Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Qupperneq 8
8 DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981 Föndrad í Æf ingaskólanum: Vinnugleði í fynrrúmi Foreldrafélag Æfingaskóla Kenn- araháskóla íslands heldur árlega svo- nefndan vinnudag i húsakynnum skólans við Háteigsveg, þar sem for- eldrar, kennarar og nemendur leiða saman hesta sína í föndri og ýmiss konar vinnu fyrir skólann og sjálfa sig. Þar er jafnan margt um manninn og vinnugleðin er ávallt höfð í fyrir- rúmi, enda engin ástæða til annars þegar ungir sem aldnir hjálpast að við að fegra og bæta umhverfi sitt. Á þessum vinnudögum er unnið við smíði og endurnýjun leiktækja, sem staðsett eru á lóð skólans, en Æf- ingaskólinn er sennilega eini skólinn á landinu sem fær enga fyrirgreiðslu frá ríkinu til kaupa á leiktækjum og því þurfa aðstandendur hans að vinna allt slíkt sjálfir. AHt efni til smíða og föndurs fær skólinn gefins frá ýmsum fyrirtækjum í borginni, s.s. kaðla, málningu og spýtur og að sjálfsögðu er nýtnin í fyrirrúmi þegar unnið er úr þessum efniviði. Ljósmyndari DV leit inn á vinnu- dag skólans á dögunum og smellti nokkrum myndum af mannskapnum og árangurinn sjáið þið hér á síðunni. -SER. .Sjáðu, finnst þér þotta ekki bara nokkuð gott hjó mér, " gætiþossi snót roriO aO segja viO vinkonu sina. DfrV-mynd FriOþjófur. AO sjéHsögOu voru búnir tíi englar, endajólin é næsta leltí. DftV-mynd FriOþjófur. ÞeO var ekki kynjaskiptíngunni fyrir aO fara / smiOa vinnunni, enda engin éstæOa tíl á þessum jafnréttístímum. Dfr V-mynd FriOþjófur. DftV-mynd FriOþjófur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.