Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1981, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1981, Page 35
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981. Sjónvarp Veðrið 35 ÚR SKELINNI - sjónvarp kl. 22.20: Þroskaheftir töfra áhorfend- ur í óperuhöllinni f Sidney Chris Dobbin, þroskaheftur maður, sem vakti mikla aðdáun vegna danshæfileika sinna. Hér er verið að farða hann áður en hann fer inn á sviðið. koma upp þessari sýningu. Það var líka ótrúlegur viðburður fyrir þá að ganga upp á sviðið í einni glæsilegustu óperuhöll í heimi. Ekki sízt þegar þess er gætt að flest þetta fólk hafði í raun og veru verið haft í felum, einangrað á ömurlegum stofnunum allt frá bernsku. En hefðbundnum viðhorfum varð ekki beytt þrautalaust. Aldó Gennaro var sviptur stöðu sinni við hælið og sömuleiðis kona sem var nánasti yfirboðari hans og studdi hann með ráðum og dáð. Það tókst þó ekki að hindra sýninguna. Og það hlýtur að hafa verið Gennaro nokkur harmabót að kvikmyndin sem gerð var um undir- búning hennar fór sigurför milli kvik- myndahátiðanna. Það er / inmitt myndin sem við sjáum ikvöld. Hún fékk Grand Prix á kvikmynda- og sjónvarpshátið í Míalnó 1980 og bronsverðlaun á sams konar hátíð í New York. Og á 10. árlegu dansmyndahátíðinni í New York á þessu ári fékk hún 1. verðlaun. „Þetta er mjög athyglisverð mynd og á erindi til almennings,” sagði þýðandinn, Jón O. Edwald. Það merkilegasta við hana er kannske að hún sýnir fólk sem talið var einskis nýtt brjótast út úr skelinni og sýna ótrúlega hæfileika og lífsgleði. -ihh. í nóvember 1979 gerðist merkilegur atburður í óperuhöllinni í Sidney. Þroskaheft fólk kom upp á sviðið og lék atriði úr ýmsum sígildum verkum, eins og óperunni Madama Butterfly og sögu Óskars Wilde um hamingjusama prinsinn. Húsið var þéttskipað áhorf- endum sem klöppuðu hinum óvenjulegu flytjendum lof í lófa. Það var þroskaþjálfi frá Chile, Aldó Gennaro, sem æft hafði fólkið. Hann hafði kynnt sér list'til lækninga og á hæli fyrir þroskahefta fékk hann um 40 manna hóp til að vinna með. Árangurinn varð mjög góður að því er varðaði hina þroskaheftu. Þeir höfðu óskaplega ánægju af því að BELE BARTOK—aldartninmng, hátíðartónleikar.. útvarpíkvöldkl. 22.55: Tónskáldið sem byggði á gömlum hefðum og var um leið langt á undan sfnum tíma í kvöld verða fluttir tónleikar frá ungverska útvarpinu. Eru þeir helgaðir aldarminningu ungverska tónskáldsins Bela Bartok. Bela Bartok fæddist 1881 og var ekki nema niu ára gamall þegar hann var farinn að semja stutt píanólög. Hann stundaði síðan tónlistarnám við Konunglega tónlistarháskólann í Búdapest og 1907 var hann orðinn kennari þar í píanóleik. Var hann þá einn af yngstu kennurum við skólann. Um þessar mundir fór hann í heimsókn til vinar síns sem bjó í af- skekktu sveitaþorpi. Þar heyrði hann þjóðlög hjá bændafólkinu og höfðu þau slík áhrif á hann að þess gætti alla ævi. Eftir það ferðaðist hann mikið um Ungverjaland og einnig um Rúmeníu og safnaði þjóðlögum. Hann fór einnig til Norður-Afríku til að kynnast tónlist innfæddra þar. Alls safnaði hann um 500 slikum lögum og voru mörg þeirra tengd þjóðdönsum og ævaforn. En jafnframt því sem Bartok kynnti sér gamlar hefðir varð hann einn af framúrstefnumönnum í tónskáldskap. Mörg verka hans voru svo nýstárleg að mönnum lærðist ekki að meta þau fyrr en eftir dauða tónskáldsins. Bartok Kaszás, Gábor Madarassy og Ung- verska ríkishljómsveitin leika; János Ferencsik stj. — Halldór Haraldsson kynnir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Fimmtudagur 3. desember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.20 Ijelkfimí. 7.30 Morgunvaka. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. Samstarfsmenn: önundur Björnsson og Guðrún Birgisdóttir. (8.00 Fréttir. Dag- skrá. Morgunorð: Dr. Þórir Kr. Þórðarson talar. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. frh.). 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Ævintýri bókstafanna” eftir Astrid Skaftfells. Marteinn Skaft- fells þýddi. Guðrún Jónsdóttir les. (14) Sögulok. 9.20 Lcikfimi. Tilkynningar. Tón- leikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 11.00 Verslun og viðskipti. Umsjón: Ingvi Hrafn Jónsson. Fjallað verður um uppbyggingu og sam- ræmingu á innlendum gagnasöfn- um tölvualdar. Miðvikudagur 2. desember 18.00 Barbapabbi. Endursýndur þáttur. Þýðandi: Ragna Ragnars. Sögumaður: Guðni Kolbeinsson. 18.05 Bleiki pardusinn. Annar þáttur. Þýðandi: Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.30 Fólk að leik. Tiundi þáttur. Filippseyjar. Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir. Þulur: Guðni Kolbeinsson. 18.55 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veflur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Vaka. Að þessu sinni verður þátturinn helgaður jólabóka- flóðinu. Rætt verður við nokkra höfunda. Umsjónarmenn: Illugi Jökulsson og Egill Helgason. Stjórn upptöku: Viðar Víkingsson. 21.20 Dallas. Tuttugasti og fjórði þáttur. Þýðandi: Kristmann Eiðsson. 22.20 Úr skelinni. Aströlsk fræðslumynd um þjálfun og kennslu vangefins fólks. Myndin sýnir hvers slikt fólk er megnugt, þegar það hlýtur rétta meðferð. Þýðandi: Jón O. Edwald. 23.10 Dagskrárlok. endaði raunar ævi sina í Banda- ríkjunum. Hann kom þangað 1940 og lézt þar, fátækur og fáum kunnur, fimm árum síðar. En i dag er ekkert nútímatónskáld vinsælla en hann og verk hans eru afar mikið leikin. Á sunnudaginn kemur kl. 15.00 mun Halldór Haraldsson segja frá tónskáldinu og kynna ýmis verk þess. Mun hann halda því áfram nokkra sunnudaga á sama tíma. -ihh. Bela Bartok. Veðurspá dagsins Gert er ráð fyrir sunnanátt framan af degi, hlýtt um allt land, rigning eða súld á Suður- og Vestur- landi. Síðari hluta dagsins snýst vindur í suðvestanátt með skýjum og kólnar dálítið, ætti að verða frostlaust alls staðar í nótt. Kl. 6 í morgun: Akureyri létt- skýjað 12, Bergen alskýjað 0, Hel- sinki þokumóða -1, Kaupmanna- höfn alskýjað 1, Osló léttskýjað - 11, Reykjavík rigning 7, Stokk- hólmur- þokumóða 0, Þórshöfn súld 8. Veðrið hér og þar Kl. 18.00 í gær: Aþena léttskýjað 13, Berlín rigning 3, Chicago skúr 3, Feneyjar þokumóða 3, Frankfurt slydda 3, Nuuk frostrigning 1, London mistur 4, Luxemborg skýjað 2. Las Palmas léttskýjað '0, Mallorka léllskyjað 20, New 5oik rigning 4, París skýiað 5, Róm rign- ing 7, IMalaga heiðskírt 14. Vin skýjað 2, Winnipeg rigning 2. Gengið NR. 230 - 2. DESEMBER 1981 KL. 09.15. Eining kl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandartkjadoila 8,156 8,180 8,998 1 Steriingspund 15,880 15,926 17,518 1 Kanadadoliar 6,927 6,947 7,641 1 Dönsk króna 1,1382 1,1416 1,2557 1 Norsk króna 1,4264 1,4306 1,5738 1 Sasnsk króna 1,4943 1,4987 1,6485 1 Finnsktmark 1,8917 1,8973 2,0870 1 Franskur franki 1,4498 1,4541 1,5995 1 Beig. franki 0,2167 0,2174 0,2391 1 Svissn. franki 4,5615 4,5749 5,0323 1 HoOenzk fforina 3,3474 3,3573 3,6930 1 V.-þýzkt mark 3,6831 3,6739 4,0412 1 Itöhkllra 0,00683 0,00685 0,00753 1 Austurr. Sch. 0,5217 0,5232 0,5755 1 Portug. Escudo 0,1265 0,1269 0,1395 1 Spánskur peseti 0,0855 0,0857 0,0942 1 Japansktyen 0,03782 0,03793 0,04172 1 Irakt Dund 12,988 13,027 14,329 SDR (sAratök 9,594 9,8227 dráttarréttindi) 01/09 Sfmsvarl vtgna ganglsskránlngar 22190.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.