Dagur - Tíminn - 31.12.1996, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn - 31.12.1996, Blaðsíða 4
4 - Þriðjudagur 31. desember 1996 iOagur-Œmrimt ANNÁLAR FRÉTTAANNÁLAR 1996 Janúar Harðnar í deilu Flóka og Jóns Atökin í Langholtskirkju á milli þeirra sr. Flóka Kristinssonar og Jóns Stefánssonar organista og kór- stjóra stigmögnuðust í ársbyrj- un eftir að uppúr sauð í sam- skiptum þeirra í jólamánuðin- Meðal annars fór sr. Flóki fram á það við sóknarnefndina í janúar að Jón yrði rekinn úr starfi. Þessi ósk prestsins kom biskupnum í opna skjöldu en svo fór að sóknarnefndin hafn- aði beiðni Flóka. Af hálfu bisk- ups var Eiríkur Tómasson laga- prófessor fenginn til að fara of- an í sauma á deilunni, sem að mati sóknarnefndar var sögð mjög víðtæk. Hinsvegar var það haft eftir Kjartani Sigurjónssyni formanni Félags organista að Langholtsdeilan væri ekkert einsdæmi. Ragnheiður þegir Ragnheiður Ríkharðs- dóttir skólastjóri í Mosfellsbæ og móðir Ríkharðs Daðasonar knatt- spyrnumanns sagðist ætla að þegja á vellinum þegar sonur hennar léki með KR gegn Fram. En hún er landsþekkt fyrir hvatningar- hróp sín á vellinum. Rík- harður skipti úr Fram yfir í KR og lék með því liði sl. sumar við góðan orðstír og varð m.a. markakóngur í 1. deildinni. Janúar Hvaða fréttaviðburði á höfuðborgarsvœðinu tengist þessi mynd? Ragnar í forsetann Ragnar Jónsson vara- organisti í Langliolts- kirkju varð sá fyrsti sem lýsti því opinberlega yfir að hann ætlaði í framboð til embættis forseta íslands. Ragnar sem á fimm börn með þremur konum sagðist ætla að leggja höfuðáherslu á að Island yrði til fyrirmyndar í ijölskyldumálum. Biskup sakaður um áreitni * febrúar komst það í hámæli að biskup íslands hefði ver- ið ásakaður af tveimur kon- um um kynferðislega áreitni. Atvikin voru sögð hafa átt sér stað annars vegar í Bústaða- kirkju og hins vegar á skemmti- stað í Kaupmannahöfn. Orð stóð hins vegar gegn orði því biskup neitaði því að nokkur áreitni hefði átt sér stað, hann hefði aðeins talað við konurnar. Málið fór fyrir siðanefnd þjóðkirkjunnar. Mikil umræða varð um málið í fjölmiðlum og virðist sem það hafi lekið úr siðanefndinni til fjölmiðlanna. Hver yfirlýsingin fór á fætur annarri og gengu á víxl ásakan- ir um trúnaðarbrest og óheil- indi. Háværar raddir voru um það að biskup segði af sér emb- ætti. í lok febrúar sendu kon- urnar frá sér yfirlýsingu þar sem þær sögðu að upphaf fjöl- miðlaumræðunnar hefði ekki verið að þeirra frumkvæði eða ósk, en þær sögðust „tilneyddar til að skýra þjóðinni frá því í smáatriðum um hvaða ávirð- ingar er að ræða í þessu rnáli" ef siðanefnd taki ekki á því með ábyrgum hætti. Hvaða samninga er hér verið að undirrita á Hótel Sögu eftir töluverðan taugatitring og óvissu? Aldrei meiri afli í einum s ljós kom að aldrei í sögunni hefur aflast meira í einum mánuði heldur en í febrúar í ár, en flotinn færði þá 455 þúsund tonn að landi. Þetta var 90 þúsund tonnum meiri mán- aðarafli heldur en nokkru sinni áður í íslandssögunni. Þessi gríðarlegi afli var fyrst og fremst vegna loðnunnar. Alls veiddust 408 þúsund tonn af loðnu í mánuðinum sem var líka algert met. Raunar hefur loðnuafli aðeins þrisvar sinnum farið yfir 300 þús. tonn í einum mánuði, frá því loðnuveiðar Kastró Sagt var að Kastró Kúbuleið- togi hafi tryllst þegar hann frétti að nafn og mynd hans gamla byltingarbróður og fé- laga, Che Guevara, væri komið á bjór sem verið væri að markaðs- setja í Bretlandi. Kastró, sem berst gegn því að nafn Che Gue- vara sé notað í hagnaðarskyni, Mars Fyrstu prufuholumar fyrir Hvalfjarðargöngin voru boraðar í mars. Hver verður mesta dýpt ganganna undir sjávarmáli? mánuði hófust hér við land. En heildar- afli í einum mánuði hefur fimm sinnum farið yfir 300.000 tonna markið, í öll skiptin á þessum áratug. Aflaverðmæti fyrstu tvo mán- uði þessa árs varð líka rúmlega þriðjungi meira heldur en árið á undan, eða hátt í 11 milljarð- ar. trylltist skipaði mönnum sínum að stöðva þessi „helgispjöll". Út- sendarar hans réðu sér lögfræð- ing í London sem reyndi að fá vörumerkið bannað, en tókst ekki. Che Guevara bjórinn er sagður vinsæll í Bretlandi en í Bandaríkjunum er sala hans bönnuð sem vænta mátti. Bara 3% þola ^ baðið Arangur björgunar- manna olíublautra fugla felst miklu fremur í því að fá myndir af sér í fjölmiðlum heldur en björgun fuglslífa. Vís- indalegar rannsóknir á lífs- líkum fugla eftir hreinsun og umönnun björgunar- manna haf leitt í ljós að fuglarnir deyja næstum innan 10 daga frá því að þeim var sleppt lausum að hreinsun lokinni. Banda- rísk gögn um afdrif bjarg- aðra sjávarfugla síðustu þrjá áratugi leiða í ljós að 97% þeirra drepast annað hvort á meðan verið er að hreinsa þá eða stuttu síðar.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.