Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1981, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1981, Side 33
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981. 33 „Hverjum manni fylgja nýir siðir,, —rætt við sr. Þórhall Höskuldsson sem er annar umsækjandinn um Akurey rarprestakall „Hverjum manni fylgja nýir siðir, en ég held að ég fari ekki að tíunda mér neitt slíkt til ágætis. Ég hygg að flestir prestar, ef ekki allir, geti státað sig af einhvers konar nýbreytni í sínu safnað- arstarfi. Á því er líka fult þörf, þvi starfshættir kirkjunnar eru sniðnir að því bændaþjóðfélagi sem hér var áður. Þessu þarf að breyta.” Þessi inngangur er úr viðtali við sr. Þórhall Höskuldsson, sem sækir um Akureyrarprestakall, ásamt Jóni A. Baldvinssyni. Þórhallur er fæddur að Skriðu í Hörgárdal, sonur hjónanna Bjargar Steindórsdóttur og Höskuldar Magnússonar bónda þar. Þórhallur var á öðru ári, þegar hann missti föður sinn. Móðir hans bjó áfram á Skriðu í nokkur ár, en þegar Þórhallur var sex ára giftist hún Kristjáni Sævaldssyni. Fluttist fjölskyldan til Akureyrar og þar ólst Þórhallur upp hjá móður sinni ogstjúpföður. Þórhallur varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1962 og lauk guðfræðiprófi frá Háskóla íslands 1%8. Einn veturinn í guðfræðinni las Þórhallur jafnframt uppeldis- og sálar- fræði við heimspekideild skólans. 17. nóvember 1%8 var Þórhallur vígður til Möðruvallaprestakalls, sem hann hefur þjónað síðan. Þórhallur er 39 ára gam- all. Þóra Steinunn Gisladóttir, skóla- systir Þórhalls og samstúdent, er eigin- kona hans. Hún er fædd og uppalin á Siglufirði, dóttir Gísla Þorsteinssonar, byggingameistara og fv. bæjarverk- stjóra þar, og Sigurjónu Halldórsdótt- ur, sem nú er látin. Börn Þórhalls og Þóru eru Björg 17 ára og Höskuldur 8 ára. Stjúpsonur Þór- halls er Gísli Sigurjón Jónsson, sem Þóra átti fyrir hjónaband. Þóra lauk kennaraprófi og kenndi í 3 ár við Melaskólann í Reykjavík. Eftir að norður kom tók hún að sér skóla- stjórn Grunnskóla Arnarneshrepps og gegndi því starfi um 10 ára skeið. Auk þess stundaði hún nám við framhalds- deild Kennaraháskólans í kennslu barna með sérþarfir. Nú er Þóra stuðn- ingskennari við Barnaskóla Akurevrar. í mörg horn að líta Auk prestþjónustu er Þórhallur með nokkurn búskap á Möðruvöllum, en í viðtalinu vildi hann ekki gera mikið úr öðrum störfum. Þegar eftir var gengið kom þó i ljós, að hann hefur gegnt margháttuðum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og kirkju. Það er of langt mál að tíunda allar þær nefndir og stjórnir, sem Þórhallur starfar eða hefur starfað í og auk þess hefur hann gegnt kennslu flest prestskaparár sin. Meðal nefnda sem Þórhallur hefur verið valinn til starfa í er starfsháttanefnd þjóðkirkj- unnar, en hann mælti fyrir áliti hennar á prestastefnu að Eiðum 1977. Þá starf- ar Þórhallur nú í nefnd sem ráðherra skipaði og fjallar um starfskjör presta. í framhaldi af þessu var Þórhallur spurður hvaða breytingar væru á döf- inni varðandi starfshætti kirkjunnar? Breyttir tímar „Starfshættir kirkjunnar í dag eru ekki að öllu leyti í samræmi við tím- ann,” svaraði Þórhallur. „Skipulag starfsins er samkvæmt þörfum gamla bændaþjóðfélagsins en ekki samkvæmt þörfum samtímans. Nefndir þær sem ég hef átt aðild að og fjallað hafa um þessi mál, hafa gert tillögur til úrbóta. Má líkja þeirri endurskoðun við þær breytingar sem SUmplagerð FélagsprentsmlOlunner tu. Splta"lastíg 10 — Simi 11640 gerðar hafa verið á fræðslu- og heil- brigðismálum á síðustu árum. Landinu er skipt niður í prestaköll, mismunandi fjölmenn. Dæmi eru um að einn prestur þjóni 9.000 sálum, en annar ekki nema 120 sálum. Þetta fyrirkomulag er ekki réttlætanlegt í nú- tímaþjóðfélagi. Við prestar erum misjafnlega hæfir til að sinna öllum þeim margþættu og ólíku verkefnum, sem okkur eru ætluð. Það sama á við um mig sem aðra. Þess vegna þarf að koma á samstarfi með prestum innan hvers prófastsdæmis, þannig að hver og einn prestur geti starfað á sínu sérmenntunar- og áhuga- sviði .víðar en í sínu eigin prestakalli. Með hliðsjón af þessu liggja fyrir tillög- ur frá starfsháttanefndinni, um að brjóta upp gömlu prestaköllin. Við getum nefnt sveitaprest í fá- mennu prestakalli í nágrenni þéttbýlis, sem hefur sérmenntað sig í þjónustu við sjúka. Hann gæti auk hefðbund- inna starfa í prestakallinu þjónað á sjúkrahúsum og dvalarheimilum aldr- aðra í þéttbýlinu. Við getum ímyndað okkur annan sveitaprest, sem hefur skarað fram úr í starfi með börnum og unglingum. Hæfileikar hans verða að nýtast -'íðar en í hans afmarkaða prestakaíli. Þeta eru aðeins dæmi um þær breyt- ingar sem þarf að gera. Nefndin skilaði tillögum sínum af sér í bókarformi, sem frumvarpi að lögum um starfs- hætti kirkjunnar, til að gera hana virk- ari í þjónustu sinni.” — Að lokum var Þórhallur spurður um afstöðu hans til prestkosninga? „Ég tel núverandi fyrirkomulag á prestskosningum ekki heppilegt, en það mun vera tilkomið vegna áhrifa frá frí- kirkjunni upp úr aldamótunum siðustu. Á því eru slíkir annmarkar, að ég tel skynsamlegra að ráðherra veiti embættin, að fenginni umsögn viður- kenndra umsagnaraðila. Komandi prestkosningar á Akureyri lít ég þeim augum, að ég sé að gefa kost á mér til starfa en ekki baráttu. Ég vil fyrst og fremst ætla, að fólk velji þann „Starfshættir kirkjunnar eru sniðnir að þörfum gamla bændaþjóðfélagsins,’ Þórhallur. segir sr. umsækjanda til starfa, sem það treystir til hinnar margvíslegu þjónustu sem prestsstarfinu eru ætlað. Það er einlæg ósk mín að kosningarnar megi fara fram í fullri virðingu og tillitssemi,” sagði Þórhallur Höskuldsson í lok sam- talsins. -GS/Akureyri. pikvnning TIL AUGLÝSENDA Vegna aukins álags á auglýsingadeild og í prent smiðju, eru auglýsendur beðnir að panta auglýsingar og skila handritum og filmum fyrr en áður var, a.m.k. fyrst um sinn: VEGNA MÁNUDAGS skf/ á föstudegi fyrir kl. 12.00 skil á föstudegi fyrir kl. 17.00 skil á mánudegi fyrir kl. 17.00 skil á þriðjudegi fyrir kl. 17.00. skil á miðvikudegi fyrir kl. 17.00. skil á fimmtudegi fyrir kl. 17.00 ski/ á mánudegi fyrir kl. 17.00 ATH. Aukalitir geta verið í öllum blöðum nema á mánudegi. VEGNA ÞRIÐJUDAGS VEGNA MIÐVIKUDAGS VEGNA FIMMTUDAGS VEGNA FÖSTUDAGS VEGNA HELGARBLAÐS I VEGNA HELGARBLAÐS II l Fyrst um sinn verður einungis hægt að prenta fjórlitaauglýsingar í Helgarblaði II (skil í síðasta lagi mánudaga kl. 17.00). ||Tekið er á móti öllum stærri auglýsingum í Síðumúla 8, og sím- inn barer 27022. Opið mánudaga — föstudaga frá kl. 9—17.30. i SMÁ-auglýsingadeild Dagblaðsins & Vísis er í Þverholti 11 og síminn er 27022. Opið: mánudaga — föstudaga kl. 9—22 Laugardaga kl. 9-14 Sunnudaga kl. 14-22 SMÁ-auglýsingaþjónustan er opin mánudaga — föstudaga kl. 12—22. Laugardaga kl. 9 — 14. SMÁ-auglýsingamyndir eru teknar í Þverholti 11 kl. 11—15 mánudaga til föstudaga. Myndir eru alls ekki teknar um helgar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.