Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Qupperneq 4
4 DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981. gaf fjölskylduna skömmu eftir að Chaplin fæddist. Móðir hans dvaldist oft langtimum á geðveikrahælum og því fór uppeldi drengsins, þ.e. þegar hann var ekki hreint og beint á götunni, að mestu leyti fram á munaðarleys- ingjahælum og öðrum slíkum stofnun- um. Á uppvaxtarárunum vann hann fyrir sér á ýmsan máta en helst reyndi hann að vera í námunda við leikhúsin. Þar greip hann fegins hendi öll þau störf sem buðust, sama hvort um var að ræða að sópa húsið að sýningu lok- inni eða smáhlutverk í einhverri reví- unni. Kvikmyndaferill Chaplins hófst árið 1913 þegar hann tók þátt í Bandaríkja- för bresks reviuhóps, Fred Karno Company. A meðan á einni sýningunni stóð veitti hinrrþekkti kvikmyndafram- leiðandi Mack Sennett honum athygli og réð hann til starfa fyrir Keystone Films. Honum var ætlað að koma fram í stuttum gamanmyndum og kaupið var 150$ á viku. Vinsældir litla breska gamanleikar- ans urðu strax slíkar að launin ruku upp úr öllu valdi og á aðeins einu ári hefði honum tekist að vinna sér inn eina milljón dala fyrir leik í átta kvik- myndum. Árið 1920 hafði hann leikið í 69 myndum en eftir að hann tók sjálfur- til við ritun handrita leikstjórn og framleiðslu mynda sinna fækkaði þeim verulega. Þar sem hann var mikill nákvæmnis- maður og jafnframt mjög duttlunga- fullur henti það oft að kvikmynd- að hafði verið 50 sinnum það mynd- magn sem var í endanlegri gerð mynd- arinnar. Einræðisherrann, sem fyrst var sýnd á árum fyrri heimsstyrjaldar- innar, gaf þeim grun margra stjórn- mála- og blaðamanna að hann væri kommúnisti byr undir báða vængi. í myndinni kom hann þeirri skoðun 'sinni á framfæri að bandamenn þyrftu að byggja upp nýja víglínu í Evrópu til stuðnings Rússum sem þá áttu í vök að verjast. En verr tókst til með viðtökur næstu engrar undankomu auðið. Undir ár- vökulum augum bálreiðrar móður Mil- dred gengu þau i hjónaband í október 1918. Brátt kom í ljós að ólétta Mildred reyndist ekki á rökum reist. Chaplin þótti innilega vænt um Mildred en fannst hún samt sem áður voðalegur krakkakjáni. Eftir eins árs hjúskap fæddist þeim hjónum sonur sem var verulega vanskapaður og lifði ekki nema í þrjá daga. Ævilok barnsins voru einnig endalok hjónabandsins. Þau skilduárið 1920. Sérstæð ástamál Sérstæð ástamál Sérstæð ástamál Það sem höfðingj- anv/r hafast að Frásagniraf ástum mm og kynlífi f rægra WJ kariaogkvenna Á undanförnum árum hefur birst reglulega í Helgarblaði Visis þáttur undir yfirskriftinni Sérstæð sakamál. Á þeim tímamótum sem nú eru í útgáfu blaðsins hefur verið ákveðið að reyna að auka fjölbreytni þessara helgar- skrifa. Það verður gert með þeim hætti að sakamálasögurnar munu birtast áfram en nú hálfsmánaðarlega en þær helgar sem engin er sakamálasagan verða birtir þættir úr ritröð sem fjallar um ásta- og kynlíf þess fólks sem verið hefur undir smásjá almennings á hverj- um tíma. Fjallað verður um kvikmyndastjörn- ur, þjóðhöfðingja, stjórnmálamenn, listamenn og fleira frægt fólk, sem hæst hefur borið í fréttum á hverjum tíma, einnig ýmsa sem svo frægir hafa orðið að komast á spjöld sögunnar. Án efa mun mörgum koma á óvart hinn misliti hópur sem verður til umfjöllun- ar. Engan undrar þegar nöfn eins og Casanova og Marilyn Monroe ber á góma í umræðu um kynlíf, en flesta mun líklega reka í rogastans að sjá nöfn manna á borð við Albert Einstein, MacArthur, Lewis Caroll og J. Edgar Hoover í slíkum þætti. Ætli efnisvalið verði ekki einna best skýrt með þessari tilvitnun: „Vart mun uppi hafa verið sá maður sem ekki myndi vekja undrun og jafn- vel viðbjóð almennings, væri hulunni svipt af kynlifi hans.” — W. Somerset Maugham Fyrstur í flokki frægra, sem fjallað verður um, er CHARHE CHAPLIN (f. 16. apr. 1889 —d.25.des. 1977). Frœgðin Charles Spencer Chaplin var þekktur sem konungur , þöglu gamanmynd- anna. Hann framleiddi og lék í alls 80 kvikmyndum. Hann öðlaðist heims- frægð fyrir túlkun sína á hinum aumk- unarverða en jafnframt glaðlyndr flækingi í kvikmyndum sem í dag telj- ast til klassiskra verka, eins og t.d. Gullæðið, Borgarljós og Nútiminn. Hann var aðlaður fyrir verk sín árið 1975. ' Maðurinn Chaplin nam snemma söng og dans á þann hátt að fylgjast með móður sinni Hannah þegar hún var að æfa sig og eins og þegar hún skemmti í söngleikja- húsunum í London þar sem Chaplin fæddist og bjó framan af ævinni. Faðir Chaplins, sem var drykkjusjúkur, yfir- Chaplin í einu af sínu þekktu hlutverkum í kvikmyndum. í þessari greín er fjallað um einkamálhans ogþá sérstak/ega ástamál. myndar Chaplins, Monsieur Verdoux. Gagnrýnendur og íhaldssamir Banda- ríkjamenn bókstaflega rifu myndina niður. Kröfugöngur voru farnar til að mótmæla túlkun höfundarins á nú- tímasamfélagi og svo langt gekk að myndin var bönnuð í Memphis og að lokum þorði varla nokkurt bandarískt kvikmyndahús að sýna hana. Árið 1952 yfirgaf Chaplin Bandarik- in til þess að fara í langt leyfi að því er sagt var en hann gerði sér fyllilega grein fyrir því að lfkurnar á þvi að hann gæti snúið aftur voru því sem næst engar. Chaplin settist að í Sviss og nefndi sig heimsborgara. Aðeins einu sinni sneri hann aftur til Bandaríkjanna. Það var árið 1972 þegar hann fór til þess að veita viðtöku heiðursverðlaunum óskarsverðlaunanefndarinnar fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðarinnar. Árið 1973 voru honum svo veitt önnur óskarsverðlaun fyrir kvikmyndina Sviðsljós, mynd sem hann gerði árið 1952. Kynlffið Þó svo Chaplin væri því sem næst verksjúkur gaf hann sér tíma til þess að sinna kynlífinu. „Það helst svona inn á milli mynda, þegar mér leiðist, að ég geri eitthvað af slíku”, var hann vanur að segja. Þegar hann gaf sér tíma voru það helst ungar stúlkur sem urðu fyrir valinu. Afrakst- urinn var fjögur hjónabönd (þrisvar giftist hann stúlkum yngri en 18 ára) ellefu börn og heill her af ástkonum. Ýmsar gróusögur gengu um Chaplin í Hollywood og af einni þeirra var hann mjög hreykinn. Hann var kallaður „áttunda undur veraldar” vegna þess hve vel hann var vaxinn niður. Ekkert var Chaplin hugleiknara en að geta . svipt kornunga stúlku meydómi sinum. „Fegursta form mannlegs lifs er hin barnunga stúlka”, er haft eftir honum, „hún er eins og blóm að vori er það er við það að springa út. ” Fyrsta stelpan sem hann tók undir sinn „verndarvæng” var Mildred Harris sem var aðeins 14 ára gömul. Chaplin lofaði henni frægð og frama f kvikmyndum en minna varð um efndir. Ekki leið á löngu áður en Mildred var orðin barnshafandi af völdum Chapl- ins. Þó svo Chaplin væri sannfærður um að hjónaband myndi kollvarpa öll- um sínum áætlunum þá varð honum ChaHie Chapin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.