sem ber hverju sinni. Arnar Jónsson, sem leikur Al, og Þráinn Karlsson, sem leikur Angel, fara með höfuð- hlutverkin x Undir berum himni. Báðir ná mjög góðum tökum á persónum sínum og þróa þær sannferðuglega í ferli verksins. Samleikur þeirra er afar náinn. Þeir byggja upp túlkun hvor annars og sækja styrk hvor til annars í persónu- sköpun sinni. A1 er leiðandi í samskiptum persónanna fram- an af, en jöfnuður verður æ meiri með honum og Angel er á líður verkið. Þeim Arnari og Þráni tekst vel að sýna þessa þróun, sem er einn af höfuð- þáttum verksins. Segja má, að sem næst hvergi beri skugga á túlkun þessara mjög svo færu leikara, en einna helst þó í nokkrum raddstyrksgosum, Ljósm. Páll Pálsson. sem þeir báðir beita nokkuð um of ofsalega. Á erindi við alla Aðalsteinn Bergdal leikur munkinn. Einræða hans um vanda mannsins gagnvart kröfu trúarbragðanna er flutt af þunga og einlægni, sem óhjá- kvæmilega hlýtur að vekja end- uróm í hvers manns hjarta. Jes- ús er leikinn af Stefáni Eriú Arnarsyni. Hlutverkið er ekki síst táknrænt en Stefán Örn gæðir það þeim blæ, sem hæfir. Eina kvenhlutverkið í leikritinu, stúlku, leikur Eva Signý Bergar. Hlutverkið er smátt, en Eva Sig- ný gerir því góð skil. í smærri hlutverkum eru Skúli Gautason, Snorri Ásmundsson, Birgir Rafn Friðriksson, Ólafur Sveinsson og Vigfús Ragnarsson. Allir komast þeir vel frá sínu. Undir berum himni er magnað verk hlaðið boðskap og merkingu blandað markvissri kímni. Það er vissulega kvöld- stundar virði og kemur þar tii ekki einungis efiú þess, sem á erindi við hvern mann, heldur ekki síður vönduð uppsetning á óvenjulegum stað, sem fellur að verkinu eins og hanski að hönd. Þýðing Hallgríms Helga Helga- sonar er góð og fer vel í munni flytjenda. Verkið heldur mjög vel risi í ferli sínum. Þó fellur það nokkuð í lokaatriðinu, krossfestingarsenunni, sem er að verulegu leyti óþörf endur- tekning efnis, sem flallað hefur verið um að fullu framar í verk- inu. Fyrir utan þetta atriði, sem ekki vegur ýkja þungt, er hér um að ræða sýningu, sem full ástæða er til að mæla með. Til viðskiptavina Efnaverksmiðjunnar Sjafnar hf. Lager fyrirtækisins að Austursíðu 2, Akureyri, verður lokaður mánudaginn 30. desember 1996 og fimmtudaginn 2. janúar 1997. Gleðilegt ár. r«jaia1 Efnaverksmiðjan Sjöfn hf. u' 'N L\ c\ 1» V JMaJUéó- ó&emmtim VJt Verslunarmannafélag Reykjavíkur heldur jólatrésskemmtun fyrir börn félagsmanna, sunnudaginn 5. janúar nk. kl. 15 á Hótel íslandi. Miðaverð er kr. 600,- fyrir börn og kr. 200,- fyrir fullorðna. Miðar eru seldir á skrifstofu VR í Húsi verslunarinnar, 8. hæð og við innganginn. Nánari upplýsingar í síma félagsins 568 7100. Verslunarmannafélag Reykjavíkur. 1 1 J | ! (líJRUíí M. Jíl ffl jRIfriSll I ~ i BJUtaJSíiÍ LEIKFÉLAG AKUREYRAR Undir berum himni eftir Steve Tesich Sýningar á „Renniverkstæðinu" (Slrandgötu 49) 3. sýning lau. 4. jan. kl. 20.30. 4. sýning sun. 5. jan. kl. 20.30. Sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning er hafin. MiSasalan er opin alla virka daga nema mánud. kl. 13.00-17.00 og fram aS sýningu sýningardaga. Símsvari allan sólarhringinn. Simi i miSasölu: 462 1400. ’iDagur-tEmttmt - besti tími dagsins! ÞJÓDLEIKHCSID Stóra sviðið kl. 20.00 VILLIÖNDIN eftir Henrik Ibsen Þýðing: Kristján Jóhann Jónsson. Tónlist: Jan Kaspersen. Lýsing: Bjöm Bergsteinn Guðmundsson. Búningar: Elín Edda Ámadóttir. Leikmynd: Grétar Reynisson. Leikstjóm: Stefán Baldursson. Leikendur: Pálmi Gestsson, Edda Heiðrún Bachmann, Sigurður Sigurjónsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Sigurður Skúlason, Gunnar Eyjólfsson, Róbert Amfinnsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Ámi Tryggvason, Bessi Bjarnason, Flosi Ólatsson, Magnús Ragnarsson, Valur Freyr Einarsson. 4. sýn. föstud. 3. jan. Uppselt. 5. sýn. fimmtud. 9. jan. Uppselt. 6. sýn. sunnud. 12. jan. Örfá sæti laus. KENNARAR ÓSKAST eftir Ólaf Hauk Símonarson 6. sýn. fimmtud. 2. jan. Nokkur sæti laus. 7. sýn. sunnud. 5. jan. Nokkur sæti laus. 8. sýn. föstud. 10. jan. Nokkur sæti laus. ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Laugard. 4. jan. Laugard. 11. jan. Barnaleikritið LITLIKLÁUS 0G STÓRIKLÁUS eftir H.C. Andersen verður frumsýnt seinni hluta janúar. Miðasala auglýst síðar. Smfðaverkstæðið kl. 20.30 LEITT HÚN SKYLDI VERA SKÆKJA eftir John Ford Föstud. 3. jan., sunnud. 5. jan., fimmtud. 9. jan., Föstud. 10. jan. Athygli skal vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn f salinn eftir að sýning er hafin. ★ ★ ★ GJAFAKORT í LEIKHÚS - SÍGILD OG SKEMMTILEG GJÖF ★ ★ ★ Miðasalan verður lokuð gamlársdag og nýársdag, hún verður opnuð aftur með venjulegum hætti 2. janúar. Sími 551 1200.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.