Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1981, Blaðsíða 14
14
DAGBLAÐIÐ & VtSIR. MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981.
MmummmE
^—— fijálst, aháð dagblað
Útgáfufólag: Frjála fjölmiölun hf.
Stjórnorformaöur og útgófustjóri: Sveinn R. EyjóKsson.
Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Hörflur Einarsson.
Ritstjórar: Jónas Kristjónsson og Ellert B. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason.
Fróttastjóri: Sœmurtdur Guflvinsson.
Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og Ingólfur P. Stoinsson.
Ritstjórn: Sfðumúla 12—14. Auglýsingar: Sfflumúla 8. Afgreiflsla, áskrfftir, smáauglýsingar, skrifstofa:
Pverholti 11.
Sfmi ritstjórnar 86611- og 27022.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Sfflumúla 12.
Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10.
ÁskriftarverA á mánufli 100 kr. Verfl í iausasölu 7 kr. Holgarblað 10 kr.
Dagblaö án ríkisstyrks
Ákveðið hefur verið, að Dagblaðið & Vísir æski
hvorki ríkisstyrks né þiggi hann, ef boðinn verður.
Enda getur dagblað því aðeins talizt óháð og frjálst, að
það sé ekki að neinu leyti á framfæri hins opinbera.
Blaðastyrkir eru nú tvenns konar. Annars vegar veit-
ir ríkið dagblöðum og landsmálablöðum fjárstyrk, sem
mun á næsta ári nema rúmlega hálfri þriðju milljón ný-
króna samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, sem nú er fyrir
þingi.
Hlutur dagblaðanna af þessu fé er greiðsla fyrir ein-
tök, sem ríkið kaupir í einu lagi og lætur senda ýmsum
stofnunum. Oftast hafa þetta verið um 200 eintök af
hverju blaði, þar á meðal Morgunblaðinu, sem aðeins
þiggur þennan hluta.
Hins vegar kaupir ríkið 250 eintök af hverju dag-
blaði án þess að fá þau. Nemur sú upphæð rúmri
milljón nýkróna á núverandi verðlagi. Þennan hluta
þiggja dagblöðin önnur en Morgunblaðið og Dagblað-
ið & Vísir.
,,Við höfum ekki lesendur fyrir þessi blöð, svo að
við erum ekkert að fá þau til að stafla þeim upp. Við
lítum á þetta sem styrk til blaðanna.” Þetta sagði emb-
ættismaður fjármálaráðuneytisins í blaðaviðtali í
fyrra.
Samtals er gert ráð fyrir, að ríkið verji á næsta ári
meira en 3,5 milljónum nýkróna til að styrkja blöð.
Þessi upphæð hefur farið ört hækkandi, hraðar en
verðbólgan, enda eiga flokkspólitísku blöðin góða að á
þingi.
Fyrrnefndi styrkurinn á samkvæmt fjárlagafrum-
varpinu að hækka um 50% að þessu sinni, meðan
frumvarpið í heild hækkar um 33%. Þar á ofan er
venja, að þingmenn hækki styrkinn í skjóli nætur við
afgreiðslu fjárlaganna.
Blaðastyrkirnir miða að verndun flokkspólitískra
blaða gegn vaxandi ásókn frjálsra og óháðra blaða.
Þeir stefna að viðhaldi úreltra stofnana á því sviði fjöl-
miðlunar, þar sem samkeppni hefur annars verið leyfð.
Jafnframt stefna styrkirnir að lausara sambandi les-
enda og dagblaða. Þeir láta lesendur skipta minna máli
en áður og velviljaða stjórnmálamenn meira máli. Há-
stigið er Alþýðublaðið, sem er ekki lesið og lifir á rík-
inu.
Sem dæmi um hættuna, sem þessu fylgir, má nefna
mál, sem ríkisvaldið höfðaði fyrir nokkrum árum gegn
þeim tveimur blöðum, sem nú hafa sameinazt í Dag-
blaði & Vísi, er þau hækkuðu verð sitt umfram önnur
blöð.
Dagblöðin tvö héldu því fram, að opinber fyrirmæli
um verð blaða væri skerðing prentfrelsis. Blöðin gætu
ekki verið óháð og frjáls nema þau væru seld á verð-
lagi, sem væriií samræmi við verðbólgu hvers tíma.
Þáverandi ráðherra verðlagsmála sagði, að sjálf-
stæði blaða á þessu sviði spillti fyrir möguleikum
stjórnvalda á að hafa stjórn á verðlagsmálum. Hann
gaf til kynna, að í staðinn kæmi til greina að auka
blaðastyrkinn.
Verð dagblaða er inni í vísitölunni, en blaðastyrkirn-
ir ekki. Það var, er og verður því freistandi fyrir vísi-
tölufalsara í ráðherrastólum að millifæra með þessum
hætti, þótt það spilli tjáningarfrelsi í landinu.
Eitt hlutverk Dagblaðsins & Vísis er einmitt að
reyna að vernda fólk fyrir samábyrgð flokkanna af
þessu tagi og öðru. Því hlutverki verður ekki hægt að
gegna á framfæri hins opinbera. Við höfnum því ríkis-
peningunum.
Malbik í stað-
inn fyrir gras
Morgunblaðið birtir alltaf öðru
hverju fréttir um kostnaðinn við
útitaflið. Hann er nú farinn að
nálgast 2 milljónir að sögn blaðsins
— þ.e. kostnaðurinn við að breyta
Bakarabrekkutúninu i torg. Útitaflið
kostar ekki nema örlítinn hluta þar
af, og það vita blaðamenn
Morgunblaðsins mæta vel, enda
kemur það fram í annarri hverri frétt
þeirra. Þeim mun undarlegra er að
tönnlast si og æ á útitaflinu.
Það blandast engum hugur um,
sem er fæddur og uppalinn í
Reykjavik, að breytingamar á Bakara-
brekkunni voru af hinu góða. Þarna
hafði áður verið svað og for, bæði
vor og haust, og brekkan ónothæf
fyrir almenning til þess að vera í. Nú
eru komnar stéttir og bekkir, svo
hægt er að vera þarna árið um kring,
ef góðviðri er.
HaraldurBlöndal
og þar sem stórbændur áðu fyrr á
tíð.
Ekki dytti nokkrum einasta manni
í hug að leggja það til i borgirstjórn,
að rífa upp gangstéttir og leggja tún-
þökur í staðinn!
Lækjartorg er blessunarlega laust
við allt gras. í Austurstræti hafa
borgaraleg yfirvöld verið að burðast
með einhverja grasbletti, sem eru
einlægt til vandræða og verða aldrei
nein prýði. Sama er að segja um
Austurvöll. Á hverju ári verður
völlurinn að flagi, vegna þess að
grasið þolir engan umgang. Hefur
enda verið unnið að því að minnka
grasfletina og auka stéttirnar og
vonandi verður þess ekki langt að
bíða, að ekki sjáist stingandi strá á
Austurvelli, heldur aðeins nokkur
tré, blóm og þeim mun meira af
fólki.
Það vantar torg
Það þekkist hvergi erlendis, að
fólk sé látið safnast saman á gras-
flötum. Þvert á móti eru sam-
komustaðir í borgum steypt torg eða
steinlögð. Til þessa liggja þær
einföldu ástæður, að gras treðst
niður og verður að foraði, ef eitthvað
er að veðri. Það eru bara undarlegir
framsóknarmenn sem halda að sam-
komustaðir eigi að vera grösugir eins
a „Vonandi veröur þess ekki langt aö bíöa,
™ að ekki sjáist stingandi strá á Austurvelli,
heldur aðeins nokkur tré, blóm og þeim mun
meira af fólki,” segir Haraldur Blöndal, sem
telur breytingarnar á Bakarabrekkunni af
hinu góóa.
Þeir breyta engu,
þeir ávísa á
lakari lífskjör
Til mín hringir kunningi — fjöl-
skyldumaður þar sem fjölskyldan
hefur venjuleg laun. Hann er i öngum
sínum. Hann spyr: Hvað get ég gert?
Hann keypti íbúð, venjulega íbúð á
venjulegum kjörum, fyrir tveimur
árum. Allt sem mögulegt hefur verið,
hefur verið sett í þessa íbúð. Engu
hefur verið eytt í það sem kalla má
ónauðsynlegt. í raun hefur verið búið
við nauðþurftarstig. Samt ná end-
arnir ekki saman. Það virðast engir
möguleikar nema þeir, að láta íbúð-
ina fara á nýjan leik á leigumarkað-
inn, með öllu því óöryggi sem þvi
fylgir. Og hann spyr enn: Hvað get ég
gert? Er einhvc: von?
Það hringir annar. Þau eru
að gefast, Upp, og leita fyrir sér í
útlöndum. Endarnir ná ekki saman.
Það er ekki hægt að bjóða sjálfum sé
og börnunum upp á mannsæmandi
kjör.
Þessar sögur hafa verið sagðar
áður. En þær eru nú áþreifanlegri og
raunverulegri en þær hafa verið.
Raunveruleg dýrtíð — sem er meiri
heldur en hin mælda dýrtíð — leggst
með meiri þunga á venjulegt launa-
fólk, meðaltekjufólkið, og að ekki sé
talað um hina, heldur en hún hefur
gert um langa hrið. Mælikvarði
heimilanna, sá mælikvarði, sem ekki
blekkir, og sem engar hagtölur fá
hnikað, segir til um nauðþurftarstig
og hrein gjaldþrot heimila.
3,25%
Rauntekjur eru nærfellt 20%
lakari en þær voru á árinu 1977. Við
þessar aðstæður kemur miðstýrð
samningasveit frá Alþýðusambandi
íslands, og semur um 3,25% launa-
hækkun. í raun eru verkalýðsfélögin
sett upp að vegg. Það er búiö að
semja fyrir þau. Og þrátt fyrir megna
óánægju, eins og atkvæðagreiðslur á
fundum bera Ijósan vott, er staðið
frammi fyrir gerðum hlut. Þessir
samningar eru samþykktir, með
hangandi hausum þó, og hangandi
höndum.
VilmundurGylfason
Hverjum þjónar þessi miðstýring?
Hverjum þjónar sú aðferð, að semja
á einu bretti fyrir allt þetta fólk? Er
það víst, að ekkert fyrirtæki, engin
atvinnugrein, geti greitt nema 3,25%
í launahækkun? Varla er það svo.
Miklu nær er að ætla að þessi tala sé
fengin þegar miðað er við lakast
reknu fyrirtækin, fyrirtækin eða at-
vinnugreinarnar með lökustu afkom-
una? Og fyrir hvern er þá verið að
semja? Fyrir hvern eru hinir mið-
stýrðu samningar, sem félögin eru
nauðbeygð til þess að ganga að? Þeir
eru fyrir fyrirtæki — sum fyrirtæki
— en ekki fyrir fólkið sem tekur
launin.
Það ætti að vera hverjum manni
augljóst að þetta fyrirkomulag, þessi
miðstýring, þjónar ekki lengur
launafólkinu í sama skilningi og hún
gerði á árum áður. Hver segir, að
fiskvinnsla á Langanesi geti ekki
greitt meira en 3,25% í launahækkun
— og það sé nákvæmlega sama tala
sem verslun í Reykjavík er aflögufær
með? Hvaða gríntala er þetta —
3,25%? Að ekki sé talað um þegar
gengi krónunnar hefur nokkrum
dögum áður verið fellt um 6 1/2% —
sem er reiknitala fundin með ein-
hverri meðaltalsútkomu allra fisk-
vinnslustöðva? Hver rekur vel? Og
hver rekur illa? Eða eru þeir allir
eins?
Sannleikurinn er auðvitað sá, að
miðstýringin, heildarsamningar,
ákvarðanir fyrir alla í einu, tekur
ekki mið af hagsmunum launa-
mannsins. Sú tíð er löngu liðin. Vilj-
inn til miðstýringar, krafan um
heildarsamninga, krafan um ákvarð-
anir fyrir alla í einu, og ekki aðeins
þegar laun eru ákveðin, heldur einnig
gengi, fiskverð og búvöruverð, þjóna
alls ekki launamanninum lengur,
heldur eru beinlinis andstæðir hags-
munum hans. Heildarákvarðanirnar
þjóna fyrirtækjum — og þá er tekið
mið af þeim fyrirtækjum sem lakast
eru rekin.
Það er með öðrum orðum þjónað
undir lág laun — og lakan rekstur.
Og hverjir vilja þessa lenínsku
miðstýringu? Það verður ekki séð, að
sú krafa sé komin frá fólkinu, sem
tekur laun. En það er ljóst að Vinnu-
veitendasambandið vill slíka miðstýr-
-J.Kr.