Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1981, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1981, Síða 12
12 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Hef ur verðlagið í landinu hækkað meira en almenningur gerir sér grein fyrir? , VERDKÖNNUN D&V SYNR 68% VERDHÆKKUN Hefur verðlag i landinu hækkað meira en við gerum okkur grein fyrir, vegna þess að verðskyn okkar hafi ruglast, enn frekar en orðið var, við myntbreytinguna um áramótin? Visir gerði verðkönnun i verslun á Akur- eyri 3. september 1980. Til samanburðar kannaði Visir verð á nákvæmlega sömu vörutegundum i sömu verslun 10. nóvember 1981. Að meðaltali reynd- ust þessar vörutegundir hafa hækkað um 68% á þessu rúma ári. Á sama tima hafa almenn laun hækkað um nær 50%. Könnunin náði til 42 vöruteg- unda, sem flest heimili þurfa á að halda til daglegra þarfa, þó ekki flokkist þær undir nauðsynja- vörur, og sen::ilega flokkast fæstar þeirra tii þarfa „visitölu- fjölskyldunnar” margumræddu. Þannig kemur hækkun á verði 36% og flórsykur um 13%. Sagði verslunarstjórinn skýringuna mjög hátt markaðsverð á sykri þegar fyrri könnunin var gerð. Sömu söguer að segja um kaffið. Það hefur ekki hækkað nema um 8% og neskaffið hafði ekki hækkað nema um 7%. þeirra ekki til með að hafa áhrif á þá vlsitölu, sem ársfjórðungslega hefur leitt til nokkurra kaup- hækkana. Könniínin var gerð i markaðsverslun, sem er i harðri samkeppni og leggur sig fram um að hafa sem lægst vöruverð. Er vöruverð i versluninni þvi undir leyfilegu hámarksverði. A þvi hefur ekki orði breyting frá þvi fyrri könnunin var gerð, en slik samkeppni virkar að likindum sem hemill á hækkanir. Mismunandi hækkun Hækkunin reyndist mjög mis- munandi frá einni vörutegund til annarrar. Til að mynda höfðu egg hækkað úr kr. 14.30 i kr. 43.75, eða um 206%. Púðursykur hafði hins vegar ekki hækkað nema um rúm 3%. Raunar reyndust aðrar sykurtegundir hafa hækkað litið, strásykurum 10%,molasykur um A móti koma miklar hækkanir á öðrum vörutegundum. Litil 75W ljósapera hefur til að mynda hækkað um 157%, plastfilma i 30 m rúllum hefur hækkað um 190%, hveiti um 112%, blönduð ávaxta- sulta um 154%, óblandaður ávaxtasafi um 109%, tekex um 101%, Ora gulkorn um 112% og shampoo frá Sunsilk hefur hækkað um 101%. Ef til vill má finna eðlilega'skýringu á öllum þessum hækkunum. Það hefði lika verið hægt að velja þannig vörutegundir, að meðaltalshækk- unin hefði orðið innan við þau 50%, sem launin hækkuðu um. Það hefði lika mátt koma meðal- talshækkuninni yfir 100% með sama hætti. Hins vegar voru þessar vörutegundir valdar af handahófi á sinum tima, þegar gerð var verðkönnun, til að fá samanburð milli verslana. Slikri hagræðingu er þvi ekki til að dreifa. Þessi niðurstaða styður þvi þann þráláta orðróm, sem meira að segja hefur borist inn fyrir veggi Alþingis, um að verðlag i landinu hafi hækkað meira en kaupið. Talað hefur verið um, að verðhækkunum hafi verið laumað á, I skjóli brenglaðs verðskyns al- mennings vegna myntbreyt- ingarinnar. Sennilegra er þó, að þessar verðhækkanir eigi sér eðlilegar forsendur. Hins vegar er liklegt að almenningur hafi ekk.i gert sér grein fyrir þverrandi kaupmætti, vegna þess að allt verðskyn hafi horfið við gjaldmiðilsbreyt- inguna. Það er svo ekki fyrr en buddan fer aðléttast, að menn gera sér grein fyrir þvi. hvernig þróunin hefur verið. Verðið rúnnað af Visir ræddi þessi mál við Hjört Arnórsson, verölagseftirlits- mann á Akureyri. Hann taldi að ekki hafi verið mikil brögð að óeðlilega miklum verðhækkunum i skjóli myntbreytingarinnar fyrst i stað. Hins vegar var hann ekki frá þvi að það færi i vöxt, að verð væri sléttað af. Annað hvort væri þaö þá reiknað I heilum tugum aura, eða aurunum hrein- lega sleppt og það siðarnefnda væri að verða algengara. Sem sé, það er þegar farið að afskrifa aurana i nýju myntinni, áður en hún verður eins árs. „Mönnum finnst minna til um nýju krónuna heldur en hundrað kallinn áður”, sagði Hjörtur. Svari hú hver fyrir sig. Ert þú eins hirðusamur um krónu eins og þú varst með 100 krónur gamlar i seðli? Tækir þú eftir þvi, ef vara sem á að kosta 7.60 yrði hækkuð upp i kr. 8. Ert þú viss um að þú tækir eftir hækkun á mjólkur- verði, ef henni yrði laumað á án þess að auglýsa það i fjölmiðlum. Gerir þú þér grein fyrir þvi, ef þú skrifar 1.000 kr. ávi'sun, ef þú skyldir þá eiga innistæðu fyrir henni, að þú ert að skrifa ávisun sem samsvarar 100.000 kr. gömlum krónum að verðgildi? Fleira hangir á spýtunni Frá þvi fyrri verðkönnunin var gerð, hefur kaup hækkað um nálægt 50%. Samkvæmt upplýsingum Þorsteins Jónatans- sonar hjá verkalýðsfélaginu Einingu, þá gáfu kjarasamning- arnir i október tæplega 10% hækkun.Siðan kom 9,5% visitölu- hækkun 1. desember 1980, önnur 1. maiuppá 5.9%, sú þriðja 1. júni upp á 81% og siðast kom visi- töluhækkun á laun 1. september upp á 8,9%. Séu þessar tölur margfaldaðar upp, þá reynist hækknin vera rétt rúm 50%. Ef litið er til fleiri þátta sem þarf til heimilishalds, þá kemur i ljós að hækkanir eru viða i svip- uðum dúr og könnunin gefur til kynna. Til að mynda hefur hita- veita á Akureyri hækkað um 61% á sama tima og könnunin nær til, rafmagn til ljósa um 62% og bensinið á heimilisbilinn hefur hækkað i verði um rúm 66% á þessum 14 mánuðum. G/S/Akureyri Verðkannanir framkvæmflar í verslun á Akureyri 3. seplember 1980 og 11. nóvember 1981 Vöruheiti Könnun 3. 9. 1980 Könnun 11.11.1981 Hækkún % Grænar baunir 4.17 6.90 65.47 Blandað grænmeti 4.60 8.10 76.09 Gullkorn 6.80 14.40 111.76 Shampoo 12.10 24.30 100.83 Handsápa 1.79 3.05 70.39 Þvottaefni 11.21 14.15 26.23 Uppþvottalögur 7.57 11.05 45.97 Eldhúsrúllur 8.09 12.35 52.66 Klósettpappír 4.24 5.90 39.15 Barnamatur 4.79 6.75 40.92 Saltkex 5.85 10.95 87.18 Tekex 3.19 6.40 100.63 Hrökkbrauð 4.40 6.30 43.18 óblandaður appelsínusafi 6.42 13.40 108.72 Kaffi 250 gr. 10.33 11.20 8.42 Neskaffi 100 gr. 23.03 24.70 7.25 Appelsínusafi 2 1. 15.01 27.95 86.21 Súkkulaðiduft 9.99 14.05 40.64 Cola 8.50 14.40 69.41 Græn epli 8.60 15.50 80.69 Appelsínur kg. 8.40 11.70 39.29 Bananar 9.10 13.80 51.65 Sveskjusúpa 5.31 7.40 39.36 Rúsínur 5.74 10.75 87.28 Sveppasúpa 2,22 3.00 35.14 Sveskjur 7.67 11.90 55.15 Blönduð ávaxtasulta 7.43 18.90 154.37 Sykurkorn 11.87 21.50 81.13 Kornflögur 11.09 15.60 40.67 Hveiti 7.10 15.05 111.97 Molasykur 4.61 6.25 35.57 Sykur 11.03 12.15 10.15 Púðursykur 5.08 5.25 3.35 Flórsykur 4.11 4.65 13.14 Ljósaperur 75W 5.95 15.30 157.14 Plastpappír 4.49 13.00 189.53 Matarsalt 2.92 4.95 69.52 Kartöflur 17.79 22.45 26.19 Tómatsósa 4.35 5.70 31.03 Egg 1 kg. 14.30 43.75 205.94 Kaffiísterta 26.60 46.80 75.94 Smörlíki 1 kg. 8.50 13.70 61.18 Þó ekki komi það fram hér í töf lunni, þá var þess gætt að um sömu vöru- merki væri að ræða i báðum könnunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.