Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1981, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1981, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ & VtSIR. MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981. 15 Óttinn við breytingarnar Þegar haflst var handa um að laga Bakarabrekkuna mynduðust af sjálfu sér þeir flokkar, sem alltaf eru á móti öllum breytingum á miðbænum. Þessir hópar voru á móti því að reisa Alþingishúsið, af því að það skemmdi kálgarð Halldór Kr. Friðrikssonar, þeir voru á móti því að leggja Lækinn í ræsi, þeir voru á móti breikkun Lækjargötunnar, á móti því að rífa Sænska frystihúsið koma átti Bakarabrekkunni í nútíma- horf. Þar voru ekki á ferðinni heilbrigð verndunarsjónarmið, heldur ótti við breytingar, viðhorf, sem meira eru kennd við heimsku en framsýni. Kostnaðurinn skiptir ekki höfuðmáli Morgunblaðið reynir að gera En af fátæklegum fréttum Morgunblaðsins er þó ljóst, að útitaflið er ekki nema hluti af heildar- kostnaðinum við Bakarabrekkuna. Aðalkostnaðurinn var vegna þess, að skipta þurfti um skolplagnir í brekkunni, skipta þurfti að nokkru leyti um jarðveg og ákveðið var að gera þarna áhorfendastæði og steypa nokkuð myndarlegar tröppur frá svæðinu. Og ég held, að Reykvíkingar telji kostnaðinn ekki skipta hér höfuðmáli. Hann er ekki meiri en og þeir vildu láta kolaportið vera á- fram á Arnarhóli. Þessir hópar bera fyrst og fremst á- byrgð á því, að miðbærinn í Reykja- vík er hvorki fugl né fiskur, heldur undarlegt samsafn af ljótum skúra- byggingum og almennilegum húsum. Og það var auðvitað, að þess- ir hópar yrðu snarvitlausir, þegar mikið úr kostnaðinum við Bakara- brekkuna. Ekki hefur blaðið þó bent á neinn sérstakan kostnaðarlið, er farið hefur fram úr hófi. Blaðið hefur ekki heldur óskað eftir upplýsingum frá borgaryfirvöldum um, hvernig framkvæmdirnar skiptast á einstaka liði, sem væri þó nauðsynlegt, ef ræða á þetta mál til hlítar. Félagsmálastofnun Reykjavikur eyðir í leigubíla á ári hverju. Hitt skiptir hins vegar máli, að Reykvíkingar hafa í staðinn fyrir ljóta moldarbrekku fengið snotran útivistarstað, þar sem menn geta verið sér til ánægju og í skjóli, ef vel viðrar. Haraldur Blöndal ingu. Og ofur skiljanlega. Það eru svo augljóslega þeirra hagsmunir. Svarið er valddreifing Nýafstaðnir kjarasamningar, i ljósi þeirrar staðreyndar að efnahag- ur heimilanna er víða i rústum, undir- strika gjaldþrot þessa skipulags. Eins og það eru augljósir hagsmunir vinnuveitenda, og þá lakari fyrir- tækja fyrst og fremst að samið sé á einum stað, við eitt borð, fyrir alla, þá eru það augljósir hagsmunir launafólks, að samningavaldinu sé dreift, samið á einstökum svæðum (eins og Vestfirðingarnir eru raunar að gera) eða það sem skynsamlegra væri, í einstökum fyrirtækjum, stundum eitt og eitt, stundum mörg saman. Þá yrði tekið tillit til aðstæðna, og þá skilaði bætt afkoma sér í bættum kjörum, fyrir utan annað það, sem áynnist. En nú háttar svo til, að þetta er ekki hægt, vegna þess að rúmlega fjörutíu ára gömul lög, sem á þeim tima voru sett með hagsmuni launa- fólks fyrir augum, koma í veg fyrir þetta. Mjög líklega vilja vinnuveit- endur ekki að þessu valdi sé dreift. Og það sem verra er, það kerfi sem komið hefur verið upp til þess að farameð samningsumboðfyrir launa- fólk, vill heldur ekki huga að breytingum. En spyrja má einfalt: Hlýtur ekki eitthvað meira en lítið að vera bogið við samningakerfi um kaup og kjör, sem gerir ekki einu sinni að halda í óbreytt lffskjör árum saman? Hlýtur ekki eitthvað meira en lítið að vera bogið við samningakerfi, þegar kaup- mætti launa hrakar frá ári til árs? Þjónar skipulagið launafólkinu, þegar árangurinn er sá sem hann er? Fiskverð — 20% hækkun? Um áramót kemur nýtt fiskverð. Þar eru enn gerðir heildarsamningar með afskiptum ríkisvaldsins, nú þannig að ríkisvaldið á beina aðild að verðákvörðuninni. Sjómenn og út- gerðarmenn sitja öðrum megin við borðið, fiskvinnslan hinum megin, og á milli þeirra situr fulltrúi ríkis- stjórnar, og hefur atkvæðisrétt. Það er samið fyrir alla í einu. Sjómenn segja réttilega, að þeir hafi borið mun minna úr býtum en þeir sem í landi vinna við síðustu ákvörðun. Þetta er rétt. Þess utan er vísitöluhækkun nú 1. desember, um 10%. Þá hafa laun hækkað um 3,25%. Samanlagt verður kröfugerðin vel rúm 20%. Útgerðarmennirnir eru bundnir við sjómennina, yfir alla línuna, bæði þeir sem kunna að reka skip, og eins hinir, sem ekkert kunna til slikra verka. Vel líklegt er að niðurstaðan, eftir þrýsting á ríkisvaldið, verði tæp- lega 20%, með atkvæðum seljenda og ríkisvaldsins. Fiskvinnslan mun þegar í stað segja, að þetta þýði aðeins súrrandi tap. Alþýðubanda- lagið mun fara í hálfs mánaðar áróðursleik. Gengið verður siðan fellt, um miðjan janúar, um þetta 15%. Fiskvinnslan mun auðvitað segja að ekki hafi nóg verið að gert, en við þetta verði að sitja. Þar er talað fyrir alla í einu, bæði þá þar sem reksturinn gengur vel, en þó auð- vitað fyrst og fremst fyrir hina, þar sem allt er í hönk. Heildarsamningar, ákvarðanir fyrir alla í einu, þjóna enn sem fyrr atvinnufyrirtækjunum, og enn sem fyrr er tekið mið af þeim rekstri, þar sem allt er í kalda koli. Hinir hirða það sem umfram er. Og gengið verður fellt. Það er því sem næst hægt að nefna dagsetninguna. Allur innflutningur hækkar. Og launafólk fær það ,,bætt” að hluta til einhvern tímann seint og um síðir. En því þessa miðstýringu? Af hverju er ekki samið frjálst um fisk- verð? Hverjum þjónar miðstýringin? Sem fyrr þeim rekendum atvinnu- fyrirtækjanna, sem lakast eru settir. Hinir græða mismuninn. Það er hinn grimmi veruleiki. Svo hækka landbúnaðarvörurnar Skömmu síðar sest Sexmanna- nefnd á rökstóla. Hún semur fyrir alla framleiðendur landbúnaðar- afurða í einu. Hún á lögum sam- kvæmt að tryggja að bóndinn fái sömu hækkun og aðrir. Allt hefur hækkað. Þar er ekki tekið mið af hagkvæntni, ekki af þeirri staðreynd, að surns staðar er hagkvæmt að framleiða, og þá ódýrar matvörur, en annars staðar dýrt og óhagkvæmt. Það er tekið mið af því sem lakast er, ogþeim tryggðareinhverjar tekjur sem oftar en ekki eru raunar smánar- tekjur. En þeir sem standa betur hirða auðvitað ómældan ávinning. Heildarákvörðunin, sem hækkar allar afurðir bóndans, þjónar í raun fyrst og fremst þeim, sem býr stærsta búinu, hefur fyrir bestu afkomuna. En launafólkið borgar hærra verð — og fær það siðan bætt að hluta seint og um síðir. Þetta kerfi þekkjum við Þetta kerfi er auðvitað ekkert felu- kerfi. Það hefur verið við lýði árum saman. Hinar efnahagslegu ákvarð- anir eru samansafnaðar í einum stað. Launin eru ákveðin af örfáum mönn- um, þá fiskverðið af örfáum mönn- um, og loks búvöruverðið af örfáum mönnum. En það sem menn verða að fara að hugsa upp á nýtt er það, hverjum þetta kerfi þjónar. Það þjónar ekki launafólkinu, ekki sjó- manninum, ekki smábóndanum. Það hleður undir þann atvinnurekstur, þá framleiðslu, sem best er stödd og mest á undir sér, áður en ákvörðun er tekin. Þessi ferill ákvarðana er beinlínis fjandsamlegur launamann- inum. Og enda er fólk að missa íbúðirnar sínar. Og hverjum er um að kenna? Þeim, sem líta á það sem fyrstu og síðustu skyldu sína að vernda og verja þetta kerfi. Og hverjir eru þeir? Lítum í kringum okkur. Litum upp í ráðuneyti. Vilmundur Gylfason. A „Heildarsamningar, ákvarðanir fyrir alla ^ í einu, þjóna enn sem fyrr atvinnufyrir- tækjunum, og enn sem fyrr er tekið mið af þeim rekstri, þar sem allt er í kalda koli,” segir Vilmundur Gylfason og hvetur til „vald- dreifingar” í kjarasamningum. Húsbyggjendur Höfum opnað blikksmiðju að Smiðshöfða 10. Önnumst alla blikksmíði, t.d. smíði og uppsetningu á þak- rennum, þakköntum, hurðahlífum o. fl. Einnig sílsalista á allar tegundir bifreiða. piihhsrnidja Q5 Smiðshöfða 10 — Sími84446. HÁR-STUDIÓ Opnar föstudaginn 4. desember að Þang- bakka 10 (í Mjódd), pöntunarsími: 74460 Klippingar — litanir — permanent — lagningar. Opið: kl. 9—18 virka daga og laugardaga kl. 9—12. HÁRGREIÐSLUMEISTARI: ÁGÚSTA SVEINSDÓTTIR. :3C3C3Í3C3ttttat3t3(aC3S3C3S3t3^3i3'at3C3t3t3t3t3C3t3<X3C3<X3S3C3<3t3t3& TIL SÖLU V0LV0 F 609 Árgerð 1976 lítið ekinn. Selst án palls. kraftút- tak fyrir sturtur. Bifreiðin er til sýnis milli kl. 5—6 naestu daga. Ananaustum Simi 28855 f VEKJARAKLUKKA fyrir lítið verð. np^t' nt Vekur moð tóni oða laglínu. ýtir við svofnpurkunum IIM;' á 4 mínútna fresti. Stillanlegur styrkur vekjara. y'aV-?- Ipil, Innbyggt Ijós. Gongur fyrir rafhlöðum — óháð r ratmagnsleysi. Rafhlöðurnar endast yfir 1 ár. Bankastræti 8 — Sími 27510 1X2 1X2 1X2 14. leikvika — leikir 28. nóv. 1981 Vinningsröð: 11X—1X2—X21 — 1X1 1. vinningur: 12 réttir—kr. 18.460.00 15878 16478 29471(4/11) 29472(4/11) 28762(4/11) 33052(4/11) 69561(6/11) 71133(6/11) 2. vinningur: 11 réttir—kr. 1.291.00 471 8044 14459 19022 24903 39471 67820+ 2002+ 10567 16028 20972 36719 43670 30254(2/11) 3444 13536 18988 24786 37073 65064 Kærufrestur er til 21. desember kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðs- mönnum og á skrifstofunni i Reykjavik. Vinningsupphæö- ir geta lækkað, ef kærur verða teknar tilgreina. Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvisa stofni eba senda stofninn og fullar upplysingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR — iþróttamiðstöbinni —REYKJAVtK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.