Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ& VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981.
11
Mannlíf Mannlíf Mannlíf Mannlíf
Fassbinder skapar nýja Lólu
— Hún er þó sögð eiga lítið skylt við Bláa engilinn nema hvað hlutverkið hefur fært leikkonunni, Barböru
Sukovu, frægð og f rama, engu síður en Blái engillinn Marlene Dietrich
Margrét prinsessa og her-
toginn af Athoii. Hann er
fimmtugur og afar
heppilegt mannsefni.
18. nóvember verður nýjasta
kvikmynd Rainers Werners
Fassbinders, Lóla, frumsýnd í París.
Hún gerist í vestur-þýzkri borg á
sjötta áratugnum og fjallar um
vinnubrjálæðinginn og hugsjóna-
manninn von Bohm, nýskipaðan
erindreka opinberra framkvæmda.
Sá sem heldur um peningana í þessari
borg er Schuckert, mikilvirkur
framkvæmdamaður sem lítur á
spillingu sem óumflýjanlegan þátt i
viðskiptalífinu.
Von Bohm viðurkennir þá
staðreynd að græðgi sé ekki óeðlileg
á meðal fólks á þessu tímabili, allir
eru önnum kafnir við að byggja sér
betri framtíð og gleyma martröð
þeirri er fylgdi stríðinu. Bohm er
mannavinur sem trúir fastlega á
þjóðfélagslegt lýðræði, hann
viðurkennir að Þýzkaland eftirstríðs-
áranna þarfnist framkvæmdamanna
eins og Schuckerts en álítur að hann
geti haldið í við hann.
Bohm verður ástfanginn af Lólu
án þess að vita að hún vinnur á
kvöldin sem vændiskona á hóruhúsi
borgarinnar. Sú vitneskja ásamt
þeirri miklu spillingu sem hann
kynnist í næturlífi borgarinnar ríður
honum að fullu.
Lóla er ekki
Blái engillinn
Framleiðendur myndarinnar neita
því að hún sé byggð á Bláa englinum,
myndinni, sem gerði Marlene
Dietrich fræga árið 1930. En hlutverk
Lólu hefur engu að siður enn á ný
fært ungri leikkonu heimsfrægð,
Barböru Sukowu. Hún hefur tvisvar
áður leikið undir stjórn Fassbinders,
í leikritinu Konur New-Yorkborgar
og sjónvarpsþáttunum Berlín-
Alexaoderplatz.
Barbara ólst upp í Bremen og er af
efnafólki komin. Á menntaskóla-
árunum fór hún til Kaliforníu sem
skiptinemi og þar var það að hún
steig í fyrsta skipti á leiksvið. Og
henni féll þessi frumraun svo vel að
hún dreif sig í leikskóla er hún kom
aftur heim til Bremen. Hún fékk
fyrsta hlutverkið sitt á leiksviði 1971
og fyrsta kvikmyndahlutverkið 1980,
í myndinni Veiðimennirnir með Mel
Ferrer og Helmut Berger í aðalhlut-
verkum.
Barbara varð fyrst reglulega þekkt
eftir hlutverk sitt í Berlín —
Alexanderplatz. Og nýja hlutverkið,
Lóla, olli því að hún komst á forsíður
hins þekkta tímarits Der Spiegel.
Henni er þö meinilla við alla þá
athygli sem frægðinni fylgir og segist
eiga sérlega erfitt með að ræða við
blaðamenn.
— Ég á svo bágt með að þola
samræður sem byggjast bara á
innihaldslausum spurningum, en
engum tjáskiptum, segir hún. —
Stundum gríp ég til þess ráðs að
spyrja sjálf: Hvers vegna valdir þú
blaðamannsstarfið? Finnst þér
gaman að því? Hvað gerir maðurinn
þinn? Þeir verða yfirleitt voða
skrýtnir á svipinn og sumir halda að
ég sé að gera grin að þeim. En svo er
ekki, ég hef einfaldlega áhuga á
fólki og þoli ekki steingeldar
spumingar.
1500 ára gamalli
beinagrínd stolid
Barbara Sukowa og Mario Adorf
(Schuckert).
Maóur handa
Margréti
Margrét Bretaprinsessa, sem nú er orðin 51
árs, hefur í hyggju að reyna hjónabandið á ný
á næsta ári. Sá lánsami er hinn skozki hertogi
af Atholl, auðugasti hertogi Stóra-Bretlands.
Móðir hertogans var hirðdama drottningar-
móðurinnar og Margrét og hertoginn hafa því
þekkzt frá blautu barnsbeini. Þau tóku að
draga sig saman er ástarævintýri Margrétar og
Rodds Llewwelyn rann út í sandinn, en Rodd,
sem er miklu yngri en prinsessan, er nú
kvæntur maður og gerir sitt bezta til að ná
fótfestu sem poppsöngvari.
Fjölskyldunni til sárrar gremju lét Margrét
ekki af hneigð sinni til ungra manna. Var því
gripið til þess ráðs að bjóða hertoganum af
Atholl æ oftar til konungslegs fagnaðar I von
um að ástir tækjust með honum og
prinsessunni. Og það tókst. Hertoginn bauð
Margréti til einnar af höllum sínum, Blair
Atholl I Skotlandi, en í henni eru 421 vistar-
vera svo nóg var plássið. Þarna sátu þau hjúin
og röktu hvort öðru raunir sínar yfir
kræsingum og bleiku kampavíni og komust
loks að raun um að þau hæfðu hvort öðru
mjög vel.
þessu attarí h víldu jarðneskar leifar dýriingsins.
Eeeeeeeemiiiiil
—einn, tveir og skjóta
Emil í Kattholti er kominn í herinn,
það er að segja ekki Emil sjálfur,
heldur Jan Olson sem leikur hann í kvik-
myndinni.
Jan eða Janne var ekki nema níu
ára gamaU þegar hann lék prakkarann
EmU í Kattholti, í samnefndri kvikmynd.
Það var á árunum 1971 til 1972.
Siðan hefur Jan lokið stúdentsprófi
á viðskiptabraut, unnið í nýlenduvöru-
verzlun og endanlega ákveðið að gerast
ekki leikari. Það er of krefjandi, segir
hann og ætlar að snúa sér að frekara
viðskiptanámi þegar hann losnar úr
herþjónustunni næsta vor.
Það er ágætt fyrir hann að læra á
peninga þvi hann á talsvert inni á
bankabók fyrir kvikmyndaleik og enn
hefur hann tekjur af plötunni sem hann
sönginnásem Emil.
Hann segist hitta Idu öðru hvoru,
sérstaklega við frumsýningar á nýjum
myndum eftir sögum Astrid Lindgren.
En að öðru leyti heyrir Emil-skeiðið
fortíðinni til í huga hans. Hann segist
ekki eiga nema góðar minningar frá
kvikmyndastússinu, en samt vera
guðsfeginn að geta gengið um göturnar
án þess að heyra hvíslað á bak við sig:
„Þarna er hann Emil i Kattholti.”
ítalska lögreglan leitar nú ákaft
beinagrindar sem stolið var úr kirkju í
Feneyjum. Er álitið að þetta séu
jarðneskar leifar heilags Lucýs, píslar-
votts, sem uppi var á 5. öld og verndar-
dýrlings augnveikra.
Talsmenn lögreglu og kirkju búast
við að ræningjarnir ætli sér að krefjast
lausnarfjár. Eins er til i dæminu að þeir
hafi rænt beinagrindinni til að skila
henni aftur til heimaeyjar píslar-
vottsins, Sikileyjar.
Að verki voru tveir ungir,
grímuklæddir menn og var annar
vopnaður byssu. Hann neyddi prest og
tvo aldraða kirkjugesti til að leggjast á
gólfið á meðan hinn braut upp gler-
kistu dýrlingsins og tróð beina-
grindinni í poka. Að því loknu flúðu
báðir sem fætur toguðu.
Þjófarnir gleymdu þó að taka með
sér hauskúpu dýrlingsins og dýrmæta
silfurgrímu sem huldi hana.
Svona Irtur hann út i dag, strákurinn som lók Emil. Hann er orðinn nýliði i
sœnska hernum og leiklistina hefur hann lagt á hiiiuna.