Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1981, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1981, Qupperneq 10
10 Útlönd Útlönd Útlönd DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981. Utlönd Áfengisokrið knýr Svía til „heimilisidnaðar" Jafnvel saksóknari ríkisins gat ekki annað en dáðst að handbragðinu á meistarastykkinu, sem sænskur iðn- sveinn hafði smiðað í iðnnámi á vegum rikisins. Gripurinn var gerður úr gljáandi og ryðfríu stáli og lofaði meistarann. En ágætiseinkunn fyrir góða smið mildaði ekki dóminn, sem sveinn hlaut. Þessi smíðisgripur var nefni- lega eimingartæki, sem bönnuð eru samkvæmt lögum í Svíþjóð, og með þeim hafði sakborningurinn eimað tólf lítra af 85% spíra, sem margur hefði öfundað hann af. — Eimingar- tækin voru þó gerð upptæk, smiður- inn dæmdur hárrar sektar og skil- orðsbundió; fangelsi. Útbreidd iðja Þetta þótti nokkuð óvenjulegt mál, þegar frá því var greint í sænskum blöðum, en þá fyrst og fremst hvað eimingartækin voru óvanalega vönduð. Hitt er daglegur viðburður, að upp komist um slíkan „heimilis- iðnað”, þvi að hann er orðinn veru- lega útbreiddur í Svíþjóð. Því veldur okurverðið, sem er á áfengum drykkjum í Svíþjóð. Svíar eins og við halda verðlagi á brennivíni og sterkum áfengum bjór mjög háu. Hinn háleiti tilgangur er sagður vera sá að fæla fólk frá þvi að kaupa og um leið neyta áfengis, en ársreikningar sýna, að sprúttsalan er ríkissjóði alldrjúgt búsilag og er ekki farið dult með, hvað ríkishítin er henni háð. En eins og hér eru templarar áhrifamiklir í Svíþjóð og ber umræða um áfengismálin þess sterkan svip. Er þjóðarsálin nánast komin með minni- máttarkennd af öllu umtalinu um áfengisbölið, svo að hverjum og einum er það hið mesta feimnismál, hvað hann leyfir sér að væta kverk- arnar oft og hve mikið í senn. Hinn nýi heimilisiðnaður, brugg og eiming í heimahúsum, er fullt eins sprottin af því, að menn þurfa þá ekki að láta sjá sig eins oft í áfengisverslunum. Guðmundur Pétursson fréttastjóri skrifar Drjúgt búsilag Áfengissalan gaf af sér 8,4 millj- arða sænskra króna í tekjur á síðasts ári. Sú upphæð er um 68,4% einka- neyslunnar og 5,6% allra þjóðartekn- anna, og má af því sjá, að það eru engir smámunir, sem þarna er um að tefla. Þróunin hefur verið slík, að sala á áfengu öli jókst um 6% á síðasta ári, eða upp í 9 milljarða sænskra króna. En sala á sterkum vínum dróst saman um 9,3%. — Er því spáð, að neysla á sterkum vínum muni minnka niður í 58 milljón lítra á þessu ári úr 64 millj- ón lítrum árið 1980. Verðlagning eins og á íslandi Engan undrar þótt kaupin minnki á sterku vínunum, því að verðið á ákavítinu, þjóðardrykk Svía, hjá áfengiseinkasölu sænska ríkisins er 88 krónur sænskar (132 krónur ísl.), sem þykir vera ræningjaprís, þótt við íslendingar látum okkur ekki mikið um slikt finnast, enda löngum verið illu vanir í þeim efnum. En af þessum 88 sænsku krónum fara 80,50 beint í ríkiskassann. Skilst þá enn betur, hversvegna heimabruggið hefur rutt sér meira til rúms. Það sparar meira í búgjöldum en sultun og sláturgerð, því að kostn- aður til gerðar á einum lítra af spíra liggur einhversstaðar við átta krónur sænskar, þegar meðreiknaður er stofnkostnaður í eimingartækjum. Einstaklingsframtakið á þessu sviði er þó greinilega ekki allt miðað við einkanot. Á dögunum komst lögreglan á snoðir um bruggverk- smiðju, eða öllu heldureimingarstöð, þar sem menn unnu drykkjarhæfan spíra úr iðnaðarspíritusi. Vikuleg afköst þeirra voru 10 þúsund litrar. Meiri annir hjá lögreglunni Afskipti lögreglunnar af heima- bruggi hafa aukist og ráku 365 slík mál á hennar fjörur 1980, sem var veruleg fjölgun frá þeim 288 brugg- málum, sem til hennar kasta komu árið 1979. Töluverð brögð eru að því, að fólk reyni að smygla frá Noregi, sem er frjálslegri í afstöðunni til heimabruggs og eimingar, heilum eimingartækjum og bruggpökkum. Hefur sænska tollgæslan stöðvað slikan innflutning, þar sem hún hefur orðið vör við. Naumast líður svo mánuður, að ekki berist fréttir af einhverjum uppákomum í sambandi við heima- framleiðsluna hjá Svíum. Hafa þær sýnt, að þetta er ekki alveg hættulaus iðja, — svona auk hættunnar á árekstrum við yfirvaldið. Nýlega eyðilagðist heilt eldhús framtaks- samrar fjölskyldu, þegar suðupottur- inn sprakk. Upp kom eldur og brunnu þar eldhúsinnrétting, tæki og 1.500 lítrar af 70% spíra, en eig- andinn stóð uppi með sviðið Hár Viðskipti við Líbýu víða í sviðsljósinu: Ágreiningur í Noregi um viðskiptasamning vib líbýska herinn Káre Kristiansen, nýkjörinn formaður norska þingsins. Nýlega urðu i Noregi blaðaum- ræður um viðskipti norsks fyrirtækis við líbýska herinn. Upphaf málsins var það, að hergagnaverksmiðja í eigu norska ríkisins, Kongsberg vopnaverksmiðjan, gerði árið 1977 samning við líbýska flugherinn um sölu og uppsetningu á 40 rafstöðvum til Líbýu. Nokkrar rafstöðvanna eru stað- settar í Tobruk sem er 50 kílómetra frá landamærum Egyptalands. Þar eru þær notaðar til að knýja radar- stöðvar líbýska hersins og eld- flaugnaskotpalla. Aðrar rafstöðvar eru í herbúðum í borginni Taigura, 20 km frá höfuðborginni, Tripoli. Norskir tæknimenn hafa komið stöðvum þessum upp og munu þeir einnig sjá um viðhald þeirra í fram- tíðinni . Samningurinn sem gerður var við líbýska flugherinn var i tveimur þáttum. Annars vegar er gert ráð fyrir rafstöðvum og hins vegar tækjabúnaði til að vinna ferskvatn úr sjó. Samningurinn um rafstöðvarnar var gerður með milligöngu þýzks fyrirtækis. Norðmenn lögðu þar allt til nema sjálfa' túrbínuna, en hún kom frá bandarísku fyrirtæki. Ferskvatnstækin hafa verið sett upp við herbúðir íTaiguraog luku norskir tæknimenn við þau á síðasta- ári. Meðan á uppsetningu tækjanna stóð var nefnd frá Kongsberg vopna- verksmiðjunni send til viðræðna við yfirmann herbúðanna. Hann vildi láta flýta verkinu Sem mest vegna til- finnanlegs skorts á drykkjarvatni. Erfitt að fylgjast með noktun stöðvanna eftir að þœr eru komnar í gagnið Það er Kjeld Röed, deildarstjóri i Kongsberg vopnaverksmiðjunni sem hefur gefið þessar upplýsingar, en honum er ekki kunnugt um hvert aðr- ar af þeim 40 seldu rafstöðvum hafa farið. Hann telur litlar likur á því að allar séu komnar í notkun. En raf- stöðvarnar eru hreyfanlegar og auð- velt að koma þeim fyrir hvar sem er eftir að þær hafa verið settar saman og hafa því Norðmenn litla mögu- leika á að fylgjast með notkun þeirra eftir að þær eru komnar í gagnið. Röed er þeirrar skoðunar að það hafi alls ekki verið rangt að selja líbýska hernum rafstöðvarnar. — Viðskipti okkar eru í fullu sam- ræmi við gildandi útflutningsreglur, segir hann. — í okkar augum eru raf- stöðvar eins og hver önnur söluvara. Hvort kaupandinn er her skiptir ekki máli, það er t.d. einnig hægt að nýta matvöru í hernaðarþágu. Norska viðskiptaráðuneytið gaf Kongsberg vopnaverksmiðjunni leyfi til að selja Líbýu rafstöðvarnar og var það umsvifalaust veitt fyrir undirritun samning þótt ráðuneytinu væri kunnugtum kaupandann. Utan- ríkisráðuneyti setur reglur um út- flutning, en það er viðskiptaráðu- neytið sem metur umsóknir. Út- flutningur allra vara sem nota á i hernaðarþágu verður að hafa tilskilin ieyfi. Aage Strupe, skrifstofustjóri í við- skiptaráðuneytinu, staðfestir vitn- eskjuna um kaupandann. En hann segir að leyfið haft samt verið veitt, þar sem ráðuneytið líti ekki á stöðv- arnar sem herbúnað, heldur sem venjulega vöru. — Hvaða vörur má eiginlega ekki — Formaður utan- ríkismálanefndar norska þingsins telur að endur- skoða þurfi reglur um viðskipti norskra fyrirtækja við einræðisríki nota til varnarmála, spyr hann. — Og hvar eigum við að setja mörkin? Vill láta endurskoða reglur um útflutning til einræðis- ríkja Káre Kristiansen, nýkjörinn for- maður utanrikisnefndar norska stór- þingsins, lítur málið þó öðrum augum. Han segir að það orki mjög tvímælis að norsk fyrirtæki skuli selja vörur til líbýska hersins. — Ef við getum selt Gaddafi of- ursta vörur til hernaðarnota átölu- laust, verðum við að endurskoða reglurnar sem farið er eftir, segir hann. Kristiansen vissi ekki um samninga Kongsberg vopnaverksmiðjanna við líbýska flugherinn fyrr en norska Dagblaðið kynnti hann fyrir honum og vill hann nú láta endurskoða reglur um vörusölu til einræðisríkja. — Þegar um vörusölu til einræðis- ríkja er að ræða, sem að auki eru jafn herská og Líbýa, ætti Noregur að fara varlega í sakirnar, segir hann. — Mér finnst að við ættum þar að hafa hinar ströngu reglur um vopnasölu til hliðsjónar. Þetta tilfelli býður því vissulega upp á endurskoðun á út- flutningsreglunum, segir Kristiansen. — Margir munu bera það fyrir sig að Libýa útvegi sér þessar vörur annars staðar frá ef við seljum þeim ekki. En þetta er ekki haldbær rök- semd, hvorki fyrir Líbýu, Suður- Afríku né önnur einræðisríki. Kristiansen segir ennfremur að það sé ekki að ástæðulausu að flestir flug- ræningjar taki stefnuan á Tripoli.Og af þeim sökum verði Norðmenn að fara varlega í sakirnar, sérstaklega þegar um er að ræða bein viðskipti við libýska herinn. sb& mssmmmgmm Norskir tæknimenn vinna við uppsetningu tækjabúnaðarins og munu sjá um viðhald hans í framtíðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.