Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1981, Blaðsíða 32
32
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981.
Nýjar bækur
Nýjar bækur
Nýjar bækur
AUSTAIR
MacLEAN
HASKAFORA
WORDURSLOÐUM
IÐUNN
Háskaför á
norðurslóðum
eftir Alistair MacLean
IÐUNN hefur gefið út nýja sögu eftir
hinn fræga breska spennusagnahöf-
und, Alistair MacLean. í íslenskri þýð-
ingu nefnist hún Háskaför á norður-
slóðum og er tutt'.gasta og önnur saga
höfundar setn j: kemur á íslensku en
auk þess helur komið út ævisaga
Cooks landkönnuðar.
Inngangur Háskafarar á norður-
slóðum er um forsendur olíuvinnslu.
Stendur þannig á því að sagan fjallar
u.n þá yfirvofandi ógn að olíuleiðslan
sem sér Bandaríkjamönnum fyrir helm-
ingi þeirrar olíu sem þeir þarfnast verði
sprengd í loft upp af samviskulausum
hryðjuverkamönnum. Um efni sögunn-
ar segir ennfremur á kápubaki: „Slíkt
skemmdarverk vofir yfir olíuleiðslu
norður á ísflæmi Kanada, og ekkert
virðist unnt að gera til að hindra það.
öryggisverðirnir eiga ekki annars kost
en vona hið besta en vera viðbúnir því
versta . . . Eina björgunarvonin er
bundin við lið Bradys, flokk sérþjálf-
aðra og harðskeyttra manna. En þeir
leggja sig í gífurlega hættu. Dælustöð
er sprengd i loft upp og tveir verkfræð-
ingar liggja dauðir. Hverjir eru þessir
glæpamenn? Hvað vakir fyrir þeim?”
Háskaför á norðurslóðum er 216
blaðsíður. Anna Valdimarsdóttir þýddi
söguna. Oddi prentaði.
Lrfsjátning,
endurminningar Guðmundu
Elíasdóttur, skráðar af Ing-
ólfi Margeirssyni
Út er komin hjá IÐUNNI bókin Lífs-
játning, endurminningar Guðmundu
Eliasdóttur söngkonu. Ingólfur Mar-
geirsson skráði. — Þetta er stór bók,
tæpar þrjú hundruð blaðsíður og með
mörgum myndum.
Efni bókarinnar kynnir forlagið
meðal annars á þessa leið í káputexta:
„Saga Guðmundu er ævintýri líkust,
— og þó umbrotasamari en nokkurt
ævintýri. Hún segir hér frá bernsku
sinni og uppvexti á Vestjörðum, dvöl
í Reykjavík rétt fyrir seinna stríð, starfi
og námi í Kaupmannahöfn á myrkum
hernámsárum, þar sem hún hlýðir kalli
söngsins. Hún greinir frá hjúskap
sínum sem var nokkuð rysjóttur á köfl-
um, margvíslegum vinakynnum, list-
ferli sinum og lífsbaráttu heima og er-
lendis. Við lesum um viðburðaríka vist
hennar vestanhafs árum saman, þar
sem hún bjó lengstum við þröng kjör,
án þess að fara varhluta af þeim heiðri
að syngja í útvarps- og sjónvarps-
stöðvum og koma fram í garði Hvíta
hússins. A þessum árum söng hún víða
við mikinn orðstir, hér heima tók hún
meðal annars þátt í fyrstu óperusýn-
ingu Þjóðleikhússins.
Eftir Ameríkudvölina á hún heima i
Danmörku árum saman, verður að
hætta að syngja og fæst við margt . . .
Loks kemur að þvi að hún flyst heim og
tekur að stunda söngkennslu. Flest
bendir til að líf hennar færist nú í fast-
ar skorður. En það er öðru nær: nú
vitjar ástin hennar á ný, hún kynnist
hinum ógleymanlega bóhem og snill-
ingi Sverri Kristjánssyni sagnfræðingi,
þau giftast og eiga nokkur ár saman.
Við dauða hans lýkur frásögn Guð-
mundu í þessari bók.”
Lifsjátning er fyrsta bókin sem
kemur frá hendi Ingólfs Margeirssonar
en hann er reyndur blaðamaður og
meðal annars kunnur fyrir viðtöl sin.
Bókina hefur hann skráð eftir frásögn
Guðmundu og rituðum og prentuðum
heimildum, dagbókum, bréfum og
blaðagreinum. Bókin var sett og prent-
uð í Prentrúnu. Auglýsingastofa
Kristínar gerði kápu.
Ash jnmsen og Moc
Pönnukakan
Teikningar eftir Svend Otto S.
.t'orsicinn ftu Hamri islenskaAi
Pönnukakan
IÐUNN hefur gefið út norska ævin-
týrið Pönnukökuna, úr safni þeirra P.
Chr. Asbjörnsen og Jörgen Moe.
Teikningar með ævintýrinu hefur gert
danski teiknarinn Svend Otto S. í fyrra
gaf IÐUNN út bókina Fimm Grimms-
ævintýri með teikningum hans. — Þor-
steinn frá Hamri þýddi Pönnukökuna
eins og Grimmsævintýrin í fyrra.
Pönnukakan er gamansamt ævintýri
sem kona bakar handa sjö svöngum
börnum sínum en hún stekkur ofan af
pönnunni og „valt eins og hjól út um
dyrnar og þaðan út á þjóðveginn.”
Lendir hún síðan í ýmsum ævintýrum.
Pönnukakan er gefin út í samvinnu við
Gyldendal í Danmörku og prentuð þar
i landi en sett í Odda.
Dauði á Jóns-
messunótt
eftir K.M. Peyton
Hjá Máli og menningu er komin út ný
unglingabók eftir K.M. Peyton,
höfund hinna vinsælu bóka um Patrick
Pennington, og nefnist hún Dauði á
Jónsmessunótt.
Um efni bókarinnar segir á kápu:
„Jónatan Meredith situr í dýra heima-
vistarskólanum sínum og þykir lítið til
dýrðarinnar koma. Ekki bætir úr skák
að í nafni jafnréttis er búið að taka
stelpur inn í efstu bekkina, og þær
ekki smávegis skrítnar sumar! Það eina
sem er gaman, er að æfa fjallgöngu
með Hugo stærðfræðikennara, en
hann er með merkilegri mönnum í aug-
um Jónatans. Svo deyr enskukennarinn
voveiflega og fjör færist í leikinn —
þangað til Jónatan verður að gera upp
við sig hvort hann á fremur að þjóna
réttvísinni eins og skylt er, eða vera trúr
tilfinningum sínum. Það verður erfið
ákvörðun og sársaukafull.”
Dauðiá Jónsmessunótt ersjálfstætt
framhald bókarinnar Sýndu að þú sért
Ihetja sem kom út hjá Máli og
menningu fyrir ári síðan.
Silja Aðalsteinsdóttir þýddi bókina
eins og aðrar bækur eftir sama höfund
er út hafa komið á íslensku.
Dauði á Jónsmessunótt er 147 bls.,
préntuð og bundin í Hólum.
Grænn varstu,
dalur
eftir Richard Hewellyn
Hjá Máli og menningu er nú komin
út í nýrri og endurskoðaðri útgáfu
skáldsagan Grænn varstu dalur, eftir
Richard Llewellyn í þýðingu Ólafs
Jóhanns Sigurðssonar.
Skáldsagan Grænn varstu, dalur,
kom fyrst út á Englandi um 1940.
Vinsældir bókarinnar urðu slíkar að á
10 árum var hún gefin út 30 sinnum, og
nú er 46. útgáfan að sjá dagsins Ijós í
heimalandi höfundar. Eru þá ótaldar
útgáfur í öðrum enskumælandi löndum
og þýðingar á fjölda erlendra tungna.
Grænn varstu dalur, segir frá
námumannafjölskyldu í Wales
skömmu fyrir siðustu aldamót. Hér er
ljóslifandi lýsing á sérkennilegu, litlu
samfélagi sem er á hvörfum milli
Gnenn
varstu aalur
Richard Llewellyn
gamals tíma og nýs: eitt af einkennum
hins nýja tíma er upphaf skipulagðra
verkalýðsátaka. í þessu umhverfi er
sögð þroskasaga ungs drengs, hvernig,
hugur hans mótast og hvernig
tilfinningar hans sem fullvaxta manns
vakna til lífsins. Sagan er í senn
uppvaxtarsaga, þjóðfélagsleg skáld-
saga og ástarsaga.
Þýðing Ólafs Jóhanns Sigurðssonar
var fyrst prentuð 1949 og seldist upp á
tveimur mánuðum en hefur ekki verið
endurprentuð fyrr en nú, i endur-
skoðaðri gerð. Hluti hennar var fluttur
í Ríkisútvarpi fyrir nokkrum árum.
Grænn varstu, dalur er sjötta bókin
í nýjum flokki sígildra erlendra nútíma-
skáldsagna i úrvalsþýðingum.
Grænn varstu, dalur er 483 bls. að
stærð, prentuð og bundin i Prent-
smiðjunni Odda hf. Hilmar Þ. Helga-
son gerði kápu.
Undur ófreskra
eftir Ævar Kvaran
Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfirði,
hefur gefið út bókina Undur ófreskra
eftir Ævar Kvaran. í bókinni eru frá-
sagnir um dulræn efni, sem allar eiga
það sameiginlegt að vera sannar. Eftir-
taldar sögur eru í bókinni: Hann birtir
efnishluti úr lausu lofti — Lífið reynd-
ist dularfyllra en skáldsögurnar —
Efndir framliðinna — Hún sér morð og
stór slys i glasi sinu — Ekki verður
feigum forðað — Meðfæddur máttur
— Framliðinn lætur eyðileggja bréf —
Látinn morfínisti segir frá — Sjálfs-
morðingi nær sambandi — Látnir
meistarar mála gegnum hann — Skáld-
verk handan dauðans — Fjarhrif —
Sálfarir — Ófreskur maður býður
Stalin byrginn — hver talaði? —
Leyndarmál forsætisráðherrans —
Stúlkan sem hvarf — Leiðrétting að
handan — Hann sér fram i tímann —
Maðurinn með ratsjárheilann — Hún
fer til himna þegar hún vill — Fram-
liðinn drengur talar i síma — Fram-
liðinn visar á fólgið fé — Fyrirboðar —
Líkamningurinn Katie King —
Sveppurinn helgi.
Síðan sögur hófust hafa lifað frá-
sagnir um fólk, sem öðlaðist þekkingu
án aðstoðar skynfæranna. Flestir vís-
indamenn hafa talið sér skylt að álíta
slikar frásagnir helberan hégóma, ef
ekki annað verra. Niðurstöður nútima
vísindarannsókna hafa hins vegar
sannað að skilningarvit mannsins eru
fleiri en fimm, eins og kennt hefur
verið, eða með öðrum orðum að
maðurinn fær skynjað fleira en hægt er
með hinum venjulegu skilningarvitum.
Þær niðurstöður vöktu skelfingu í
brjósti margra vísindamanna, sem
töldu að þar með tæki að riðlast grund-
völlurinn undir vísindalegri þekkingu
þeirra.
Enginn íslendingur hefur kynnt sér
þessi mál jafn ítarlega og Ævar R.
Kvaran, höfundur þessarar bókar, og
bera þessar óvenjulegu sögur því vitni
hve viða hann hefur leitað fanga og hve
þekking hans á þessum málum öllum er
yfirgripsmikil.
Undur ófreskra var sett í Acta hf.,
prentuð í Prenttækni og bundin í Bók-
felli hf. Kápu gerði Auglýsingastofa
Lárusar Blöndal.
í dulargervi
eftir Hammond Innes
Út er komin hjá IÐUNNI ný saga eftir
hinn þekkta breska spennusagna-
höfund, Hammond Innes. Nefnist hún
I dulargervi og er fimmtánda bók
höfundar sem út kemur á íslensku.
Efni hennar er kynnt svo á kápubaki:
„Sagan gerist í suðurhluta Marokkó,
þeim landshluta sem Frakkar kölluðu
„viðsjárvert svæði”. Sögumaður er
staddur i hafnarborginni Tangier.
Hann er fyrrverandi smyglari en hyggst
nú snúa við blaðinu og gerast trúboði.
Áður en að þvi kemur verður hann
vitni að því að ókunnugum skipbrots-
manni skolar upp á ströndina. Það
kemur í ljós að maðurinn er í fleiri en
einum skilningi sloppinn úr miklum
háska. Hér telur hann sig geta fundið
griðland og myndi sjálfsagt hafa gert
það ef ekki hefðu fleiri orðið vitni að
björgun hans. En þar á meðal eru menn
sem eiga ýmislegt vantalað við þennan
skipbrotsmann — eða þann sem hann
segist vera. . . ”
í dulargervi skiptist í þrjá megin-
hluta, Alþjóðlegt svæði, Trúboðsstöð-
in og Viðsjárvert svæði. Álfheiður
Kjartansdóttir þýddi söguna. Hún er
207 blaðsíður. Prentrún prentaði.
Einkastríð
Trapps
eftir Brian Callison
Út er komin hjá IÐUNNI ný saga
eftir breska stríðssagnahöfundinn
Brian Callison. Hún nefnist Einkastríð
Trapps og er fimmta daga þessa
höfundar er út kemur á islensku. Efni
sögunnar er kynnt svo á kápubaki:
„Þetta er á Miðjarðarhafi árið 1942.
Hafnbann Þjóðverja þrengir hægt og
hægt að Möltubúum og brátt eru öll
sund lokuð. Engin fleyta getur siglt á-
fallalaust um þessar háskaslóðir nema
Karon, gamall, ryðgaður og hæg-
gengur kolabrennsludallur. Breski
flotinn ákveður því að grípa til hans.
Þessu skipi stjórnar Edward Trapp,
maður sem hefur marga hildi háð, og
áhöfn hans er til alls búin. En Trapp
býr yfir ógeðfelldum minningum frá
þeim tíma er hann var ungur flota-
foringi í heimsstyrjöldinni fyrri. Hvers
vegna skyldi hann nú kæra sig um að
ganga i strið fyrir hinn konunglega
flota? Eina striðið sem Trapp ætlar sér
að heyja er hans eigið einkastríð. Og í
því skyldi öllu kostað til enda til mikils
að vinna...”
Einkaslrið Trapps þýddi Andrés
Kristjánsson. Bókin er 190 blaðsíður.
Prentrún prentaði.
Aprflást
eftir Evi Bogenæs
IÐUNN hefur gefið út nýja
unglingasögu eftir norska höfundinn
Evi Bögnenæs. Nefnist hún Aprilást.
Evi Bögenæs er alkunnur unglinga-
sagnahöfundur og hafa komiðút eftir
hana fjölmargar bækur. Á íslensku
hafa komið þrjár sögur um Kittu.
Aprílást er sjálfstæð saga og segir svo
um efni hennar i kynningu forlags á
kápubaki:
„Anna Beta er í uppnámi. Hún er
orðin fjórtán ára og hefur búið ein með
pabba sínum alla ævi. Allt í einu er
pabbi giftur í annað sinn og allar
aðstæður á heimilinu gjörbreyttar.
Hvernig gat hann gert henni þetta? Og
það er býsna erfitt að bregðast við eins
og vert væri þegar sjúpmóðirin er
svona góð og elskuleg, hálfsystirin
nýja getur allt og er dæmalaus draslari
sem maður verður meira að segja að
taka inn á herbergið sitt. En hún á eldri
bróður, Friðrik. Hann virðist helst átta
sig á hvað Önnu Betu líður. Samt er
hart að þola slíka innrás . . . ”
Andrés Kristjánsson þýddi
Aprílást. Bókin er 128 blaðsíður. Brian
Pilkington gerði káputeikningu. Prent-
tækni prentaði.